Morgunblaðið - 09.07.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.07.2004, Qupperneq 33
Ég minnist þín, Jórunn, sem svo hressri og fallegri stelpu sem vildi öllum gott, sú minning sem situr fast í hjarta mínu er sú hve vænt þér þótti um alla, og hve nánar þið syst- urnar voru, það var akkúrat það sem mér fannst svo yndislegt. Minningin um þig mun ætíð sitja í hjarta mínu. Halla, Pálmi, Linda, Þórdís, Finna, Guðjón,Tómas og Jonni, megi guð vera með ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sveinbjörg frænka. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Elsku Jórunn, við systurnar vor- um staddar á Spáni ásamt fjölskyld- um okkar, þegar pabbi hringdi og sagði okkur þessi sorglegu tíðindi. Þar vitum við að þú hefðir einmitt viljað hafa einhverja ástvini þína. Því að þú varst svo mikil heimskona. Búin að vera þar, í Frakklandi og í Englandi og talaðir öll þessi mál reiprennandi. Þú gáfaða, fallega og hressa frænka okkar, sem við pöss- uðum þegar þú varst lítil og fyrir átta árum snerist dæmið við og þú passaðir fyrir okkur. Það er svo ótrúlegt að þú skyldir velja þessa leið. Við vissum að þú barðist við sjúkdóm þinn en aldrei barstu það á borð fyrir nokkurn. Þú varst alltaf svo sterk og kát. Hvenær sem við hittumst var alltaf kysst og hlegið, sérstaklega yfir spilamennsku – það var alltaf mest gaman í síðasta spilinu. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Halla og Pálmi, Linda og Þórdís Halla, Finna og Guðjón, Tómas og Jonni, ömmur og afi. Okk- ar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Góður Guð styrki ykkur og leiði. Ykkar frænkur, Guðríður, Sigríður (Gauja og Sigga) og fjölskyldur þeirra. Elsku Jórunn mín. Ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur öllum. Frá því að ég man eftir mér, man ég eftir þér. Þegar við vor- um yngri að leika saman. Það var svo fjörugt ímyndunaraflið hjá þér, að við höfðum alltaf eitthvað að gera. Mér þótti alltaf svo vænt um þig og þyki auðvitað enn. Þú átt allt- af brot af hjarta mínu. Það var alltaf svo gott að hitta þig, því þú brostir allan hringinn með þínu fallega brosi þegar þú hittir mig. Svo hlý- legt viðmót sem allir fengu frá þér. Þú varst alltaf svo dugleg í öllu, vinnu, skóla. Og ég man alltaf frá því að við vorum yngri að þú vildir verða læknir, og ég var oft að minna þig á það þegar við vorum orðnar eldri og þú fórst bara að hlæja. Þegar við vinkonurnar vorum í partíi hjá þér, fyrir ekki svo löngu síðan, fórum við tvær inn í herbergi að tala saman og ég sagði að gamla Jórunn væri kom- in aftur. Og þú varst svo ánægð að heyra það og þakkaðir mér fyrir. Þú vissir hvað ég var að meina. Núna er ég svo ánægð með þetta samtal okk- ar því ég sagði þér hvað mér þætti innilega vænt um þig, kæra frænka mín. Elsku Jórunn, ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég trúi því ekki að ég sjái þig ekki meir, og þennan kraft sem var alltaf í þér. Ég á svo góðar minningar af okkur saman og það getur enginn tekið þær frá mér. Ég mun alltaf muna eftir þér, því þú hefur átt, og þú munt alltaf eiga, brot af mínu hjarta. Ég mun aldrei gleyma þér elsku Jórunn mín og vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Kæra fjölskylda og Jonni, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þín vinkona, bekkjarsystir og frænka, Svava Guðrún Hólmbergsdóttir. Dofinn, tómleiki, ráðaleysi, bjarg- arlaus, sorgmædd, söknuður, hlýja, óraunveruleiki. – Þetta eru þau orð sem komu upp í hugann þegar við settumst niður á Kaffi Duus til að minnast þín. Duus var þinn vinnu- staður og meira en það, því við töl- uðum oft um að þetta væri líka okk- ar annað heimili, því allir sem vinna hér og hafa unnið koma í öllum frí- stundum bara til að segja hæ og fá sér einn kaffibolla og tala saman. Svona líður okkur, þú ert farin og kemur ekki aftur, þú sem allaf varst brosandi, glaðleg, falleg og hlý þeg- ar þú gekkst um salinn. Allaf tilbúin að gefa öllum allt sem þú áttirm faðmaðir, straukst og gafst öllum sem þú umgekkst bros. Þú varst þannig stelpa að öllum þótti vænt um þig. Það tók fólk ekki langan tíma að kynnast þér því þú varst svo hlý og góð. Alltaf gafst þú manni knús og koss. „Hvernig hafið þið það, elsku dúll- urnar mínar?“ var sú setning sem maður heyrði um leið og þú birtist. Þú lýstir upp umhverfið með þínum hlýja og glaðlega persónuleika. Þér var alltaf í mun að vita hvernig manni leið og hvort ekki væri allt í lagi og ávallt að reyna að passa upp á alla í kringum þig. Þú varst gleðigjafi, ótrúlega dug- leg og drifin og alltaf var stutt í grín og glens. Engri manneskju höfum við kynnst sem var jafn fordómalaus. Í þínum augum voru allir jafnir, þannig varst þú. Elsku hjartans Jórunn, þín verð- ur sárt saknað og minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Við biðjum góðan Guð að styrkja og varðveita fjölskyldur ykkar Jonna á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði, elskan. Starfsfólk Kaffi Duus. Okkar fyrstu kynni voru þegar þú sóttir um vinnu hjá okkur á Kaffi Duus síðla vetrar 2003. Ég sá strax að þar var karakter á ferð. Er ég ævinlega þakklát fyrir að fá að kynnast þér, þú yndislega Jórunn, það eru til svo mörg dásamleg lýs- ingarorð sem hægt væri að rita hér á blað en þeir sem þekktu þig vita al- veg um hvað ég er að tala. Það sem mér fannst svo vænt um er að þegar þú tókst á móti fólki, þá var alltaf þessi einlæga blíða til stað- ar, óháð kyni og aldri, sama hvað gekk á hjá þér. Þér var svo mikið í mun að gleðja aðra og þú máttir ekkert aumt sjá. Ósérhlífin í vinnu og dugnaðarforkur og talandi ekki um blíðuhót þín, sem komu öllum í gott skap og ekki má gleyma frönsku kossunum hvorn á sína kinn sem maður fékk á nánast hverjum degi. Þessi setning, hvernig hefurðu það, elsku dúllan mín? er Jórunn í hnotskurn og er í rauninni allt sem segja þarf. Mér finnst það ótrúlegt að svona lífsglöð og hjartahlý manneskja skuli ekki vera lengur hér meðal oss, en Jórunn, ég segi þér að ef það væru til fleiri þínir líkar hér á jörðu væri heimurinn svo sannarlega miklu miklu betri. Mundu að ég mun geyma þig í hjarta mínu og þegar minn tími kemur, veit ég að þú munt taka brosandi á móti mér og kyssa mig á sitthvora kinn. Kristín Örlygsd. Elsku Jórunn mín. Það er ótrúlegt að þessi yndislega og fallega manneskja sé farin frá okkur. Ég hef þekkt Jórunni í mörg ár en náði að kynnast henni enn bet- ur þegar hún byrjaði á Duus. Við náðum strax vel saman. Það var allaf gaman að hitta Jórunni, hún tók alltaf vel á móti öllum. Ég á eftir að sakna allra faðmlaganna og væntumþykjunnar, sem hún sýndi mér, stærra hjarta hef ég ekki kynnst. Ég er mjög þakklát fyri að Jórunn kom í útskriftina mína hinn 12. júní síðastliðinn. Þetta kvöld var frábært og við skemmtum okkur ótrúlega vel. Jórunn, takk fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman, þetta er mikill missir og ég á eftir að sakna þín endalaust. Ég veit að þér líður betur núna elskan mín og ég mun hitta þig í draumum mínum. Elsku Jonni, Pálmi og fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína. Megi Guð vera með ykkur. Ragnheiður Möller. Það er svo margt sem þyrlast upp í huganum, svo mörg sögð og ósögð orð, minningar og hugsanir um Skellibjöllu. Það er bara ein Skelli- bjalla sem flögrar um og lýsir allt upp með ljósinu sínu. Jórunn var Skellibjallan okkar, hún lýsti allt upp hvar sem hún kom. Skellibjallan okkar flaug til Spánar, London og Parísar, þar sem hún blómstraði í leik og starfi. Boston var síðasta borgin sem hún flaug til og það huggaði okkur Bebbu þar sem við sátum í fallegri kirkju í Boston á laugardaginn og báðum fyrir Skelli- bjöllunni okkar sem hafði kvatt okk- ur svo snögglega. Það er ekki margt sem þerrar tárin okkar, en brosandi augun þín, kossinn þinn og knúsið sem tók alltaf á móti okkur er það sem yljar okkur svo mikið og við er- um svo þakklát fyrir. Elsku Skellibjallan okkar, núna er ljósið þitt slokknað hérna á þess- ari jörð. Við trúum því að það hefur kviknað á öðrum stað og skíni þar skærast. Halldís, Sigurður og Nói. Fyrir tveimur árum kynntumst við Jórunni. Betri meðmæli hafði ég aldrei fengið og réði ég hana strax í vist heima hjá okkur í París til að gæta barna okkar í stórborginni yfir skólaárið. Hún Jórunn okkar stóð undir meðmælunum. Hún var með eindæmum dugleg, þroskuð og sjálfstæð og ávallt glöð í bragði. Henni var mikið í mun að láta öllum líða vel í kringum sig og gaf mikið af sjálfri sér. Hjá henni var svo til aldrei leiða að sjá, hvert augnablik var fyllt áformum, framkvæmdum og leik. Djúpt undir niðri kraumaði þó viss vanlíðan og eirðarleysi sem við reyndum að kryfja til mergjar í sameiningu. En hugur mannsins er margslunginn. Jórunn leitaði að hinu hamingjusama og glaða barni í sér í París um leið og hún þurfti að taka mikilvæg spor inn í framtíðina. Við vorum heppin að fá að hafa hana hjá okkur í heila tíu mánuði. Við samhryggjumst innilega fjölskyldu hennar sem henni þótti svo vænt um. Guð geymi þig, elsku Jórunn. Unnur, Patrick, Alexander og Elín. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 33 Kæra vina, ég sakna þín ég vildi að þú kæmir aftur til mín en þú ert umvafin ljósi þar eins og þú varst reyndar allsstaðar, sárt er að horfa á eftir þér en ég veit þú munt muna eftir mér því þitt hreina hjarta og þín bjarta sál mun þerra okkar trega tár. Elsku vinkona, hvíl í friði. Þín Jóna. Ásjóna þín þokka ber, englar heimsins líkjast þér. Frelsi þú valdir frá þessum heimi, Guð þinn þig ávallt geymi. Elska þig, þín Kristín Stefánsdóttir. HINSTA KVEÐJA í skapi. Svo þótti pabba svo vænt um öll börnin mín og sérstaklega Helgu Bergþóru því að hún var svo mikið hjá honum þegar hún var yngri. Pabbi var líka góður við fóstursyni mína, Brandon og Dust- in, eftir að hann kynntist þeim. Hann vildi aldrei skilja neinn út- undan og sendi þeim alltaf gjafir þegar hann sendi mínum börnum. Já, svona var nú hann pabbi minn. Ekkert nema góðmennskan. Ég hefði varla getað átt betri föður og ég á eftir að sakna hans mikið. Lengi lifi minning hans. Anna Kristín. Mig langar til að þakka Jóu frænku minni fyrir að hafa passað mig þegar ég var lítil. Hún var alltaf svo góð við mig. Ég sakna hennar mjög mikið. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Ég kveð Jóu frænku með sökn- uði. Halldís Thoroddsen. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningar- greinar Bróðir minn, JÓN ÁRNASON, Þverá, Eyjafjarðarsveit, lést að Hornbrekku Ólafsfirði miðvikudaginn 7. júlí. Fyrir hönd systranna, Sigríður Árnadóttir. Ástkær dóttir okkar, barnabarn og frænka, SUNNEVA HAFBERG, Reynimel 82, Reykjavík, lést af slysförum þriðjudaginn 6. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristjana Nanna Jónsdóttir, Einar Hafberg, Sóley Sturludóttir, Jón Erlendsson, Margrét Thorarensen, Ægir E. Hafberg, Jón Sturla Jónsson, Andri Már Jónsson, Lára Hafberg. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA ÁGÚSTA HJÁLMARSDÓTTIR fyrrv. gjaldkeri Ríkisspítalanna, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 7. júlí. Árni Friðjónsson, Vigfús Árnason, Hjálmar Árnason, Berglind Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku sonur minn, faðir, bróðir okkar, barns- faðir, barnabarn, frændi og vinur, ATLI BENEDIKT HILMARSSON, sem lést mánudaginn 5. júlí, verður jarðsung- inn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði laugardaginn 10. júlí kl. 14.00. Anna Sigrún Benediktsdóttir, Kristófer Máni Atlason, Abba Elizabeth, Ída Margrét, Daði Dodou, Sylvíanna, Berglind Elva Jóhannsdóttir, Aðalbjörg Jóna Sigfúsdóttir, Þórdís Hilmarsdóttir, Sigurður Jens og fjölskylda, Elfa og fjölskylda, Sylvía Steinunn og fjölskylda, Hulda Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.