Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Droplaug Bene-diktsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. október 1937. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 1. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Guðnason, f. 1908, d. 1996 og Þuríður Guðjóns- dóttir, f. 1908, d. 1991. Bræður Drop- laugar eru Gunnar, f. 1941, kvæntur Ernu Kjærnested og Ör- lygur, f. 1943, kvæntur Ingigerði Gissurardóttur. Árið 1960 giftist Droplaug Jóni Stefáni Hannessyni húsasmíða- meistara, f. 8. janúar 1936, d. 6. janúar 2003. Foreldrar hans voru Hannes Jónas Jónsson, f. 1892, d. 1971 og Ólöf Guðrún Stefánsdótt- ir, f. 1900, d. 1985. Börn Drop- laugar og Jóns eru: 1) Benedikt Þór, f. 1957, maki Fanney Helga Friðriksdóttir. Börn þeirra eru Arna Þórey, maki Óskar Bjarni Óskarsson, synir þeirra Arnór Snær og Benedikt Gunnar og Friðrik, maki Anna Dúna Rúnars- dóttir og Droplaug. 2) Hannes Jónas, f. 1959, maki Auður Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru Rósa Þórunn og Jón Stefán. 3) Krist- jana Þuríður, f. 1961, maki Stefán Ásgeirsson. Dætur þeirra eru Hanna Jóna, dóttir hennar og Kristjáns P. Krist- jánssonar er Petrún- ella Aðalheiður og Unnur Ósk. 4) Andr- ea Kristín, f. 1966, maki Jóhannes Ingi Kolbeinsson. Börn þeirra eru Þuríður, dóttir hennar og Hlyns Ö. Einarsson- ar er Emilý Dögg, Jónína Jófríður og Högni Steinn. Droplaug ólst upp í Ljósaklifi í hraun- inu vestan Hafnar- fjarðar. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1954. Þá hóf hún störf sem ritari hjá Loft- skeytastöðinni í Gufunesi og starfaði þar til ársins 1959. Fyrstu búskaparár Droplaugar og Jóns voru í Ljósaklifi en árið 1963 fluttu þau í Garðbæ þar í grennd. 1967 fluttu þau á Álfaskeið 89 í Hafnarfirði. Droplaug hóf störf árið 1971 á Fasteignasölu Árna Gunnlaugssonar. Frá árinu 1986 vann hún við verktakafyrirtæki þeirra Jóns auk þess sem hún annaðist aldraða foreldra sína. Droplaug var lengi virk í fé- lagsmálum m.a. hjá Félagi óháðra borgara í Hafnarfirði og hjá Sál- arrannsóknafélagi Hafnarfjarð- ar. Útför Droplaugar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er febrúar og úti er slydda og degi er tekið að halla. Ég stend í tröppunni við innganginn að dauflega upplýstri stofunni á Álfaskeiðinu. Ég er að horfa á ömmu Droplaugu, sitj- andi í svarta leðursófanum sínum. Hún er að lesa bók við birtuna úr gyllta ljóskúplinum sem hangir úr loftinu við stofugluggann sem vísar út í garð. Ég hef hljótt um mig svo ég veki ekki athygli á mér. Á þessari stundu finn ég til svo mikillar ástar á ömmu minni og veit að ég verð að festa mér þessa stund og þessa sýn í minni, því ég geri mér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að finna til svo full- kominnar hamingju og öryggis. Amma mín veitti mér alla sína þol- inmæði, ást og umhyggju og hún var mér sem önnur móðir. Hún elskaði mig fyrir þá manneskju sem ég var, og veitti mér skilyrðislausan stuðn- ing. Einhverjar bestu minningar sem ég á eru um hana. Bíóferðir okkar leiddu af sér smekk minn á bíómynd- um. Uppáhalds dagarnir mínir eru gráir rigningardagar því vorið sem ég var tólf ára fórum ég og amma til Glasgow og þá voru gráir rigningar- dagar. Hún var ein allra besta vin- kona mín. Við amma, Þurí og afi Jón vorum oft eins og lítil aukafjölskylda vegna þess hve mikið við vorum hjá þeim, og ég vona að amma og afi hafi gert sér grein fyrir hve mikils virði þau voru okkur frænkunum. Elsku amma mín. Þú varst engill á jörðu. Þakka þér fyrir þá gjöf sem ást þín var. Þín ömmustelpa, Hanna Jóna. Elsku amma mín. Nú ertu loksins búin að fá hvíldina þína, sem mér finnst samt vera allt of snemma en ég veit að þér líður mikið betur núna þó að það sé erfitt að sætta sig við að þú þyrftir að fá þenn- an sjúkdóm. Nú ertu komin til afa og þið getið aftur verið saman. Ég á svo margar góðar og skemmtilegar minningar um þig. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa á Álfa- skeiðið þar sem ýmislegt var brallað. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur barnabörnin. Mér finnst leiðinlegast að litlu strákarnir mínir hafi ekki get- að kynnst þér og afa eins og ég gerði, en svona er víst lífið og þó að þeir hafi heimsótt þig á Sunnuhlíð þá er það ekki eins og var að koma á Álfaskeið- ið þegar ég var lítil. Ég mun gera allt sem ég get til þess að segja þeim sem mest frá ykkur. Takk fyrir allt elsku amma. Við fjölskyldan sendum öllum okk- ar bestu samúðarkveðjur frá Spáni. Þín Arna. Í dag verður systir mín borin til grafar, aðeins 66 ára að aldri. Virk ævi 58 ár. Orrustan við Parkinson í átta ár. Hann herti tökin eftir því sem á leið. Jón maður hennar veikist um líkt leyti. Látinn 2002. Fyrsta minn- ing mín um Droplaugu: Loftvarnarf- lautur þeyttar með miklum gný við Gunnarssund. Flug í grastó við götu. Hugheil huggun. Uppgötvun: Ein- staklega góð systir. Er lífshretin óhjákvæmilegu hrelldu síðar, góður stuðningur góðrar systur. Minning mín um árslok 1955: Droplaug komin með gullfínan samkvæmiskjól, ný- keyptan. Jón kominn til sögu. Hrað- mælt í fyrstu sem hugsaði hún: Eyddi ég of miklu? Sannfæring til allra um ágæti kjólsins og vel fór hann. Ekki skuggi á gleði í minningum þó bílseta í ófærð á Öskjuhlíð yrði tveir tímar. Ballið var KR-ball og stóð lengi! Hús- móðurstörfin. Stórt heimili. Gestrisin hjón. Samkvæmin orðlögð. Börn í há- vegum höfð. Að þeim uppvöxnum, vinna utan heimilis, bæjarmálaþátt- taka, sálarrannsóknarfélag, ferðalög, Glasgow í forgangi. Ótrúleg hugarró. – Þetta er skyndisýn mín á líf og góð- vild einstakrar systur. Hún hafði sín- ar skoðanir á hlutunum, en þröngvaði þeim aldrei upp á neinn. Hún hafði gaman af því að tala, vel máli farin, og því sorglegast á að horfa hve sjúk- dómurinn gerði henni það erfitt. En hugurinn var alveg tær til síðustu stunda. Ávallt kvað hún sér líða vel, aldrei kvalin, en hvað hún hugleiddi veit enginn. Æðruleysið undravert. Nú að leiðarlokum vil ég, og ekki síð- ur kona mín, Erna, þakka henni hlý- hug og velgjörðir sýndar okkur og börnum okkar alla tíð. Verður aldrei fullmetið. Ernu þótti mjög gott að við hana að ræða. Mannbætandi að eiga við Droplaugu orðastað. Undir það get ég tekið með henni. Droplaug leit- aði ávallt bestu hliðanna á öllum mál- um. Ég kveð mína góðu systur með þakklæti fyrir heilræði öll og vel- gjörðir, en ekki síst umönnun for- eldra okkar síðustu æviár þeirra. Megi þessari góðu konu vel farnast á nýjum brautum. Gunnar Benediktsson. Ég finn til söknuðar og angur- værðar en gleðst samt yfir að vinkona mín er leyst úr viðjum erfiðs sjúk- dóms sem gerði hana máttfarnari með hverjum degi. Við erum búnar að þekkjast lengi, kynntumst þegar við vorum ungar konur, nýfluttar í hálfbyggð hús við sömu götu fyrir 37 árum. Við urðum fljótt vinkonur og höf- um gegn um árin verið saman á mörgum gleðistundum og stutt hvora aðra þegar á hefur bjátað í lífinu. Þau Jón reyndust okkur afar góðir vinir. Börnin okkar léku sér saman og samskiptin urðu nánari með hverju árinu. Droplaug og Jón voru afar barngóð og umburðarlynd og skildu vel barn- sálina. Ekkert þótti þeim sárara en ef börn og ungmenni voru beitt órétti eða þau vanrækt. Við kynntumst líka foreldrum hennar sem bjuggu í Ljósaklifi, húsi sem stendur úti í hrauninu. Þar áttu börnin margar gleði- stundir og gátu byggt og brasað af hjartans lyst og aldrei var amast við þeim. Það var mjög náið og fallegt sam- band milli Droplaugar og fjölskyldu hennar. Eftir að foreldrar hennar elt- ust og misstu heilsuna hugsaði hún um þau af fádæma alúð og elsku og alltaf var Jón boðinn og búinn til að aðstoða þau. Við gátum rætt um alla hluti og oft hljóp ég yfir og fékk hennar álit og ráð. Hún hafði þann góða hæfileika að gera aldrei of mikið úr hlutunum, oft leystust vandamálin eða urðu lítil- vægari eftir samtalið. Þau hjónin veiktust næstum því samtímis af sitt hvorum sjúkdómn- um, þau studdu hvort annað eins lengi og þau gátu á heimili sínu með góðri hjálp barna sinna en það var ekki langur tími því þau þurftu æ meiri umönnun. Droplaug sýndi ótrúlegan sálar- styrk allan tímann. Aldrei sagði hún annað en að sér liði vel og að hún væri sátt, búin að skila sínu hlutverki. Sunnuhlíð varð síðasti dvalarstað- urinn og hjúkrunarfólk þar dáðist að æðruleysi hennar og jafnlyndi. Alltaf þegar ég kom í heimsókn fagnaði hún mér með bjarta brosinu sínu. Það yljar mér enn um hjarta- rætur. Guð geymi alla ástvini hennar. Sólborg. Þegar ólæknandi sjúkdómar hafa lengi skert lífsnautn má líta á dauð- ann sem lausn úr fjötrum og ávinning í trausti á fyrirheit Drottins. Eftir þunga sjúkdómsbyrði langan tíma, sem Droplaug bar af aðdáunarverðu æðruleysi og hugprýði, kom andlát hennar ekki á óvart. Hún kvaddi þakklát fyrir allt það góða og fagra, sem lífið hafði áður gefið henni og mat að verðleikum hlýja umhyggju skyldmenna og starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, en þar dvaldist Droplaug hátt í tvö ár. Ég átti því láni að fagna að hafa um langt skeið notið einlægrar vináttu Droplaugar, trausts hennar og mann- kosta. Mér er því ljúft að mega minn- ast hennar með nokkrum orðum. Fyrst man ég eftir Droplaugu sem tápmiklu barni við leik á Austurgöt- unni, en þar bjuggu foreldrar hennar um árabil. Þegar hún var 10 ára flutt- ist fjölskyldan í húsið Ljósaklif, sem foreldrar hennar byggðu á einkar fal- legum og kyrrlátum stað í hrauninu vestast í Hafnarfirði. Þar naut Drop- laug margra góðra ára við fegurð og friðsæld umhvefis og heilbrigt heim- ilislíf, sem hún oft minntist á. Og þar stofnaði hún síðan sitt eigið heimili með manni sínum, Jóni Stefáni Hann- essyni, sem lést á síðasta ári, en árið 1967 fluttust þau í eigið hús að Álfa- skeiði 89. Kynni okkar Droplaugar hófust fyrst að ráði en hún réðst til starfa á lögmannsstofu minni árið 1971 og vann þar um 12 ára skeið. Minnist ég með þakklátum huga þeirra sam- starfsára. Var mér það mikill fengur að fá notið ágætra starfskrafta henn- ar en öllum sín störfum sinnti hún af mikilli vandvirkni og skyldurækni. Hún var ætíð ljúf og lipur í öllum samskiptum með góða skapgerð og framkomu til fyrirmyndar. Og ekki síður var það lán í barátt- unni á árum áður á sviði hafnfirskra bæjarmála, er hún gekk til liðs við Félag óháðra borgara, en í stjórn þess átti hún sæti í mörg ár. Aldrei hlífði hún sér til starfa í þágu félags- ins, úrræðagóð og hvetjandi í öflugu félagslífi. Átti hún góðan þátt í far- sælu framfaraskeiði, sem fylgdi 20 ára þátttöku óháðra borgara í stjórn Hafnarfjarðarbæjar. Droplaug var um árabil í barnaverndarnefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og félagasamtök. Droplaug naut þeirrar gæfu að eiga góða og grandvara foreldra, sem kappkostuðu að búa börnin sín sem best undir lífið með hollu veganesti. Sagði hún glöð frá því hversu mikið hún ætti foreldrum sínum að þakka, enda reyndist hún þeim sönn hjálp- arhella með kærleiksríkri umhyggju fyrr og síðar á efri árum þeirra. Mörg voru góðverk Droplaugar og gjöful fórnarlundin. Þannig var hún mjög örlát á hjálpsemi við sína af- komendur, vildi ætíð stuðla að heill þeirra og velgengni og vera þeim góð fyrirmynd. Hlutverki sínu hér á jörð skilaði hún með sæmd. Trúin og heilbrigð lífsskoðun voru henni leiðarljós og styrkur. Hún er kvödd með virðingu og einlægri þökk. Megi fögur sál hvíla í friði og bless- un fylgja börnum Droplaugar og öðr- um skyldmönnum. Árni Gunnlaugsson. Þegar komið er að kveðjustund, rifjast upp fyrir mér minnistæð atvik úr sameiginlegum sjóði minninganna. Þegar við Droplaug sem nú er kvödd kynntumst fyrst voru þeir tímar hér á Íslandi sem þeir sem yngri eru að ár- um mundu varla leggja trúnað á. Það var árið 1942 sem leiðir okkar lágu saman í Sunnudagaskóla K.F.U.M og K. á horni Hverfisgötu og Hraunstígs í Hafnarfirði, en þar bjuggum við tvær litlar hnátur og var hún eins ljós og norræn yfirlitum og hugsast gat. Minnist ég þess sérstaklega hvað Þuríður móðir Droplaugar kom mér fyrir sjónir sem sérlega góð kona og kynntist ég því betur seinna að á milli mæðgnanna var einstaklega kært samband alla tíð. Á þessum árum var unað við leiki í hrauninu og svo kallað „Simba-tún“ var alveg við húsdyrnar hjá Drop- laugu. Ég minnist einnig tíðra heim- sókna hjá föður ömmu Droplaugar í Gunnarssundinu þar sem þáður var velgjörningur. Um tíu ára aldur flyt- ur svo fjölskylda Droplaugar að Ljósaklifi vestast í Hafnarfirði, var það þá næstum dagsferðalag að fara þangað og meðal annars brugðum við okkur oft á skauta á Balatjörn þar sem Droplaug sýndi frábæra leikni svo að eftir var tekið. Að lokinni fermingu í maí 1951 varð að taka ákvörðun um að hverju skyldi stefnt í lífinu. Hóf Droplaug þá nám við bóknámsdeild í Flensborg- arskóla en seinna meir við Kvenna- skólann í Reykjavík þar sem hún lauk námi og gladdist hún mikið yfir því að hafa tekið þá stefnu í lífinu. Droplaug var hamingjusöm er hún kynnti Jón sinn fyrir góðum vinum sínum um páskana 1957, og sáum við að þar fór ekki á milli mála að þarna var kominn tilvonandi lífsförunautur- inn góði. Droplaug var um árabil í sauma- klúbb okkar skólasystra úr Kvenna- skólanum, þar sem ferðalög innan- lands með mökum var árlegur viðburður og oftast var Jón þar á bak við myndavélina að mynda ógleym- anleg augnablik hjá hópnum. Já Droplaug og Jón áttu farsælt líf, eignuðust fjögur mannvænleg börn. Hún var kvik í hreyfingum og björt yfirlitum eins og hafði verið í bernsku, hann rólegur og yfirvegað- ur. Fjölskyldan byggði sér hús við Álfaskeið og samgangur var mikill á milli heimila þar. Allt lék í lyndi en skyndilega dregur ský fyrir sólu. Bæði urðu þau fyrir þeirri bitru reynslu að veikjast á besta aldri af sjúkdómum sem nú hefur lokið jarð- vist þeirra, þvílík sorg. Þegar við Birna sameiginleg vin- kona okkar, komum í heimsókn að sjúkrabeði þessarar unglegu, vel til höfðu konu urðum við vitni að því hugrekki, æðruleysi og styrk sem Droplaug sýndi í þessum erfiðu tímu. Á þessum erfiðu tímum hafði hún mikla unun af því að hlýða á upp- llestra úr góðum bókum og hlusta á fallega tónlist og hafði hún einkar gaman af að hlusta á sígilda tónlist. Hvíl í friði Droplaug, þökk fyrir samfylgd þína í lífinu. Soffía Stefánsdóttir. DROPLAUG BENEDIKTSDÓTTIR Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Minningin um fallega, glaðlega og góðhjartaða konu lifir ætíð í hjörtum okkar. Fríða Ólöf, Ragnheiður og Benedikt Gunnarsbörn. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Droplaugu Benediktsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundur hennar er: Ásgerður Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.