Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GUÐNI Guðmundsson, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látinn, 79 ára að aldri. Hann fæddist 14. febrúar 1925 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Nikólína Hildur Sig- urðardóttir húsmóðir og Guðmundur Helgi Guðnason gullsmiður. Guðni varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944, lauk prófi í forspjalls- vísindum frá Háskóla Íslands 1945 og MA-prófi í ensku og frönsku frá Háskólanum í Edinborg árið 1951. Ennfremur lauk hann námskeiðum við Sorbonne-háskóla í París og prófi í uppeldis- og kennslu- fræði frá Háskóla Íslands. Guðni starfaði sem blaðamaður og stundakennari í gagnfræðaskólum áður en hann hóf störf við Mennta- skólann í Reykjavík árið 1956, fyrst sem stundakennari, síðar skipaður kennari og rektor skólans frá 1970 til 1995. Hann sat í nefnd er samdi fyrstu siðareglur Blaða- mannafélags Íslands og sat í útvarpsráði um árabil. Hann var sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Guðni kvæntist Katr- ínu Ólafsdóttur 1951, en hún fæddist 30. sept- ember árið 1927 á Eski- firði. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Hjalta Sveinssonar, sem lengi var verslun- arstjóri hjá ÁTVR, og Guðrúnar Bjargar Ingvarsdóttur. Katrín lést 27. febrúar 1994. Börn þeirra Guðna og Katrínar eru Guðmundur Helgi, Guðrún, Ólafur Bjarni, Hildur Nikó- lína, Anna Sigríður, Sveinn Guðni og Sigurður Sverrir. Barnabörn þeirra hjóna eru orðin 22 og barnabarna- börnin 5. Andlát GUÐNI GUÐMUNDSSON FJÖLDI farþega Iceland Express varð fyrir óþægindum í gær vegna bilunar í annarri vél félagsins. Hóp- ur fólks beið bæði í Keflavík og á Kaupmannahafnarflugvelli. Að sögn Hilmars Sigurðssonar, eins farþega sem biðu á Kastrup-flugvelli, var þungt hljóð í fólki þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við hann um kvöldmatarleytið í gær. Farþegar sem biðu í Keflavík kom- ust af stað um ellefuleytið í gær- kvöldi, og fljúga átti heim með far- þegana í Kaupmannahöfn snemma morguns í dag, föstudag, samkvæmt upplýsingum Iceland Express í gær- kvöldi. „Vélin átti að fara heim klukkan eitt að dönskum tíma, og hefur verið að seinka um klukkutíma í einu fram eftir degi. Síðan sáum við áhöfnina yfirgefa staðinn, en engin tilkynning hefur enn borist frá félaginu. Hér er fólk með ungbörn, og í dag brast kona í grát yfir aðstæðunum. Svo eru aðrir farþegar sem farið hafa að drekka áfengi, og liggja hér á gang- inum,“ sagði Hilmar. Litlar upplýsingar Hilmar segir ekkert samband hafa verið haft við farþega, og þeir sjálfir hafi þurft að falast eftir upplýsing- um. „Áhöfnin gat engu svarað, en sagði þó að þessi vél færi ekki,“ sagði hann jafnframt Arnþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, seg- ir félagið leggja sig fram um að upp- lýsa fólk þegar bilanir verða. „Það varð bilun í vélinni þegar hún kom til Kaupmannahafnar og hefur tekið lengri tíma að gera við hana en ráð var fyrir gert. Það hefur valdið töfum á flugi til Kaupmannahafnar seinni partinn.“ Segir Arnþór félagið hafa starfsfólk á flugvöllum sínum erlendis, og það leggi sig fram við að aðstoða fólk. „Vegna mjög strangra öryggis- reglna kemur ekkert annað til greina en að senda vél beint í viðgerð. Það er fylgt ýtrustu öryggiskröfum hjá félaginu og aldrei farið í loftið fyrr en vél hefur fengið fullkomna skoðun.“ Hann sagði farþegana fá hótel- gistingu á kostnað félagsins. Flugvél Iceland Express bilaði í Kaupmannahöfn Hópar farþega biðu lengi dags á flugvöllum ORKUVEITA Reykjavíkur hefur gengið frá samkomulagi við sam- starfsaðila sína á Nýja-Sjálandi um að fjölga risa- rækjum á Ís- landi. OR stóð fyrir um ári að innflutningi á risarækjum sem geymdar eru í eldisstöð í Höfn- um í Reykjanes- bæ í umsjá Stofn- fisks hf. Að sögn Bergþórs Þormóðsson- ar, deildarstjóra nýsköpunar- og þróunardeildar OR, er ráðgert að flytja íslensku afkvæmin, um 6–8 þúsund rækjur, austur á Bakka í Ölfusi með haustinu þar sem þær verða geymdar í tjörnum og kann- að hvernig þeim reiðir af. Áhugi á landsbyggðinni Að sögn Bergþórs telja forsvars- menn fyrirtækisins að risarækju- eldi geti orðið arðbær nýjung í at- vinnulífinu og hafa sveitarstjórnar- menn í Öxarfirði og á Reykhólum lýst áhuga á verkefninu. „Markað- ur fyrir ferskar sjávarafurðir er vaxandi og við teljum möguleika á að skapa þessu tækifæri, bæði hér innanlands og eins erlendis, í ná- grannalöndunum, þar sem við gæt- um selt seiði.“/6 Fá fleiri risarækjur til Íslands VERULEG umskipti hafa orðið á ávöxtun lífeyrissjóða, sem hefur batnað um rúmlega 14 prósentustig frá í fyrra. Hrein raunávöxtun miðað við neysluverðsvísitölu var 11,3% ár- ið 2003 en var neikvæð í þrjú ár þar á undan, um 3,0% árið 2002, 1,9% árið 2001 og 0,7% árið 2000. Af fullstarfandi sjóðum var Frjálsi lífeyrissjóðurinn með hæstu hreinu raunávöxtunina, 16,4%, en hann er sá níundi í röðinni yfir stærð sjóð- anna. Lökustu ávöxtuninni skilaði Lífeyrissjóður starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar, eða -3,9%, og var hann eini sjóðurinn sem ekki skilaði jákvæðri raunávöxtun. Lífeyrissjóð- ur starfsmanna Vestmannaeyjabæj- ar er 49. í röðinni yfir stærð lífeyris- sjóðanna. Samkvæmt skýrslu Fjármálaeft- irlitsins nam hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2003 samtals 824,0 milljörðum króna, samanborið við 678,9 milljarða kr. í árslok 2002 og er aukningin 21,4% sem samsvarar 18,2% raunaukningu miðað við vísi- tölu neysluverðs. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2002 nam samtals 273,2 milljörðum króna. Tryggingafræðileg staða lífeyris- sjóða hefur einnig batnað verulega milli ára, en sem dæmi má nefna að í ár var staða 24 samtryggingadeilda neikvæð, en í fyrra var staða 32 deilda neikvæð. Í fyrra voru fjórar deildir með halla yfir 10% en í ár var engin deild með svo mikinn halla.  ! "#$! %& ' ((  ) .%C .- & 2 0 % - )% )0 D;0 D;1 D;2 D;9 D;& D;; D-- D-. D-% D-/ Ávöxtun batnar verulega  Lífeyrissjóðir/14 „VIÐ viljum kjósa,“ kallaði mann- fjöldinn, sem hafði safnast saman fyrir framan Alþingishúsið í hádeg- inu í gær, til að mótmæla nýju fjöl- miðlafrumvarpi og því að engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um lögin sem nú eru í gildi. Þjóð- arhreyfingin skipulagði fundinn og las Ólafur Hannibalsson, einn for- svarsmanna hreyfingarinnar, upp yfirlýsingu þar sem fyrirhugaðri lagasetningu var mótmælt. „Það er ólýðræðislegt, ósiðlegt og hugsanlega ólögmætt að stöðva und- irbúningsferli til þjóðaratkvæða- greiðslu, er hófst með ákvörðun for- seta Íslands um að synja fjölmiðla- frumvarpinu staðfestingar sam- kvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar,“ sagði Ólafur. Bæði væri órökrétt og ólýðræðislegt að samtvinna nýtt fjölmiðlafrumvarp við lögin sem nú eru í gildi. „Hin rétta aðferð hefði verið að afnema fyrst lögin og taka síðan til við alvöruvinnu að nýju frumvarpi.“ Ólafur sagði það í senn ósmekk- legt og ólýðræðislegt gagnvart þjóð- inni og forseta Íslands að bjóða upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp, sem væri nauðalíkt hinu fyrra og engu lík- legra til að samrýmast stjórnar- skránni. Eftir lesturinn sagðist hann líta svo á að yfirlýsingin væri sam- þykkt einróma. Að þessu loknu var fólk hvatt til þess að fara að stjórnarráðinu í Lækjargötu þar sem yfirlýsing fundarins var afhent. Tilkynnt var að hvorki Davíð Oddsson forsætis- ráðherra né Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefðu getað tekið við skjalinu vegna annarra verka. Fór svo að vaktmaður lögreglunnar í ráðuneytinu tók á móti skjalinu og sagðist koma því í hendur ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík er talið að um þúsund manns hafi tekið þátt í mót- mælafundinum. Fundarboðendur telja að um eða yfir tvö þúsund manns hafi verið á honum. Kvartaði lögreglan yfir að ekki hefði verið gerð fyrirfram grein fyrir því að ætlunin hefði verið að ganga að stjórnarráðinu. Öll umferð um Lækjargötu stöðvaðist vegna mann- fjöldans sem stóð á götunni. Fór allt friðsamlega fram. Eftir að hafa afhent yfirlýsinguna sagðist Ólafur vona að Alþingi félli frá því að samþykkja nýtt frumvarp. Morgunblaðið/Þorkell Eftir fund við Alþingishúsið gengu fundarmenn að Stjórnarráðinu og afhentu yfirlýsingu fundarins. „Við viljum kjósa“ Nýju fjölmiðla- frumvarpi var mótmælt við Alþingi í gær  Bæði frumvörpin/10 SAMKOMULAG hefur náðst um löggæslukostnað við Landsmót UMFÍ sem hófst á Sauðárkróki í gær. Deilur voru um hvort mótshald- ari eða ríkið skyldu greiða kostnað vegna aukinnar löggæslu. Ríkarður Másson, sýslumaður á Sauðárkróki, vildi ekki láta uppi í hverju lausn deilunnar er fólgin en sagðist halda að allir yrðu ánægðir og að gengið yrði frá málunum eftir helgi. Samið um lög- gæslukostnað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.