Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 6
ina, og hefur velferð okkar í hendi
6ér.
Árið 1926, hinn 21. maí giftist
Jóhanna eftirlifandi manni sínum,
Jóhannesi Þorgrímssyni. Hófu þau
búskap fyrst í Dal hér í sveit, síð-
ar bjuggu þau fjögur ár í Litlu-
Þúfu, fluttu síðan að Eiðhúsum,
eignuðust þá jörð og hafa búið þar
síðan, eða þar til fyrir fáum árum,
að þau afhentu jörðina í hendur
tveim sonurn sínum. Jörð sína hafa
þau bætt og aukið af húsum og
ræktun. Þau eignuðust 11 börn. tvö
dóu í æsku, hin níu eru öll upp
komin, traust og dugandi fólk.
Eins og gefur að skilja, hefur
heimili Jóhönnu og Jóhannesar
þurft mikils með, að koma upp
níu börnum er meira en meðai-
mannsverk. Oft við erfiðar aðstæð-
ur, húsbóndinn vann oft hörð-
um höndurn utan heimilisins, því
að margs þurfti með. En samhug-
ur og farsæld þeirra, ásamt miklu
trausti og virðingu hvort fyrir
öðru, gaf ’þeim það lán að sjá
ávöxt síns erfiðis. Að færa þjóð
sinni traust og dugmikið fólk,
er dýrmætt framlag hvers og eins
til sinnar þjóðar. Ég sagði hér fyrr
í þessum fátæklegu línum, að Jó
hanna hefði verið ferðbúin héð-
an úr heimi, og hefði örugglega
trúað á þann, sem hefur æðri mátt
okkar í hendi sér. Svo sönn og
heil var trú hennar á æðra tilveru-
stig, að fyrir nokkrum árum birt-
ist á prenti eftir hana í bók sem
heitir, Dulrænar sagnir, lífsreynsla
hennar og frásögn af því mikla
veikindastríði, sem hún háði fyrir
25 árum. Þá voru dagar hennar
taldir, af þeim sem til þekktu en
kraftaverkið gerðist. Þar eru henn-
ar eigin orð: „Ég var ekki trúuð á
yfirnáttúrulega hluti. En nú neita
ég engu. Ég vil bera sannleikan-
um vitni og gefa guði dýrðina.
Reynslan sannar mér, að krafta-
v&rk geta gerzt ennþá. Ég er guði
af hjarta þakklát fyrir þann
frest og þá náð, að lofa
mér að annast börnin mín,
meðan þau voru lítil og ósjálf-
bjarga og þurftu mín með. Ég segi
eins satt og rétt frá eins og ég
bezt veit, því í hvert sinn og ég
hugsa um þennan atburð, fyllist
hugur minn lotningu til hans, sem
ræður yfir lífi og dauða.“
Jóhönnu á Eiðhúsum tókst það,
sem hún þakkar guði fyrir. Að sjá
börnin sín vr.xa og þroskast og geta
gefið þeim gott veganesti ut í líf-
Guðrún Halldórsdóttir
Laugardaginn 30. maí sl. var
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
Guðrún Halldórsdóttir, en hún
hafði andast á sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar hinn 23. sama mánaðar.
Með Guðrúnu Halldórsdóttur er
gengin ein hinna íslenzku alþýðu-
kvenna, sem áttu það hlutskipti
eitt, að afla sér og sínum lífsviður-
væris með tveim höndum.
Þessi fáu kveðjuorð eiga ekki
að vera nein lofgrein, endá væri
það henni sízt að skapi. Hitt er
víst, að allt hennar samtíðarfólk
hér í Siglufirði, og víðar, minnist
hennar, sem sístarfandi glaðværr-
ar og góðrar konu, sem innti öll
sín störf af hendi með stakri alúð
og samvizkusemi. Ef til vill mætti
margt verzlunar- og skrifstofufólk
minnast þess, þegar það gekk inn
á vinnustaði sína hreina að morgni
að þar höðu þreyttar hendur hlúð
að, hendur sem virtu það eitt að
skila sínu dagsverki af trúnaði, og
var sízt hugsað um launin, enda
var búðarþvottur lengi illa launuð
atvinna.
Guðrún heitin var elzt 10 syst-
kina, fædd 10. september 1893,
dóttir hjónanna Halldórs Jónsson-
ar og konu hans Margrétar Frið-
riksdóttur, sem lengst af bjuggu í
Ólafsfirði.
Iíún var sín æskuár i foreldra-
húsum og tók til hendi við hin
ýmsu störf, sém til falla á manxv-
mörgum heimilum. Um 17 ára ald
ur fór hún að heiman, og réðst í
vistir. Fátækar stúlkuT - átitu þess
sjaldan kost, fyrrihluta aldarinnar,
að ganga „til mennta“ þótt þroski
væri fyrir hendi. Flestra hlut-
skipti varð því að fara í vistir til
vandalausra og vinna þannig fyrir
sér. Ung að aldri kom Guðrún
hingað til Siglufjarðar og átti hér
heima æ síðan. Fyrst lengi vel
ið, sjá barnabörnin og barnabarna-
börnin. Allt þetta þakkar hún að
leiðarlokum, síðast en ekki sízt,
kveður hún lífið með þeirri gleði
að hafa eignazt þann lífsförunaut,
sem reyndist henni hinn trausti og
elskandi eiginmaður, sem aldrei lét
bugast í öllu hennar lífi, bæði í
blíðu og stríðu.
Síðustu mánuði ævinnar dvald-
ist Jóhanna sál. á sjúkrahúsinu á
Akranesi, háði hún þar stranga og
erfiða sjúkdómslegu, sem hún bar
með einstakri hetjudáð, andaðist
hún þar 8. júní s.l. Yfir sjúkrabeði
hennar vakti síðustu vikurnar dótt-
ir hennar, Soffía, sem vann þar
einstætt kraftaverk, og þar með
goldið móður sinni ríkulega sem
hún hefur áður henni veitt. Útför
Jó'hönnu var gerð frá Fáskrúðar-
bakkakirkju að viðstöddu miklu
fjölmenni. Um leið og ég enda
þessar línur, vil ég segja þetta:
Jóhönnu á Eiðhúsum færi ég kær-
ar þakkir fyrir trausta og einlæga
vináttu, ég og mín fjölskylda á
dýrmætar minningar um hana,
sem engin skuggi fellur á. Fáum er
gefið slíkt þrek og henni, hún var
sterk og viðkvæm í senn. En kær-
astar þakkir flyt, ég henni fyrir
veittan styrk á erfiðri stund, fjöl-
skyldu minni til handa.
Guð blessi minningu hennar.
Borg, 14. júní 1970.
Páll Pálsson.
6
ISLENDINGAÞÆTTIR