Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 4
Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir
Hún andaðist að Hrafnistu 23.
maí eftir langvarandi heilsuleysi.
Guðrún frænka mín fæddist að
Galtanesi í Víðidai 5. janúar 1887
dóttir hjónanna Margrétar Eggerts-
dóttur og Stefáns Jónassonar, en
þau bjuggu í Litlu-Hlíð í sömu
sveit. Þegar foreldrar hennar
brugðu búi var henni komið í fóst
ur að Refsteinsstöðum í Víðidal
til hjónanna Helgu Þórarinsdóttur
og Guðmundar Guðmundssonar
og reyndust þau henni sem beztu
foreldrar. Einnig var þremur af
eldri systkinum hennar komið nið
ur, en tvö þau yngstu fylgdu for-
eldrum sínum eftir. Voru þau 6
systkinin sem upp komust. Þrir
bræður hennar eru látnir, Halldór
læknir, síðast í Reykjavík, Eggert,
byggingarmeistari og slökkviliðs-
stjóri á A'kureyri og Jón bóndi á
Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Eítir-
lifandi er Jósefína, gift Öfjord, bú
in að dvelja um 50 ára skeið í
Danmörku, og Egill kaupmaður á
Siglufirði.
„Fótur vor er fastur en fljúga
vill önd“. Þessi orð koma mér í
hug nú, þegar ég minnist Guðrún-
ar og eru þau sannmæli. Hún átti
lengi ,-ið vanheilsu að stríða og gat
ekki borið sig yfir hin síðari ár
nema með hækjum. Sálarstyrkur
hennar var þeim mun meiri. Hann
virtist alltaf óskertur, enda þótt
hún gengi sjaldan heil til skógar.
í frumbýli sínu bjó hún við lílil
efni. Var það algengt í þá daga.
Hún lét alltaf lítið yfir sér, en var
því traustari, þegar á reyndi.
Heilsuleysi það, sem hún átti við
að stríða, var henni ekki eins mi'k-
ill fjötur um fót og ætla mætti.
Kjarkur hennar og trúin á lífið
og framhald þess gaf henni þann
styrk, er hún gladdi sig við. Eng-
inn sá henni bregða. Guðstrú henn
ar var henni mikill styrkur í lífs-
baráttunni. Ekki skemmdi það
heldur að maður hennar, Ólafur
Dýrmundsson, stóð fast við hlið
hennar og var henni ómetanleg
stoð, sem aldrei brást, á hverju
sem gekk.
Barnalán þeirra hjóna hefur og
verið sérstakt, og voru bornin
henni einnig ómetanlegur styrkur.
Þau eru: Dýmundur póstvarðstjóri
í Reykjavík, Signý og Margrét
Ingunn húsmæður, Stefán Haukur
sjómaður búsettur í Hnífsdal.
Mér er nær að halda, að Guð-
rún frænka mín hafi skilið sátt
og ánægð við þetta jarðneska líf.
Hún gat m.a. verið sér þess með-
vitandi að hafa alið þessu þjóðfé-
lagi góða þegna. Hamingja manns
ins er ekki fólgin í glaumi né
gleði, við ríkmannlegar ytri að-
stæður. Heldur hitt, að hafa gert
allt sem orka leyfði fyrir það verk
efni, sem manni hefur verið trúað
fyrir. Meira er ekki hægt að krefj-
ast. Þess vegna hefur Guðrún
kvatt þetta líf glöð og ánægð.
Kynni mín af Guðrún-u urðu allt
of lítil. Ég hef getið þess, að hún
var bæði trúuð og sálarstyrk kona.
Líf okkar einstaklinganna gengur
um of út á hið jarðneska brauð-
strit. Þegar þau hjónin dvöldust á
heimili foreldra minna, um
skamman tíma, sakna ég þess nú,
að hafa ekki rætt meira við þá
göfugu konu.
„Það bíða mín vinir í varpa“,
sagði skáldið Davíð Stefánsson.
Ég efast ekki um móttökurnar,
sem Guðrún frænka mín hlýtur
handan við móðuna miklu.
Pétur Jónsson.
t
Það var ek'ki fyrr en á síðari
árum hér í Reykjavík, að ég kynnt
ist Guðrúnu svo teljandi væri, en
foreldra mína heyrði ég oft minn-
ast á þau góðu hjón Guðrúnu og
Ólaf.
Guðrún mun hafa verið fædd
að Galtarnesi í Víðidal, 5. janúar
1886. Foreldrar hennar Margrét
Eggertsdóttir og Stefán Jónasson,
bændahjón þar í sveit fluttust síð-
ar til Akureyrar, en Guðrún ung
í fóstur að Refsteinsstöðum til
bændahjónanna þar Helgu og Guð
mundar. Nau^ hún þar mikils ást-
ríkis sem hún hefur vafalanst vel
til unnið, því að vel greind var
hún og hagmælt og vafalaust
mjög skemmtilegt barn. Þá var
dugnaðurinn ekki síður vel virtur
og mun hún þar ekki hafa staðið
mörgum að baki. Þótt Guðrún
væri aldin að árum og farin að
heilsu er leiðir okkar lágu saman,
leyndi sér ekki skörungsskapur
hennar og sálarþrek.
Ekki er sá dugnaður öðrum
dugnaði síðri, að bera þrautir og
lömun lima sinna með þolgæði og
ró. Hækjan er virðulegasti göngu-
stafurinn ef hún er vel borin.
Árið 1913 giftist Guðrún ólafi
Dýrmundssyni er oftast var kennd
ur við Stóru-Borg og bjuggu þau
þar um skeið og víðar í Víðidal,
en síðan á Norðurlandi á Hvamms
tanga, en síðast hér í Reykjavik.
Hér voru börn þeirra búsett og
4
ÍSLENDINGAÞÆTTIR