Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 13
Þrjú börnin höíðu tekið illkynjaða umferðarveiki og þegar kom norð- Ur á Bjarnarfjörðinn blés í móti talsverður sveljandi. Mér mun seint gieymast sú dæmafáa nærgætni, sem Tómas sýndi við þetta tæki- færi. Hvernig hann vakti yfir því að geta á sem beztan hátt sinnt þörfum smáfólksins, sem í ferðinni var. Þá var ekki siglt beint í bár- Una svo sem byrðingurinn þoldi. Öllum var heilum í höfn skilað og enginn hlaut kröm af. Síðast ber svo fundum okkar Tómasar saman hér í Reykjavík. hefur hann gert leigubifreiða- akstur að atvmnu sinni. Hárið hef- ur gránað og árunum fjölgað en hér er þó sami hógværí heiðurs maðurinn á ferð og ég forðum mætti á Djúpavík. Ef til vill var einhver strengur brostinn, því sá sem yfirgefur æskustöðvarnar, full orðinn, lífsreyndur maður, dregur þaðan ekki allar rætur óslitnar, sízt til að gróðursetja i nýrri jörð. En þótt mér fyndist stundum sem nokkurs trega gætti hjá hon- um, er hann minntist átthaganna, fann ég þó ennþá betur, að siðan við vorum saman heima hafði hann spunnið nýjan gæfuþráð. Hana var Uú hamingjusamur heimilisfað- ir, kvæntur ágætri konu, Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Þau eignuðust saman eina dóttur, sem ber hans kæra móðurnafn — Helga — og Óóttursonurinn — l'ómas ungi. Og enn liðu árin, fundum okkar Tóm- ssar bar oft saman, nú síðast fyrir tæpum mánuði. Og svo, þaö síð- asta sem maður heyrir um hvern einn — helfregn. Tómas minn, við hjónin þökk- n*m þér allt gott frá fyrstu kynn- tii síðustu funda. Þú kveður hfið eins og þú hefur iifað því. — ^rengskaparmaður, karlmaður í Sjén og raun. — Aldrei tvílráður ®é óheill. — Við burtför slíkra ^hanna er ekki harmur að kveðinn, heldur söknuður og þökk — Enn- Þó er það svo — eða kannski frem- Ur nú en fyrr, að meðal þeirra, ®em hæst ber í veraldarvafstrinu, finnur maður pkki ætíff helzt — Þó stóru. Þið, sem mest hafið °iisst og sárast saknið hins látna Jtiannkostamanns — konan, dótt- trin og litli drengurinn afabarnið. próðir hans, systir og ástvinir aðr- lir- Ykkur skilur hann eítir þann dýrasta arf, sern nokkrum getur hlotnazf — hreinan skjöld. — Þorsteinn frá Kaldrananesi. ÍSLENDINGAÞÆTTIR t Kveðja frá Halldóri Jónssyni og fjölskyldu. Kæri frændi. Þakka vil ég þér þakka alla tryggð er sýndir mér, fjölskyidunnar heit er þökk til þín, um þig, í hjarta minning fögur skín. Öllum þeim er sáran syrgja nú send þú drottinn styrk í von og trú Láttu trúar ljósið bjarta þeim lýsa hverja stund í sorgar heim. Sefa tregans sorg og þerra brá, sendu yl er verma hugann má. Kærleiksríki guð, ó gefðu þinn geisla-ríkan kraft í hjörtun inn. Mót sól, á vængjum svífur andi þinn 1 sigurhæðir, bezti vinur minn. Þar englar bjartir beri þig um geim með blessun drottins inn í friðar heim. Halldór Jónsson frá Asparvík. t Ertu dáinn kæri vinur og mágur. Það er mér ofraun að trúa því 'að þú sért dáinn, horfinn sjónum mín- um og að ég fái ekki að sjá þig framar. Hraustur og glaður kvadd- ir þú heimili þitt að vanda á leið til starfs þíns, stundu síðar barst helfregnin. Hann Tómas er dáinrt. Hann varð bráðkvaddur. Tilfinn- ingarnar bera skynsemina ofurliði. Hugurinn myrkvast eins og þegar kolsvart ský dregur fyrir sólu um bjartan dag og myrkrið steypir sér yfir mann á all-a vegu. Hvað má þá verða til að lýsa vinum og ást- vinum hins látna út úr því heljar myrkri. Vonin á orðum Krists. — Ég lifi og þér munuð lifa. Þeim sem þessum orðum trúa mun styrkur veitast og verða lýst út úr myrkr- inu. Trúa því og treysta — að þþtt jíkaminn sé liðinn nár liíir sálin eftir. Témas Þ. Jénsson fæddist á Reykjanesi i Árneshreppi, sonur hinna merku hjóna Jóns Jörunds- sonar og Helgu Tómasdóttur. Þau hjón voru bæði komin af merkum vestfirzkum ættum, gáfuðu og vel menntuðu fólki þar um sveitir. Tómas var því grein af sterkum stofni, enda var hann stórbrotinn persónuleiki og bar það með sér að hann var af góðu bergi brut- inn. Hann ólst upp við næg efni í foreldrahúsum allt til fullorðins- ára ásamt þrem systkinum sínum. Jóni, sem bjó allan sinn aldur á Reykjanesi unz hann lézt fyrir nokkrum árum, Þorsteini Jafet, sem er þekktur hér í borg, kvænt- ur Elínu Jónatansdóttur, og Mariu Guðbjörgu, sem er gift þeim, er þessar Unur skrifar. Reykjanes- heimilið var fastmótað menningar- heimili á þeirra tíma vísu, þar sem fornar dyggðir voru í heiðri hafð- ar. Umhverfi Reykjaness er stór- brotið. Tignarleg fjöll teygja toppa sína hátt í himinblámann og lyfta hugum manna yfir flatneskjurra. Húnaflói er ýmist lognbjartur og ægifagur eða hann færist i trölla ham þegar risavaxnar öldurnar æða hvítfextar að landi og svarra við klettótta ströndina Þetta svip- mikla umhverfi mun hafa að nokkru mótað skapgerð og kjark Tómasar, enda var hann kjarkmik ið karlmenni. Snemma mun hafið hafa heiílaff hug Tómasar, enda ekki gamaii er hann ýtti fleyi á flot og kom þá fljótt í ljós að hann var sjómaður fram í fingurgóma. Hann lærði ung ur til sjómennsku hjá Eiriki frænda sínum á ísafirði, sem kenndi skipstjórnarmönnum. Síðustu sumrin er Tómas dvaldi í heimabyggð sinni var hann með lystibátinn Nonna frá Djúpuvík, er Djúpavík var í blóma sínum, fór hann þá marga svaðilförina milli Djúpuvíkur og Hólmavíkur án þess að stejda skipi sínu á sker eða grynningum. Eru þó víða viðsjár- verðir álar við strendur Húnaflóa er farið er um þá í myrkri eða varta þoku. Grunur minn er sá, að stundum hafi Tómas glatt sig við reiðan sjó, en í bTjðsti þessa karl- mennis bærðist blitt og heitt hjarta, sem fann til með öllum þeim sem minnimátt- ar voru og áttu bágt. Traust var sú hönd sem irétt var fram til hjálpar og enginn var einn sem átti hann að vini. Árið 1947 fluttist Témas til Reykjavíkur og átti þar heima síð- an. 1948 gekk hann að eiga eftir- lifandi konu sína Guðrúnu Guð- laugsdóttur hina ágætustu kouu. v-Eignuðust þau hjónin eina dóttur 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.