Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 18
Elísabet Árný Karlsdóttir Elísabet Árný Karlsdóttir andað- ist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. jan. 1970. Hún fæddist 19. júní 1890 að Litla-Árskógsandi við Eyjafjörð. Foreldrar hernnar voru Guðrún Ar- inbjarnardóttir og Karl Sigurðs- son. Hann fórst með hákarlaskipinu Stormi frá Fagraskógi 1897. í minn ingu föður síns styrkti hún eftir sinni getu Slysavarnafélag íslands og þá aðallega Björgunarskútusjóð Norðurlands. Eftir lát hans fluttist Elísabet með móður sinni austur í Þingeyjarsýslu og þar skildu leið- ir. Þær voru þrjár systurnar er þá lifðu. Elísabet var elzt og fór hún í fóstur til Helga Sigurðssonar að Hólum í Laxárdal og þar var hún þar til hún varð fullorðin. Karó- Ifna fór með móður þeirra, en Soffía Marenbjörg varð kjördóttir slra Helga Hjálmarssonar að Grenj aðarstöðum í Aðaldal. Það var all- títt á þessum árum að heimilin leystust upp þá er fyrirvinnan varð engin. og þanoig varð hér, og má nærri geta hvort það hefur ekki sviðið und er skilnaðarstundin rann upp, og nú átti Elísabet að missa, ekki aðeins föðurinn, held- ur einnig móðurina, aðeins átta ára gömul. Jú, alla tíð saknaði hún móðurumhyggjunnar, sem hún hafði kynnzt, en alltof stutt feng- ið að njóta. Að vísu var henni mjög hlýtt til Þorbjargar fóstru sinnar, en móðurmissinn gat eng- inn bætt, þannig hófst ganga henn- ar út í lífið. Og nú er því lokið. Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek í tvennt. Þá hríðarbylur geisar það liggur gleymt og fennt. t Mér komu þessar hendingar, eftir Guðm. Friðjónsson, í hug er ég settist niður til að skrifa nokkur þakkarorð til þín frænka mín, nú er vegir skiljast. Það má segja að boðar lífsins hafi ekki gjálfrað mjúkt þér við kinn um ævina. Nei, þeir skullu á þér, hver af öðrum, frá vöggu til grafar. Að vísu með misjöfnum þunga. En þú stóðst af þar öll lög, þar til þú brofcaðir í bvlnum stóra seinast. Sölskins- stundir áttirðu margar f Íífmu, og við þær var þér tamara að dvelja heldur én mótlætið. Þess vegna varstu yfirleitt sátt við þitt hlut- skipíti. í*ótt mér fyndist þú stund- um héldur hrjúf, þá þekkti ég og vissi áð undi bjó einlægt og hlýtt þel, seni að vísu bezt fundu börn og málleysingjar. Já, það var ævin- lega ef þú -sást eitthvað aumt, þá vildir' þú umfram allt reyna að bætá það ef mögulegt var. Gjaf- mildi þinni var við brugðið, ekki bara hjá ættingjum, heldur elnnig hjá vandalausum. Einn eðliskost mat ég þó mest í fari þinu, en það var fórnarlundin. Mikið furð- aði mig oft á því hve endalaust þú gazt fórnað þér fyrir aðra, og Þetta var svo sjálfsagt, ekkert var sjálfsagðara. Þótt þú giftist aldrei né eignaðist böm, áttirðu stóra fjölskyldu, þvi börn ættingja og vina voru þín börn, einnig þeirra börn og barnabörn. Börnin mín þakka þér allt frá því fyrsta, og einnig við hjónin. Að leiðarlokum bið ég þér góðrar heimkomu til ættingja og vina sem á undan eru farnir. Trúarljós þitt lýsi þér 1 nýjum heimkynnum. Náð min næg ir þér, sagði Drottinn. Friður hans veri með þér. Guðrún Jóhannsdóítir. t Kveðja frá Hildi Kolbeins. . ;Nú þegaf lokið lífsins stríði er, ■ er.létt-að.minnast þess sem áður var. Og mér er ljúft og skylt að þakka þér allt það sem ævi þín til heilla bar. Þú vildir Öllum veita af þinni gnótt, og vinum þínum reyndist heil og traust. Þú barst í þínu hjarta helgan þrótt til heilla þeim er sorgin fasíast laust. Og mér þú færðir margþætt störf í raun. Þú mældir ekki í fetum sporin þín. Þó voru stundum rýr þín verkalaun, þú veittir af þeim brunni er síðast dvín. Nú kveð ég þig og þakka liðna tíð, ég þakka einnig fyrir börnin mín. Og bið að hugleyfð Drottins, heit og blíð, á himnum meti og virði störfin þín. J.Þ. 18 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.