Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 11
ar. Svo stóð á, að þegar ég hafði nýlega tekið sæti á Ailþingi 1950 fór ég í heimsókn til góðkunningja imíns Ólafs Magnússonar skólastj. á Klébergi á Kjalarnesi. Þegar ég bom þar kvaðst hann hafa fyrir- mæli um það frá Ólafi hreppstjóra að ég rnætti ekki fara aftur án þess að koma að Brautarholti. Fór- um við nú þangað og var mér Ijúfmannlega og höfðinglega tek- ið og ræddum við Ólafur margt um kvöldið. Þá stóð svo á, að í þingkosningunum það ár höfðu orðið mikil átök á milli Fram- sóknarflokksins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar sem Ólafur fylgdi jafnan fast að málum. Urðu langar og harðar deil ur milli þessara flokka þegar þing ið kom saman. Meðal annars bar þetta allt mjög á góma milli okk- ar Ólafs Bjarnasonar og vorum við auðvitað mjög á öndverðum meiði. Ólafur ræddi um þetta allt af stillingu og hógværð, en nokkr- um þunga. Hélt hvor okkar sín- um hlut, enda ekki til annars ætl- azt. Fann ég strax að Ólafur var hreinn í lund og drengilegur maður og ég fékk strax góðan þokka á þess um virðulega bænda- og sveitahöfð ingja, sem sýndi mér ókunnugum pólitískum andstæðingi þann höfð ingsskap og kurteisi að bjóða mér heim til sín. Nokkrum árum seinna fór það svo, að við urðum sam- starfsmenn við málefni Mjólk- ursamsölunnar og áttum samleið um hennar málefni í einu " öllu. Á ég um það samstarf góðar minningar, sem og öll önnur kynni við Ólaf hvort sem skoðanir fóru saman eða ekki. Það yrði of langt mál að rekja hér afskipti og störf Ólafs að mjólkurmálum og þátt hans í þeirri farsælu lausn, sem þau mál hlutu að lokum eftir lang ar og harðar deilur enda er ég ekki svo kunnugur þeirri sögu að ég sé fær um að segja hana. Það get ég þó fullyrt að Ólafur lagði á það mikinn hug, að friður og samstarf tækist með bændum. austan og vest- an við Reykjanesfjallgarðinn. Sá hann réttilega í því farsælustu lausnina enda var hann félags- hyggjumaður og friðsamur þótt hann gæti haldið fast á málum. Ólafur Bjarnason var hár vexti, fríður og fyrirmannlegur, svip- hreinn og bjartur á brá. Hann var glaður við hóf í hópi vina og sam- starfsmanna og háttvísi í blóð bor- in. Skapríkur uokkuð, en feunni vel ÍSLENDINGAÞÆTTIR með að fara. Hann bar i brjósti mikinn metnað fyrir hönd bænda- ábéttarinnar og vildi hennar gengi sem mest. Ólafur naut mikillar hylli og trúnaðar sveitunga og samtíðar- manna og hann brást ekki því trausti, sem honum var veitt. Gæfumaður mikill var hann í einka lífi og átti farsæla sambúð við konu sína Ástu Ólafsdóttur pró- fasts í Hjarðarholti Ólafssonar, en hún gerði með honum garðinn frægan í Brautarholti í hálfan fimmta áratug, og lifir þar mann sinn. Eru börn þeirra fjögur á lífi ein dóttir og þrír synir, en einn son misstu þau, er hann var um tvítugt. Ég vil nú þegar leiðir skiljast . minnast Ólafs Bjarnasonar með þakklæti og tel mig mega gera það einnig af hálfu þeirra fjöl- mörgu bænda, sem notið hafa góðar starfa hans á vettvangi hins mikla fyrirtækis, Mjólkursamsöl unnar, er hann átti sinn hlut í að x’ ædd 18. ágúst 1879. Dáin 27. júlí 1937. * Um aldamót síðustu Álftaver lá sem indælis „vin“ millum sanda. Því fjarlægðin veldur að fjöllin svo blá í fegurstu hillingum standa. Þar störfuðu bændur, og starfa þar enn. Þar starfa í einingu konur og menn. Hún Sigrún í Hraungerði saumaði flík, þótt sár væiri höndin og lúin, hún annaðist börnin af rósemi rík í raun var það greindin og trúin, sem gaf henni rósemi, gaf henni þrótt, sem gaf henni styrk marga and- vökunótt. Hún barðist sem hetja þó bylur og fönn í bæjardyr skaflinum þrýsti, frá verkunum þungu hún vék ekkispönn, þótt vorhretin gróðurinn nísti. móta og tók þátt í að stjórna um meira en aldarfjórðungsskeið. Við stjórnarmenn og forátjóri samsöl- unnar, sem sátum svo marga fundi með Ólafi söknuðum hans á síð- asta ári þegar harnn að eigin ósk dróg sig í hlé. Söknuðum hins hlýja, glaða og ráðholla manns. Nú þegar hann er genginn til feðra sinna er þakklæti efst í huga. Spor Ólafs eru skvr og hrein. Hann var drengur góður. Ólafur var jarðsunginn að Braut arholti að viðstöddu fjölmenni laugardaginn 21. febrúar í mjög fögru veðri. Svo var kyrrt þenn- an dag undir Esjunni, að ekki blakti hár á höfði. Sjórinn blikaði spegilsléttur og sólim skein frá heiðum himni á mjallarfeldinn sem lá eins og límblæja yfir land- inu. Slík var kveðia náttúrunnar til hins friðsama höfðingja. Konu hans og börnum eru hér með færðar samúðarkveðjur. Ágúst Þorvaldsson. Með kostgæfni batt hún um barn- anna sár, ef bólgan var þráláf en fóturinn smár. En oft báru dagarnir unað og •tign, er ísland á gullklæðum stendur. Þá gekk hún frá beði á gróðurinn skygn, Það gaf henni sólibrúnar hendur. Með Halldóri bar hún þá heyið í garð, og hamingja beggja þeim sigurinn varð. í lágreista bænum var lífið svo glatt, við lestur á sögum og kvæðum, þar ein var að spinna og önnur sem vatt, því unglingar níðast á klæðum. Guð blessi þá móður, er bar hér að garði, hún bjó hér með sóma og hópinn simn varði. Einar J. Eyjólfsson. 11 SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR Hraungerði, Alftaveri

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.