Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 22
85 ARA:
INGIRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR
* *•
FRA ASI
Ingiríður Eiríksdóttir frá Ási
átti 85 ára afmæli 14. des. s.l. Hún
er dótlir hjónanna Ingveldar Ei-
ríkssonar frá Haukholtum og Ei-
ríks Eyjólfssonar bónda á Minni
Völlum. Inga var yngst 14 syst-
fcina. Um svipað leyti og Inga
fæddist, andaðist faðir hennar.
Móðir hennar hélt þó áfram bú-
skap með börnum sínum um all-
mörg ár, og fékk því Inga tæki-
íæri til að lifa bernsku sína í stór-
um systkinahópi.
Frá Minni Völlum fer Inga fyrst
til Reykjavíkur og síðan til systur
sinnar á Þjórsártúni. Þar kynntist
hún verðandi eiginmanni sínum,
Guðjóni Jónssyni og g'ftu þau sig
árið 1911. Guðjón hafði þá búið
í Ási síðan 1909 og þangað fluttist
Inga strax eftir giftingu.
Þau • hjónin eignuðust 5 börn,
þau eru Hermann fulltrúi, kvænt-
ur Laufeyju Helgadóttur, Eiríkur,
ógiftur, býr í Ási, Guðrún Hlíf,
ógift, ráðskona hjá bróður sínum
í Ási, Ingveldur, giff Magnúsi Jóns
syni, bílstjóra og Jón Haukur, tré-
smiður, kvæntur Dagmar Helga-
dóttur.
stæðastur fyrir, en það var hans
fágaða og prúða framkoma. Hvar
sem aður mætti honum, var
hann stilltur, prúður og oftast hýr-
legur, hann var einstaklega orðvar
maður, Iagði ekki í vana sinn að
dæma aðra. Þau vöktu á sér at-
hygli, þessi hjón fyrir prúð-
mennsku. Þannig geymast þau oss
1 minni um ókomna framtíð.
Þetta áttu aldrei að verða ann-
að en fáein þakkar- og kveðjuorð
frá okkur, en vel hefði þó verið
viðeigandi að meira væri sagt um
þennan mæta mann, það gera von-
andi aðrir mér færari. Ég þakka
Eyjólfi að lokum velviljann og vin-
arhuginn, góða viðkynningu og
samfýlgd, og bið honum allrar
blessunar. Ég sendi öllum aðstand-
endum samúðarkveðju.
Valgarður Lyngdal.
Ásheimilið varð brátt eins og 1
þjóðbraut. Þax var þinghús Ása-
hrepps (nú Ásahreppur og Djúpár-
hreppur), einn með mannfleiri
hreppum landsins og Guðjóon var
oddvitinn. Leiðir allra hrepps-
búa lágu að Ási og alltaf var sið-
ur að gefa hverjum manni, sem
að garði bar, veitingar. Óðum hlóð
ust meiri og meiri störf á Guðjón,
bæði í félagsmálum og hagsmuna-
málum fyrir hreppsbúa, er um
leið íærðust yfir á húsmóðurina
meiri störf vegna sjálfs búreksturs
ins. Þegar börnin uxu úr grasi, fóru
Þau fljótt að hjálpa til við búrekst
urinn., Þá. var oft glatt á hjalla,
farið í leiki og tekið lagið, því
bæði í Ási og Áshverfinu var mik
ið af sönghneigðu fólki, mun svo
enn vera.
Áshverfið er þéttbýlt og sbammt
milli bæja, en þó er hvert býli
stórbýli. Einhvernveginn hafa val-
izt þangað sérstaklega gott og ris-
mikið fólk, laust við náungakrit
hins rislitla.
Inga og Guðjón bjuggu 1 tvíbýli
móti Eiríki Jónssyni og konu hans
Friðsemd Ísaksdóttur. Þeir Guð-
jón og Eiríkur voru bræður og
bjuggu á hálíri Ásjörðinni. Sam-
starf þeirra og fjölskyldna þeirra
var til fyrirmyndar. Alltaf fannst
mér sem þessi heimili mynduðu
einskonar kjarna í Áshverfinu, en
Áshverfið sjálft einskonar kjarna
fyrir Ásahreppinn.
í þessum meginkjarna var Inga
sístarfandi með sinni alkunnu
glöðu lund, ýmist að innanhús-
störfum, eða bæði innan og utan-
húss eftir þvi sem með þurfti, því
Guðjón þurfti oft að vera daglangt
I burtu, éða á fundum dögum sam-
an lengra í buitu.
Þégar mestar voru annirnar, eða
þegar gestakomur voru sem mest-
ar, t.d. er þingað var í Ási og all-
ir fengu góðgerðir hjá þeim hjón-
um, þá var eins og geislaði frá
Ingu kraftur og gleði, og er mað-
ur svo gekk til stofu til að þiggja
góðgerðir, var rétt eins og maður
væri að gera þeim hjónum ein-
hvern sérstakan greiða. Slík inni-
leg gestrisni er vandfundin.
Eftir um 47 ára búsfcap (1958)
hættu þau hjónin búskap í Ási, en
við tók sonur þeirra, Eiríkur og
bjuggu þau hjá honum. Guðjón
andaðist árið 1965. -
Inga hefur aUtaf haft góða
heilsu og nú er hún hress og kát
hjá bömum sínum, Eiríki og Guð-
rúnu. Þau hafa alltaf hugsað vel
um hana og viljað hennar hag í
hvívetna.
Inga er fríð kona og höfðingleg,
sem tekið er eftir, hvar sem hún
fer. Hún fylgist vel með öllu, sem
gerist, og er fljót til að rétta hjálp-
arhönd, hvar sem með þarf. Kraft-
ur hennar og gleði er ennþa ó-
þrjótandi og lyftir þeim upp, sem
hana hitta eða umgangast.
Inga — ég og kona mín þökk-
um þér löng og góð kynni, og á
þessum tímamótum þínum færum
við þér og vandamönnum þinum
okkar innilegustu haminsjuóskir.
Huxley Ólafsson.
22
{SLENDINGAÞÆTTIR