Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 24
AFMÆLISKVEÐJA TIL
Benedikts Tómassonar,
SKÓLAYFIRLÆKNIS
„Mamma", spyr barn móður
sina. „hvaða maður er þessi þarna
með trefilinn um hálsinn í góða
veðrinu?“
„Veit það ekki, elskan,“ er svar-
ið. Allflestir hér í borg myndu
hafa svarað eins, því að manni
þessum hefur að mestu tekizt að
forða sér úr öllu sviðsljósi. Hann
kæ'ir sig ekkert um, að allir viti,
að hann er til, en hann heitir Bene-
dikí Tómasson, og mér þykir
hlýða að bregða á hann ofurlítilli
glaetu, þar sem hann varð sextug-
ur € desember s.l.
Benedikt er Eyfirðingur og rek-
ua ættir sínar ekki til stórhöfð-
ingja. Hann tók prýðilegt stúdent.s-
próf, ágætt læknapróf, stundaði
læknisstörf um hríð við ágætan
orðstír en kúventi snögglega og
gerðist merkur skólastjóri víð
Flensborgarskólann í Hafnarfirði
og var þar allmörg ár, en sneri
svc til baka snögglega og gerðist
skólayfirlæknir og önnur hönd
lanðiæknis. Þar ber ekki mikið á
honum, og það kann hinn olédrægi
maðUT vel að meta, en störf sín
þar hlýtur hann að vinna af kost-
'gæfni þeirra og samvizkusami, sem
honum er í blóð borin. Hann hefur
ekki vanizt að kasta höndum til
neins, og vanhugsuð verk hans eru
áreiðanlega fá.
Hefði Benedikt verið einn af
höfðingjum árið þúsund, hefði
hann áreiðanlega verið heiðinn, því
að ofraun hefði það orðið nokkr-
um Þangbrandi að snúa honum á
skammri stund frá trú feðranna.
En ekki er þó ólíklegt, að Bene-
dikt hefði verið falið hlutverk Þor-
geirs og lbgið undir feldi og hon-
um hefði ekki tekizt verr sætta-
gjörðin.
Ef Benedikt hefði verið uppi á
13. öld, ættum við kannski einni
snilldarsögunni fleira, því að hann
er manna bezt ritfær og er lista-
maður, þótt ekfci flíki hann því,
og skavahka þá, sem blessunar-
lega oft fylgja listagáfum, hefur
hann farið á mis við. En hvergi
væri þó sagt 1 Sturlungu, að hann
hefði klofið nokkurn í herðar uið-
ur, og heimakær hefði hann verið,
þegar aðrir söfnuðu liði til her-
ferða.
Ég hef ekki þekkt Benedikt
Tómasson nema fjóra tugi ára, en
þó get ég í lokin gefið á honum
þessa fáorðu lýsingu til viðbótar
og áréttingar þvi, sem áður segir:
Hann er maður stórgáfaður,
ágætlega að sér í skáldskap og fag-
uríræði — menntum öllum, enda
hagorður sjálfur og leikur vel á
hljóðfæri. Hann eltir enga tízku,
fer sínu fram, er berorður og seg-
ir það sem honum sýnist, við
hvern sem er. Hann hefur aldrei
látið draga sig í dilk né setja
á sig eyrnamark þessa eða hins.
Hann er einna mesti sjálfstæðis-
maðurinn, sem ég þekki, en það
orð skrifist ekki með upphafs-
staf. Hann er sérvitur, en þá eink-
unn fá víst flestir þeir, sem aldrei
æpa með múgnum en fara eigin
götur. Ég hygg, að tveir menn hafi
haft á hann mest áhrif á lífsleið-
inni, Sigurður skólameistari og
Vilmundur Jónsson. Þar er ekki
leiðum að líkjast, og þótt Benedikt
sé ef til vill hvorugum líkur, mun
hann hafa auðgazt af báðum, og
því er gott að eiga við hann sálu-
félág.
Ég þakka þér tryggð og vináttu,
Benedikt. Lifðu lengi heill heilsu.
Örn Snorrason.