Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 5
Jóhanna Halldórsdóttir F. 21. maiz 1902. I). 8. júní 1970. Vorsvipur er nú að færast yfir móðurjörð eftir drungalegan vetur, græni svipur vorboðans, fuglákvak og nýtt líf setur svip á umhverfið. Blómin sem föln- uðu í haust, er haustsvipur færð- ist yftr, eru nú að taka við nýju lífi, gróðurangan og ilmur vorsins færir okkur sanninn um nýtt líf. En mitt í þessum vorblíðudögum er kvödd héðan úr heimi góð vin- kona, elskuð eiginkona, tengdamóð' ir. amma og langamma. En sú sem þessu kalli hlýddi, var ekki van- búin til ferðarinnar, lífsrevnslan var henni hinn sanni skóli, sem menntaði og þroskaði hennar ævi- starf. Stórt og tignarlegt var hlut- verk hennar, sem vann sitt starf í kyrrþe.y oft við frumstæð líísskil- yrði og ekki gengið ávallt heU til skógar. Minningar, sagan er þráð- ur sem gefur lífinu gildi, sem tengir nútíð og fortíð, hinn gullni þráður lífs, sem varðveitist gegn um lífið og eftirskilur hugliúfar albúin að hlúa að þeim eftir föng- um, þótt þau vildu svo lengi sem kraftar leyfðu búa að sínu, svo sem við bekkium öll sem arf ‘frá harðri lífsbaráttutíð þegar einasta tryggingin sem til var, var að vera svo sterkur að hann gæti treyst á siálfan sig. Sælt er breyttum að hvílast og góða heimkomu á sá, er vann sitt dagsverk vel meðan dag- ur entist. Góður arfur er börnum þetrra hjóna að minningu um góða móð- Ur. guð blessi Ólafi og þeim þá þá minningu og mýki þeirra sökn- uð. ’ Guðrún andaðist að Hrafnistu 23. maí sl. Vinljúf varð konu minni mörg stund með þessari frændkoau sinni og þökkum við bæði þá góðu k.vnningu, biðjandi öllum ástvin- um allrar blessunar. Ingþór Sigurbjs. ÍSLENDINGAÞÆTTIR minningar þeirra sem eftir standa, þegar hugsað er til liðins tírna, sem að baki er. Að stjórna stóru heimili, sem stendur við þjóðbraut þvera og er uppeldisreitur æskunnar, er meira en margan grunar að leysa af hendi. Að vera sannur fulltrúi úr hópi þeirra kvenna sem kunnu með drenglund og skörungskap að gera meira en skyldu sína við lífið og það sem það hefur trúað fyrir, eins og ekkert væri s.jálfsagð ara en að gera mikið úr litlu — slíkt var hlutskipti þeirrar konu, sem hér skal minnast. Á kveðju- stund er efst í huga góðvild, glað- værð og æðruleysi, tryggð og traustleiki, sem með fórnfúsum verkum mótaði mannlífsfegurð, sem verður okkur vinum hennar dýrmætur minningasjóður. .Tóhanna Halldórsdóttir fæddist að Gröf í Miklaholtshreppi 21. marz 1902. Foreldrar hennar voru Þuríð ur Jónsdóttir og Halldór Bjarna- son hreppstjóri í Gröf. Æskuheimili Jóhönnu var rómað fyrir rausnarsakp og hefur það ör- ugglega mótað lífsviðhorf hennar. Þar var mannmargt heimili sem mikils þurfti með, glaðværð syst- kinanna og gestrisni húsráðenda mótuðu hugarþel barnanna sem við þann arin ólust upp, Bærinn stóð við þjóðbraut þvera, þangað lágu leiðir margra og mörgu þurfti að sinna. Þrjú alsystkinin átti Jó- hanna, sem öll eru látin, sérstak't gæða- og myndarfólk. Systkini hennar voru: Sigurborg, frú í Reykjavík. Guðmundur, forseti iðnaðarsambands íslands og Sig- mundur arkitekt og byggingarfull- trúi Reykjavikurborgar. Sá sem skrifar þessar línur, telur sig mik- inn lánsmann að hafa kynnzt og eignast fyrir heimilisvini, Gúðm. og Sigmund, bræður Jóhönnu. sem voru eftirminnilegir menn sökmn mannkosta og tryggðar. Eftir lifa þriú hálfsystkini -Tóhönnu. Unnur, ekk.ja Helga sál. Péturssonar sér- leyfishafa í Gröf og .Tónatan og Sig- urður Ólafssynir i Reykjavik. allt sérstakt gæða- og góðvildar- fólk. T æsku hlaut Jóhanna sál. þá fræðslu sem þá var tiðkuð í sveit- um þessa lands, barnafræðslu. Við hófleg störf heimilis síns, sem ef- laust hafa haft þroskandi áhrif á liana og fært henni gott veganesti út i lifið, þroskað hana og hert, því að á misjöfnu þrífast börnin bezt. Sá' heimilisarin. sem tnndr aður var í sveitum þessa lands í byrjun tuttugustu aldarinn- ar, hefur vafalaust gefið þeim sem þess nutu, traust og heilbrigt vega- nesti. Þroskað sálarlíf og heilbrigða hugsun, sem reynzt hefur hið trausta bjarg sem lífsstarfið var byggt á. Hin bjarta hlið lífsins hef- ur ávallt haft bætandi áhrif á þann sem lífsins nýtur, þrátt fyr- ir margt sem á móti blæs, vonbrigði og örðugleika. Glað- værð og hlýtt viðmót nm- fara hjartahlýiu og trvmð, hafa verið þeix eðliskostir sem hjálpað hafa Jóhönnu á Eiðhúsum í gegnum lífið. Samfara trú á þann sem gefur okkur máttinn og dýrð- S

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.