Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 8
MlNNING Sigríður Kristín Þorvaldsdóttir að heyskap um sumarið og aldrei fór hún á sveitina í það sinn. Árið eftir fluttu afi o,g amma að Broddanesi og fóru að búa þar á % sem þau áttu, en foreldrar mín ir, Jón Brynjólfsson og Guðbjörg Jónsdóttir fóru að búa á Brodda- dalsá. Réðst Ragnheiður þá vinnu- kona að hálfu til þeirra en að hálfu hjá afa og ömmu. 1914 fór hún alveg til foreldra minna og var hjá J)eim í 10—14 ár. Átti hún því heimili, ýmist á Broddadalsá eða Broddanesi að andanteknum þrem árum, er hún var í vist á öðrum heimilum. Ranka, eins og hún var kölluð, var gott og duglegt vinnuhjú. Hún var með afbrigðum dygg og hús- bóndaholl og er mér sérstikiega minnisstætt, er við urðum að vinna saman, og faðir minn var ekki við, hvað hún brýndi þ3ð oft fyrir mér að vera trú í verki. Skapgerð hennar var mikil og sást hún þá stundum lítt fyrir og iét þung orð falla, jafnvel hendur skipta, en var venjulega fljót að sættast og ekki langrækin. Við höfðum mikið saman að sælda við vinnu og fleira. Það var gott fyrir unglinga að vinna með henni, því að hún var ósérhlífin, og minnist ég þess, er við urð- um t.d. að mala tað á túnið, hvað hún hlífði mér þá alltaf. Þetta var erfitt verk. Ilún malaði alltaf en ég lét upp í kvörnina. Dýravinur var hún mikill og man ég því til sönnunar, að einn dag er við vorum við heyskap i vonzku veðri og við komum heim, að tíkina, sem var komin að got- um, vantaði um kvöldið. Þegar átti að fara að hátta og byrjað að bregða birtu, býr Ranka sig út, tekur sér poka í hönd og kemur heim með 4 hvolpa og tíkina trítl- andi sér við hlið. Þetta með ýmsu öðru sýnir skapgerð hennar. Ifún átti bæði gull og grjót. Aldrei giftist hún, en vann lengst undir annarra stjórn. Síð- ustu árin var hún sjálfrar sín, en í kaupavinnu á sumrin, en átti heimili að Broddánesi þar til hún var flutt á sjúkrahúsið á Hólma- vík. Þar dvaldist hún í nokkur ár, unz yfir lauk. Síðustu 3—4 árin var hún rúmliggjandi og vissi lít- ið um hið jarðneska líf. Nú er hún horfin yfir landamær in miklu, hin trúa og dygga kona, og ég vona að við hana hafi ver- « „Treyst Drottni og gjör gott“. Þessi orð úr Davíðs-sálmum koma mér í hug nú er mín góða frænka Sigríður Kristín Þorvalds dóttir verður lögð til hinztu hvílu, én hún lézt í Landsspítalanum að morgni 2. dags þ.m. Ég þakka þeim líknarhöndum er hana önnuðust þar í veikindum hennar. Það er sælt þjáðum að sofna, og nú er hún horfin sjónum okkar yfir móð lina miklu, en við sem hana þekkt um geymum minningar um starf sama, grandvara og góða konu, sem var skilningsrík og góðgjörn gagnvart samferðafólki sínu, lagði gott til mála og manna, en mynd- aði sér ákveðnar skoðanir sem ekki reyndist auðvelt að bre.yta, var vönd að vinum og sýndi órofa tryggð þeim er unnið höfðu traust hennar. Sigríður Kristín, fæddist þann 8. ágúst 1903, dóttir hjónanna Kristínar Helgu Halldórsdóttur og Þorvaldar Þorvaldssonar bónda að Vífilsmýrum og Efstabóli í Önund arfirði, þar steig hún sín bernsku og unglingsspor i glaðværum syst kinahópi í foreldrahúsum, síðar lá leið hennar til Reykjavíkur, þar lærði hún saumaiðn og vann æ síðan að því starfi. Sigga frænka, eins og ég ávallt nefndi hana, eignaðist hvorki ið sagt, er yfir kom, „þú trúi þjónn, gakk inn í fögnuð herra þíns og ég mun setja þig yfir mikið“. Guð blessi minningu þína. Ragnheiður Jónsdóttir, Melum. bónda né börn, en mér og öðrum systkinabörnum sínum var hún af ar góð, og margar eru þær orðn- ar ferðirnar sem ég átti til hennar yfir árin og alltaf var jafn gott að koma til hennar, setjast niður hjá henni, fá kaffibolla og rabb i við hana. Börnum mínum var hún góð frænka og voru þau mjög elí-k að henni, sem von var, því hún átti ávallt næman skilning og hlýju þeim til handa. Um leið og ég kveð Siggu frænku hinztu kveðju, vil ég og fjölskylda mín þakka svo óíal margt sem ekki verður hér upp talið. Við geymum minningar um góða hreinhjartaða konu. Blessuð sé minning þín. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Páll Skúli Halldórsson. iSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.