Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Side 16

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Side 16
TRYGGVI SAMÚELSSON Fæddur 6. september 1889 Dáinn 26. október 1996 „ . . . hver er sá — er stynur hér á heð?“ Kona um fertugt, 9 barna móð- ír. Hún finnur að orkan er að þverra, lífsmagnið að fjara út, hún er dæmd úr leik, fær ekki að vinna það starf, sem konan þráir mest, móðurstarfið. Eiginmaðurinn og börnin eru stödd við dánarbeðið, minnast þess sem iiðið er og stara út í þann geim, sem ekkert mann- legt auga hefur séð. Fyrir s.l. aldamót var fárra kosta völ, barnmargri fjölskyldu, er annað hjónanna féll í valinn. Sveitin, sem öllum var erfið ganga og frændur og vinir, það varð hlutskipti þeirrar fjölskyldu er hér um ræðir, hjónanna Þuríðar Orms- dóttur og manns hennar Samúeis Guðmundssonar, með barnahóp- inn. Eitt af þeim systkinum var Tryggvi, sem hér verður minnzt. Guðmundur Tryggvi fæddist 6. september 1889 að Brekku í Gils- firði. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Ormsdóttir og rnaður hennar, Samúel Guðmundsson, þau voru þremenningar að frændsemi, kvistir á hinum kynsæla meiði Ormsæítarinnar úr Langey á Breiðafirði. Er Tryggvi var 9 ára fór hann að heiman, sem smali. Þótt það starf væri almennt og ætlað ungl- ingum, varð það mörgum ofraun. Minnist hann margra dimmra daga í hjásetunni á Steinadal, fjaiVi föður og systkinum, er voru í Miðdalsgröf. Á bernskuárum kom í ljós hag- leikur handa hans og hugkvæmni í mótun og myndum. Þótt verk færi væru fá og fönj fátækleg, , myndaði hann og mótaði margs konar dýr og hluti úr viði, hom- um og beinum. Um tvítugt fór : hann t il skósmíðanáms, þá var ekki um margs konar iðngrein- ai að velja. En hann lagð' litla rækt við þá iðngrein, er önnur i 16 tækifæri buðust. Nýr tími var að koma með ný verkefni. Vélatíma- bilið var að hefjast. Hreyflar í báta bifreiðar og rafmagn. Hin magnaða orka, sem hreif huga hans. Hann mun hafa verið fyrstur manna að koma með bíl til ísafjarðar. Árið 1918 um ‘haustið fór hann ásamt Skeggja bróðUr sfnum til ísafjarðar og vahn 'á járnsmíða- verkstæði Þorbjarnár Ólafssonar. Þá kómst hann í kynnj við Guð- mufith frá Mosdal, þann kunna hándllstamann. í tómstundum var hánn nemandi hans og síðar að- stoð'armaður, því Guðmundur gaf mönnum kost á að læra teikning- ar, tréskurð og fleira og var þar fjölmennt. Marga fallega hluti átti Tryggvi er votta um hagleik hans og nám. Á þéiih árum er Tryggvi var á ísáfi'rði tök hann mikinn þátt málum verkalýðsfélaganna Kom þar til skapgerð hans og kynni hans í uppvexti af fátæktinni og stéttamun, sem hvort tveggja var fjötur um fót til sjálfræðis í at- höfinum og frjálsri hugsun. Á þeim forsendum áleit hann sig leggja réttlætismálum lið, enda ótrauður og harður i baráttunni í viðskiptum verkalýðsins og at- vinnurekenda. Þar kynntist hann og framámönnum vinstristefinunn- ar, Vilmundi lækni. Finni Jóns- syni o.fl. Á þessu tímabili ævi Tryggva kynntist ég honum. Skoðanir okk- ar féilu hvor sinn farveg, oft bar á milli, en er öldurnar iægði, skild- um við hvor annan. f þeim ieik kynntumst við bezt. Hann vildi það sanna og það sem var rétt. En Jeiðin að lausn bess lögmáls er vandrötuð og engum mmnleg- um sjáanda augljós. Frá 1927 til þess er hann flutt- ist til Reykjavíkur dvaldist hann £ Broddanesi, Hólmaví'k og ísafirði. Til Reykjavíkur fluttist hann um 1940. Vánn hann þar einkum við húsasmíðar, á Reykjalumdi og við býggingu Þjóðminjasafnsins. Er það var opnað til afnota varð hann þar húsvörður. Naut hans þar vel, heimilið stórt og þurftj margt að laga. Kom sér þar vel hans glögga au@a og haga hönd. Þar mun hann hafa unnið þarft og mikið verk, sem Jengi mun minnzt. Er hann hætti að vinna hjá Þjóð minjasafninu starfaði hann hjá INáttúruverndarfélaginu við myndatökur og framköllun mynda. Á síðari árum vann hann mikið að myndatöku, var honum það mjög hugþeklct starf. Hann ferðaðist um alla Stranda- sýslu o-g tók þar fjölda mynda. Gaf hann út bók með myndum af öllum bæjum í sýslunni. Auk þess mun vera margt af myndum úr Strandasýslu í myndasafni hans. Tryggvi kvæntist Stefaníu Grímsdóttur á Húsavík, en þau skildu eftir skam-ma sambúð. Síðari kona hains var Sigríður Jónsdóttir, bónda Þórðarsonar og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur, Broddanesi. Bjó hún þeim fallegt heimili, þar sem saman fór híbýla- prýði og rausn. Þar var gott að kom-a og dvelja. Aðlaðandi viðmót húsráðendanna í vinalegum húsa- Framhald á bls. 23. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.