Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 41

Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 41
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 41 Mögnuð miðborg er yfirskrift skipu-lagðrar dagskrár í sumar í miðborgReykjavíkur. Að sögn Eddu Jóns-dóttur, verkefnisstjóra Magnaðrar miðborgar, er dagskráin haldin að frumkvæði Þróunarfélags miðborgarinnar í samvinnu við fulltrúa verslunar og þjónustu í miðborginni. Á morgun verður svokallaður Listrænn laug- ardagur haldinn hátíðlegur í miðbæ Reykjavíkur. Hvað er listrænn laugardagur? „Listrænn laugardagur er liður í Magnaðri miðborg. Með Magnaðri miðborg skapast gott tækifæri til að kynna það fjölbreytta starf sem fram fer í miðborginni á sviði menningar og lista, verslunar og þjónustu og félagslífs svo að fátt eitt sé nefnt. Takmarkið er að fá sem flesta til að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemningu í miðborginni. Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg er síðan dagur þar sem hinn listræni hluti miðborgarinnar fær að njóta sín til fulls.“ Hverjir eru helstu dagskrárliðir hátíðarinnar? „Birna Þórðardóttir fer í sælkera- og fag- urkeragöngu um Skólavörðustíginn. Þær Úlfhild- ur Dagsdóttir og Jónína Óskarsdóttir stýra gönguferð um miðborgina þar sem ljóð og sögur eftir konur verða í hávegum höfð. Gangan er á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á Lækj- artorgi verður útimarkaður með lífrænar vörur og við útitaflið í Lækjargötu tefla félagar úr Skákfélaginu Hróknum við gesti og gangandi. Listafólk, hönnuðir, handverksfólk, gullsmiðir og úrsmiðir í miðborginni bjóða gesti sérstaklega velkomna í tilefni af Listrænum laugardegi.“ Hverjum er hátíðin ætluð? „Laugardagarnir í Magnaðri miðborg hafa mismunandi yfirskrift eða þemu en kappkostað er að höfða til sem flestra. Fyrsti laugardagurinn var helgaður fjölskyldunni, sá næsti er helgaður listinni og síðar verður t.d. alþjóðlegur laug- ardagur. Markmiðið er að kynna miðborgina og það sem hún hefur upp á að bjóða í verslun og þjónustu, menningu og listum og annarri afþrey- ingu. Markhópurinn er íbúar Reykjavíkur og nærliggjandi bæjarfélaga, sem og innlent og er- lent ferðafólk.“ Hvaða þýðingu hafa hátíðir á borð við þessa fyrir miðborgina? „Miðborgin er hjarta borgarinnar og hátíðir sem þessar hafa gífurlega mikið að segja um ímynd Reykjavíkur sem borgar. Þau okkar sem ferðast hafa til útlendra borga þekkja hve miklu máli lifandi miðborg skiptir fyrir ímynd borg- anna. Það skiptir öllu að líf sé á götum úti. Á sama hátt getur miðborgarbragurinn skipt sköp- um þegar erlendir ferðamenn tala um Reykjavík, að það sé líf og fjör í miðborginni.“ Borgarlíf | Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg Líf og fjör í miðborginni  Edda Jónsdóttir er fædd í Vestmanna- eyjum 20. september 1975. Hún lauk stúd- entsprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1995 og BA-prófi í fjölmiðlafræði og ítölsku frá Háskóla Ís- lands og Háskólanum í Bologna á Ítalíu árið 2002. Hún hóf störf hjá AP-almanna- tengslum í mars 2003. Þar gegnir hún starfi ráðgjafa í almannatengslum og er verkefnis- stjóri Magnaðrar miðborgar. Edda er trúlofuð Karli Rúnari Lilliendahl kvikmyndatökumanni. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. a3 Rf6 8. f4 d6 9. Be2 Be7 10. g4 b5 11. Rxc6 Dxc6 12. Bf3 Bb7 13. De2 Rd7 14. O–O–O Rb6 15. Hhf1 Dc7 16. Bd4 Rc4 17. Bxg7 Hg8 18. Bd4 e5 19. fxe5 dxe5 20. Bf2 Bg5+ 21. Kb1 Rxa3+ 22. bxa3 Dxc3 23. Hd3 Dc4 24. Bg3 Dc5 25. h4 Be7 26. g5 Bc8 27. Bg4 Bxg4 28. Dxg4 Hc8 29. Hf2 b4 30. Bxe5 bxa3 Staðan kom upp á Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sigurður Daði Sigfússon (2.318) hafði hvítt gegn Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2.139). 31. Dd7+ Kf8 32. Hxf7+! Kxf7 33. Hf3+ Kg6 34. Df5+ og svartur gafst upp enda að verða mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. NÚ HEFUR það borist í tal að banna reykingar á skemmti- og veit- ingastöðum. Nú er ég aðeins 15 ára gamall, en sé samt hversu fáránlegt þetta mál er. Ég er á þeirri skoðun að eigandi skemmti- eða veitinga- staðar eigi að fá að ráða sjálfur hvort hann leyfi reykingar á sínum stað eða ekki. Fólk kemur með þau rök að það sé beitt hálfgerðu ofbeldi af reykingamönnum. Það talar eins og reykingamenn séu að neyða reykinn ofan í það. Það er rugl, vegna þess að fólkið sjálft ræður því hvort það fer á reykingastaði eða ekki. Þess vegna er enginn að neyða neitt ofan í neinn. Fólk talar líka um það, að það sé bundið í lög, að góður þrifnaður verði að eiga sér stað á þessum stöð- um landsins. Þess vegna eigi reyk- ingar að vera bannaðar á slíkum stöðum líka. Ég er sjálfur á þeirri skoðun að eigendur eigi að fá að ráða því hvort þeir þrífi sinn stað eða ekki, svo lengi sem það kemst til skila til viðskiptavinarins hversu vel staðurinn er þrifinn. Fólk á að fá að borða drullu ef það kýs að gera það. Hlynur Jónsson, Stigahlíð 63, R. Fressköttur í óskilum ÞESSI fressköttur er í óskilum í Hafnarfirði. Hann er næstum algrár með hvítan blett við trýnið og hvítar loppur. Eigandi hans er beðinn um að hafa samband í síma 555 4567 eða 692 6803. Gleraugu fundust GLERAUGU í dökkbrúnni umgjörð fundust í vegkanti í Kjálkafirði sunnan við Flókalund í síðustu viku. Upplýsingar í síma 456 7224 eða 866 2905. Gullkeðja tapaðist UM MIÐJAN mars sl. tapaðist gull- hálsfesti á stór-Reykjavíkursvæð- inu. Keðjan hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eigandann og því er heitið veglegum fundarlaunum. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Ingibjörgu í síma 555 4429 eða 696 0321. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bann við reykingum Vinningar í sumarhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 30. júní 2004 Nissan Almera 5 dyra kr. 1.940.000 Ferðatölva Fujisu-Siemens lifebook E4010v kr. 239.900 936 1813 9123 9257 13404 13511 17282 18017 18504 19230 20218 22108 22262 22452 24414 26216 33367 37519 40408 41360 45463 46127 47583 50797 51601 51818 63248 69128 71777 74379 76329 78466 84898 85282 88386 89265 91075 101418 102413 105588 93 95 824 1076 1613 2404 3072 3532 3876 3939 4410 4905 5776 5914 7627 8816 9148 9494 9856 10657 12664 13134 13727 13831 14317 14722 15233 15591 16143 16900 17132 17484 17753 18213 18228 18289 18758 18796 18839 18846 19289 23526 23951 24141 24284 24539 24755 25467 25837 25960 26263 27398 30220 31348 31412 31504 31725 32211 33208 33532 34614 34812 35431 37187 37246 37497 37520 37725 38244 38446 38598 40035 41376 41589 42103 44072 45135 45558 45677 46844 47746 48008 48207 48291 48660 48801 48866 49059 49296 49564 52104 52118 52504 52692 53269 53657 53940 54315 54851 55640 56466 56700 57115 57864 58708 58860 59012 59299 61398 61566 62013 62574 62576 63730 64280 65409 65444 66001 66293 66863 67317 67583 69238 70325 71256 71349 71560 71677 71808 72003 72210 72285 72447 73106 73409 74469 75012 75187 77656 77669 78087 78127 78175 78358 78627 78810 78976 79930 80208 80515 80631 81462 81566 81643 82011 82012 82638 82648 83295 83573 83821 83841 84122 84562 84695 84889 87540 87588 87599 88662 88697 92175 92525 92853 93529 94225 95549 95731 96990 97759 97951 97970 98781 100069 100089 100605 100995 101217 101292 101363 101408 101594 101889 102241 102787 103542 105038 105433 Ferðavinningur (leiguflug) með Úrvali-Útsýn kr. 160.000 Vöruúttekt að eigin vali frá Kringlunni kr. 40.000 66253 70111 24569 45861 88554 94274 94399 Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, s. 5 500 300 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ Blaðbera vantar í afleysingar í Breiðholt. Ekki yngri en 18 ára. Blaðbera vantar í Laugaráshverfi Upplýsingar í síma 569 1376 ⓦ RAÐAUGLÝSINGAR Norræna félagið í Reykjavík Höfuðborgarmót haldið í Stokkhólmi 3.—5. september næstkomandi Sæktu um styrk til að leita uppi felustaði Stokkhólmsborgar (Gömda miljöer). Nánari upplýsingar á heimasíðu Norræna félagsins www.norden.is og á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, sími 551 0165. Umsóknir þurfa að berast fyrir 19. júlí. FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.