Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 15
bárust lífca fréttir fullar af fyrir- heitum. Þótt fáir kunmi sfcil á dalbúans búsifjum, er vel fyrir iþví séð, ac5 hann verði ekki ósnortinn af lífs- leiknum sem fjarri liggur. Tvær systur gera sinn heiman- búnað. Kveðja pabba, mömmu og litlu systkinin og ganga fagnandi móti lífinu með hugann fullan af björtum vonum. Víst verður tómlegt í bænum fyrst eftir að þær eru farnar, þó að mörg glöð ungmenni séu þar enn á palli. En vonin um að þær stígi gæfu- spor er foreldrunum ríkust í huga. — Rósir sem áður prýddu heiðar- dalinn — vonandi festa þær rætur í frjóum reit. — Höfuðborgin verður fyrirheitna landið. Skuggi langnættis liggur þung- ur og dökkur yfir útnorðursins börnum. Ennþá er dalurinn utan þeirra orkutauga, sem lýsa það dimma húm. Birtan frá helgisögn jólanna og sólarvom úr suðurgöngu er þar sem fyrr um aldir, íólks- ins ljómi yfir sfcuggaskýjum. Frá dætrunum ungu berast fregnir og kveðjur með jólapóst- inum. Þær eiga sína gleði. í ríki borgarinnar, þar sem skammdegi útskagabúans er líkast fjarlægri þjóðsögn. Það léttir yfir brúnum dalsins. Vetrarsólhvörf eru að baki og lang- degið fer í hönd. — En með þeim bjarma kemur svo þessi sára, nístamdi fregn. — Við fyrstu dagrenning hins nýja árs eru bóðar dalarósirnar fölnuð blóm. í glöðum hópi vina og félaga höfðu þær msétt þessum tíma- skiptum. Hver skilur þau rök, sem skrá dularrún slíkra atburða á tímans tjald? — Hvers vegna blómin þín, blessaði dalur? — Þar er dapurt yfir byggð. Þó er huggun harmi gegn. — Tvö lítil börn — drengur og telpa, sem önn— ur systirin, Guðrún, er móðir að, hafa fengið athvarf þar heima. Með mjúkum höndum og geisl- andi brosi blárra augna, mun þeim takast að strjúka harmatárin af hvörmum afa og ömmu. „Því blik í barnsins auga er bros þitt, faðir vor. Þess bæn er sérhver bending, þess bæn er sérhvert spor“. Þorsteinn frá Kaldrananesi. f Við æskudrauma í dalsins kyrrð og ró, var dásamlegt, er blærinn ljúfi hló og útsýn fögur yfir Bjarnarfjörð, allt var dýrðlegt bæði á himni og jörð. Þar ljúfar systur tengdu sál við sál, er saman læriðu heilagt hænarmál við móðurkné, hin myrku vetrar kvöld, er mjöll og stormur höfðu í dalnum völd. Og æskan leið við leik o.g hagnýt störf, að leysa foreldi-anna vanda og þörf. f brjóstum ungum ljúfsár leyndist þrá, að litast um og heiminn betur sjá. Er dalarósir kveðja kæra sveit, er kveðjan ávallt tregafull og heit um grund og engi glitra daggar tár góðra vina skilnaður er sár. Þó dvelduð fjarri hýrri heima byggð til hennar báruð sanna ást og tryggð. í dalinn iagra, dags frá önn og seim á drauma vængjum svifuð glaðar heim. Á æsku vori féllu blóm á fold, þau falin eru í dökkri jarðar mold. En sálir þeirra um alvalds undra geim á engil vængjum svífa í dalinn hedm. Þar vaxa ennþá hlessuð lítil blóm við brjóst er þjást af sorgarinnar óm. Ó, mikli guð, lát afa og öramu börn mót öllum sorgum reynast skjól o>g vörn. Svo bið ég guð að geyma alla þá er gráta horfna vini, í sárri þrá. Ó ljúfi drottinn lækna harma sár með líkn og blessun þerra sorgar tár. Jóhannes frá Asparvík. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15 M

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.