Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 1
I ISLEHrDISrOAÞÆTTIR Timans 11. TÖLUBL. — 3. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1970 NR. 43 EINAR PÉTURSSON FRÁ HEYKOLLSSTÖÐUM Fæddur 28. marz 1896 Dáinn 17. apríl 1970 Laugardaginn 25. apríl sl. var djúpur e yðifriður staðarins að Kirkjubæ í Hróarstungu rofinn um stund. Vér komum þar á út- líðanda nóni, fl'okkur manná, til að gera hinztu kveðju meðhjálp- arans frá kirkju hans, veita trú- asta vini staðarins hina síðustu jarðnesku þjónustu þar, sem hon- um var heilög jörð. Á auðu setri var enginn fyrri vina til að heilsa þögulli komu, því að kynslóð þess er farin. En Drottinn dýrðarinn- ar lé* sólina lýsa á snjóinn. — Fjallgarðufimi í austri var hulinn bak við ský og' Dyrfjöiiin sáust ekki. Og hann var þá líka horfinn þessari veru, maðurinn, sem ung- ur og áður leit upprisu sólarinnar úr Tungunni, og hugsaði um það, hvert Dyrnar opnast, sem Ijóma í blíðri dagskomu. — Hin nálæga fegurð á jörðu er oss sýnileg, er vér kveðjum og minnumst, en undrið er falið vorum bundnu aug- um, tákn himinsins handan við fjöllin, ríki guðs yfir sléttunni, þar sem vonir mannsins eiga stað. Þeg- ar Einar Pétursson sá í átt morg unsins frá Kirkjubæ gladdist hjarta hans í sköpun lands vors guðs, og hugur hans leið í þakkar- gerð um Dyrnar á fjöllunum til hins bjarta árdegis guðs eilífðar. í hinu ævaforna ritsaTni, sem kennt er við Móse spámann guðs, eru þessi víðfrægu orðin skráð: „Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð“. Það er næsta óvenjulegt, að unnt sé að takahverja andíega ritningargrein, sem væri, til und- irstöðu minningarorðanna. Að kveðju þessa góða og Ijufa manns er það þó svo. Lífsskilningur hans var byggður á anda hinna fornu spámanna, allt frá köllun Móse til fullkomnunar Krists Með skoð- unum hans og veruleika hins dag- lega lífs, með trú hai.s og verkum, var samræmið svo náið. Og vér finnum því stað í orði guðs. — Virðing hans fyrir lífinu var reist á undri sköpunarinnar, bundin versinu um, að í upphafi skapaði guð himin og jörð, og ást hans á fegurð náttúrunnar frumgróð- anum, sem er lífmáttur alls hins dásamlega vaxtar, er verður aldrei skilinn né skýrður, nema í frum- sköpun neista guðs anda, sem kveikti líf á jörðu. Þeir sem skynja líf sitt og veru þannig, finna að vér erum hér á vegi guðs. Að líf- ið er gjöf og ganga þess í sigur- verki hins mikla heimssmiðs. Því fór Einar af bljóði um ríki gróðr- ar og allrar skepnu og hógværð meðal mannanna. Kyrrlát ferð hans urn lífið og hljóðlaus ganga hans meðal vor sýndi oss mynd þroska hans og talaði til vor um boðskáp andans, sem í öllu og alls staðar býr, en svo fáir finna endranær að er dýrð heimsins, mikilfengleg í víkjandi þætti hins hverfula um daga vora, og svo óumræðilega há í veikum mætti mannlegs vilja, þegar skyggnzt er í djúp hugans. „Drag skó þína af fótum þér því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð“. Aldrei höfum vér lif- að þessi fleygu orð af svo gefnu tilefni sem við útför Eina”s Péturs sonar í Kirkjubæ. Hvergi gekk hinn hljóðláti maður af dýpri næmleik fyrir kyrrðinni en hér. Enginn staður var honum kærari undir himninum eða búinn helg- ari sanni í muna hans. Hér dró hann skó sína af fótum sér, bví að hér var staðurinn, sem hann elskaði og teiigdi fastar eilifa trú hans af jörðu til himins. Heilög jörð minninga hans og fegurstu vona, dýrustu ti,f:nn nga <jg J- tækrar trúar. Af frumgróða skynj- unar þessarar ki"i<ju ailt frá bernsku, var hin andlega urt vax- in til fegur ;.ra bióma. MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.