Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 46

Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSTJÓRINN Michael Moore segir ekki loku fyrir það skotið að hann geri mynd um Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að því er fram kemur í frétt BBC. Þetta sagði Moore í kjölfar velgengni heimildarmyndar hans, Fahren- heit 9/11 sem nýlega var tekin til sýningar vestra. Áður hafði verið greint frá því á heimasíðu Moores, að fréttir þess efnis að hann hygð- ist gera mynd um Blair væru rangar. Í útvarpsviðtali við BBC sagði Moore að hann útilokaði ekki að gera mynd um Blair. „Ég útiloka það ekki algerlega, því mér finnst Blair mun meira heillandi per- sónuleiki en Bush,“ sagði Moore. „Blair er ekki fífl, Blair er gáf- aður, hvaða afsökun hefur hann? Hann veit betur,“ bætti Moore við. Spurður um hvort mynd hans um stefnu George Bush Banda- ríkjaforseta í Írak höfðaði ekki mest til þess „kórs“ sem hvort eð er væri andsnúinn Bush, sagði Moore að hann vonaði að svo væri. „Kórinn í Bandaríkjunum hefur legið í dvala – svo ég vona að myndin höfði til hans. Þá vaknar hann og byrjar að syngja á ný,“ sagði Moore. Frumsýnd 6. ágúst á Íslandi „Miðað við þau met sem myndin hefur slegið í miðasölu, myndi ég segja að takmarki hennar sé náð,“ bætti hann við. Hann sagðist jafn- framt vonast til þess að Fahren- heit 9/11 yrði til þess að velta Bush úr sessi í komandi forseta- kosningum í haust. „Ég veit að núna selur myndin mikið af popp- korni, við sjáum svo til hvað gerist í nóvember,“ sagði Moore. Moore sagði á alþjóðlegum blaðamanna- fundi í New York í vikunni að hann vonaði að sýning mynd- arinnar í Japan og Ástralíu myndi leiða til stjórnarbreytinga þar. Verið væri að semja um sýningar á myndinni í löndum á borð við Kína, en menn hefðu áhyggjur af því að kínversk stjórnvöld myndu ritskoða myndina. „Ég vona að Kínverjar sjái þegar þeir horfa á myndina að til eru Bandaríkja- menn, eins og ég, sem láta óánægju sína í ljós,“ sagði Moore. Kannski verður Kínverjum einn góðan veðurdag gert kleift að taka upp myndavélina og gera það sem þá langar til,“ bætti hann við. Fahrenheit 9/11 verður frum- sýnd hér á landi 6. ágúst nk. Fólk | Michael Moore útilokar ekki gerð myndar um Tony Blair Blair er ekki fífl Reuters Michael Moore: „Hmm, ætti ég að gera mynd um Tony Blair?“ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kl. 10.15. B.i. 16.Kl. 6, 8, 10 og 12. Bi 16. Sýnd kl. 1.50 og 3.50. Íslenskt tal www .borgarb io. is  SV Mbl Kl. 5.50 og 8.  SV Mbl Sýnd kl. 3. Sýnd kl. 2, 3, 5, 6, 8, 9 og POWERSÝNING KL. 11 OG 12 Á MIÐNÆTTI.Sýnd kl. 5, 6.30, 8, 9.30, 11 og POWERSÝNING KL. 12.30 EFTIR MIÐNÆTTI kl. 2.30, 5.30, 8.30 og 11.30 Powers ýning kl. 12.3 0 Power-sýningar kl. 11 og 12 ámiðnætti Bæjarlind 4 Kópavogi föstudag SPÚTNIK9. júlí laugardag 10. júlí KARMA LAUGARNAR Í REYKJAVÍK HRISTU AF fiÉR STRESSI‹.16 58 HELGIN 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.