Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Page 14

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Page 14
MINNINC SYSTURNAR FRÁ SUNNUDAL Helgu, sem vinnur á borgarskrif- stofunum. G-uðrún bjó manni sín- um vistlegt og hlýlegt heimiii, sem bar henni gott vitni. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja. Tómas var hrókur alls fagnaðar í veizlum, söngmaður góður, músik alskur, ræðinn vel og spaugsamur i hófi, hann var góðum gáfum gæddur, bókhneigður og las marg góðra bóka og hafði því frá mörgu að segja. Tómas unni heimabyggð sinni af alhug, enda var hann vin- margur þar nyrðra og mun hans verða sárt saknað af sveitungun- um. Nú er þessi góði drengur allur, en spá mín er sú, að björt verði minningin um hann í hugum vina og vandamanna er gerst hann þekktu, því ekki mun ég einn um að gefa honum þann vitnisburð. — Að hann lifði svo að iastað gat hann enginn. Kæri vinur og mágur. Þegar ég kem til að standa á bakkanum við grafarbeð þinn og h'kami þinn er lagður í dökkan og kald- an faðm fósturjarðarinnar, þá vil ég frúa því, að dauðinn sé draum- ur en lífið sannleikur, og því muni leið þin liggja upp i daginn mikla til Guðs sem er lífsins kjarni. Bæn ir okkar allra fylgja þér á þeirri leið. í hljóðri bæn biðjum við hjón in Guð að styrkja og blessa ekkju hins látna, Helgu dóttur hans og litla dóttursoninn, sem var auga- steinn hans. Þeim mun öllum vérða það huggun harmi gegn að ylja sér við bjarta og flekktausa minningu um ástvininn látna — Farðu í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jakob Jónasson. f Kveðja frá ástvinum. Það er sem tími og eilír’ð stundi kyr þau augnablik, er sorgin knýr á dyr Svo þungbær hjarta verðui váleg fregn, sem vopni bitru lagt sé það < gegn. Þú kæri vinur, kvaddur ert um sinn, þig kveður fjölskyldan og nafnl þinn. Brynja og Guðrún Hjarðar Ver- mundsdætur. Brynja Vermundsdóttlr fædd 1. janúar 1948. Dáin 1. jan. 1970. Guðrún Hjarðar Vermundsdóttir, fædd 18. ágúst 1946. Dáin 1. jan. 1970. — Hve skyndilega dökkva dró um dalinn heima. — Það þykir sjaldnast skipta umtals verðum sköpum í lífi þjóðarinnar, hvernig farið er högum og háttum afdalabónda. Við kæran bróður kveðjum hér á jörð. sú kveðja er sár, én full af þakkargjörð. Ef að sorg í vinar brjósti bjó þá birtu veitti hlýja þín og ró, Þú varst svo traustur, hlýr og hreinn í lund, hjá þér margir áttu gleði stund. Þín trú var sönn og hrein, í hjarta bjó, til hennar sóttir styrk og þrek og ró. Á góðri stund, við gullið söngva mál, þú gleði bikar réttir þyrstri sál. Á kveðjustundu falla tár á fold, nú færð þú hvíld, í þeirri kæru rnold, er söngst þú lof, um liðið ævi slceið, lága beðinn yermi sólin heið. ^ x—10. t Kveðja frá vini. Ég kveð þig kæri Tómas og sveit þín kveður þig, ástvinir og allir sem dáðu og virtu þig. Mynd þín skal mér Ijóma um allan ævistig. Jakob Th. Jónsson frá Gjögri. Oft virðist svo sem hinn hraði straumur nútímans verði þess tæp- ast var, að til hans nái ein líftaug þeirrar heildar, sem kölluð er þjóð- félag. Ég man þá tíð, að í einum slík- um dal, sem nú liggur utan alfara- leiðar, stóð býlið fyrr um þjóðbraut þvera. Heiðin var þá fjölfarin milli byggða og hjá hjónunum í dalnum var mörgum göngulúnum greiði og gisting veitt. Þurfti enginn að kvíða, sem þangað náði heill hátta- tíma. Nú er heiðin fáfarin ferðamönn- um, en byggðin í dalnum stendur enm. Sunnudalur í Bjarnarfirði ligg- ur norður undir Trékyllisheiði og fremst nær dalsmynninu stendur bærinn. Þar hafa búið um aldar- fjórðungsskeið hjónin Vermundur Jónsson og Sigrún Hjartardótrir. Áður hafði Vermundut búið þar lengi með móður sinni eða fóstru. Þótt langt sé liðið síðan leið mín lá um þessar slóðir, eru mér minn isstæðar og kærar margar stundir, sem ég á yngri árum átti með þess- um hressilega dökkbrýnda mannl, og margan hef ég af honum þegið næturgreiða. Sögurnar um tilvist og búskap- arhætti hjónanna í Sunnudal hafa ekki borizt með brúnum fjalla. Þar hefur þó gerzt lífssaga, sem ekki mundi talin meðal manna æviraun, væri hún á útsíður skráð. Sunnudalur ber ekki yfirbragð þeirra stórbýla, sem setja svip á breiðar byggðir. En þar mun þó vera með nokkurri fyrirhyggju flest unnið, enda ekki um fárra þarfir að fjalla, þar sem þau hjón hafa eignazt tólf börn. Sem að líkum lætur var þess skammf að bíðá eftir að börnin urðu sjálffær, að heima var ekki verksvið nóg til að fullnægja þeirra athafnaþrá. Fyrirheitna landið hlaut að liggja utan þess þrönga hrings, sem þaðan mátti sjá, í bjarma þess sólriss, er ljómaði yfir fjöllunum í suðurátt. Þaðan 14 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.