Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 11

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 11
MINNING SIGFÚS JÓNSSON BÓNDI, BRUNNAVÖLLUM, SUÐURSVEIT Fæddur 9. jan. 1904. Dáinn 19. jan. 1970. I»at5 var hlýr þorradagur, 23. Janúar, hægur regnúði fram eftir, fen meiri er á dag leið. Það var ekki laust við að morgun þessa dags minnti á vor, sem væri að ganga í garð, þó var ekki vor á næstu grösum, eftir því sem al- Jnanakið sagði, jafnvel þótt á ný- ræktina kringum bæina væri farið að slá grænum lit. Hvað vildi fólkið úr Suðursveit og víðar úr þessu héraði. það stefndi á bílum sínum. að Brunnavöllum, ók þar í hlað og lagði bílunum í hlaðvarp anum, þar heilsaði maður manni og gekk með alvörusvip í bæinn. Ég stóð úti og hugsaði. Við vor- um komin hingað í dag til að fylgja húsbóndanum til grafar eft- ir að hann hafði barizt hinni góðu baráttu á þessu heimili í 26 ár, þá var heilsan biluð, dauðinn tók við, er það ekki bað bezta, þegar svo er komið? Verk húsbóndans báru vott um eliu hans, áræði og orku. Þetta birtist meðal annars í inyndarlegum bvggingum og rækt- un út frá bænum, nú tók hann ihér ekfci til hendi meir. Ég leit lengra. Fiallahringurinn í nám- Unda við bæmn blasti við. og þok- an hímdi niður undir miðjar hlíð- ar. Ofan við bæinn blasti Brunna- fossinn við. féll niður fallegt stuðlaberg rétt við túnfótinn með hóflegan nið bennan dag, vegna langvarandi bvðu. Hvað var hann að raula. ætlaði hann að halda húskveðiuna hér í dag? Nei, það Var sóknarpresturinn sem átti að gera það. . Húskveðian er að byrja var sagt. Ég gekk í bæínn. Já, hann er nú að kveðia h°’miijð sitt í hinzta sinn, bessí cM*5 ^óndi. slíkar stund ir bíða allra. hugsaði ég. Hús- hveðjunni er lokið. athöfnin I hirkjunni er byrjuð og innan stundar verður einu leiði fleira í ÍSLENDJNGAÞÆTTIR kirkjugarðinum á Kálfafellsstað en var að morgni bessa dags. Sveit- ungarnir og aðrir, sem komu til þessarar jarðarfarar gengu hljóðir frá gröfinni, allir áttu sína hugs- un, kannski margir þá sömu. Mér flaug í hug, verður bað ekki hinn voti fjallablær, sem líður um Suður sveit betta þorrakvöld, sem bíður hinum látna góða nótt, um leið og hann er að stíga fyrstu skrefin inn í vorið á öðru tilverustigi. Það verður síðasta kveðjan frá sveit- inni hans. Maðurinn, sem hér um ræðir, var Sigfús Jénsson, fæddur í Snjó- holti Eiðaþinghá 9. 1. 1904. Þar ólst hann upp í stórum sydkina- hópi, fimmtán að tölu, þar af fiðrtán alsvstkini. Bræðurnir voru tólf en systurnar þrjár með hálf- systur. Á þeim árum var mikið átak að ala upp þetta stóran barnahóp, ekki sízt, þegar efnin voru lítil, eins og hér mun hafa verið. þá réði fyrirhyggja foreldranna að aHt gæti bjargazt. Því miður get ég ekki rakið ætt Sigfúsar vegna þess, hvað ég er því fólki ókunnur, það.sem ég veit um föðurætt han3 er það, að hann var Jónsson, Sig- fússonar. Móðir hans hét Þorgerð- ur Einarsdóttir er mér sagt, að þau hafi verið myndarhjón. Seytján til átján ára fór Sigfús úr foreldrahúsum, þá vinnumaður að Eyvindará. Á fleiri góðbýlum var hann vinnumaður á Héraði. Norður í Eyjafjörð lenti hann um tíma, var meðal annars vinnumað- ^ ur á Varðgjá og Kaupangi. Eflaust hefur Sigfús haft gott af því að dvelja á stórbýlunum í héraði sínu og 'utan þess. Mér er sagt, að á þess- um árum hafi Sigfús keypt sér' bíl, sem hann ók um tíma, og svo mikið er víst, að með bilpróf var hann, þegar hann kom í Suður- sveit. Lengi langaði mig heim, er haft eftir Sigfúsi, þó að ekki væri þar auðnum til að dreifa. Það er nú svo, að foreldrahúsin eru mörgum lengi kær, þótt fjarri þeim hafi verið um sinn. Þegar hér var komið, réðist Sig- fús til náms í Eiðaskóla og lauk þaðan burtfararprófi með ágætri einkunn. Um 1930 var Sigfús í eitt eða fleiri sumur í símavinnu. Upp úr því fluttist hann til Reykja- víkur, og vann þar að ýmsu í mörg ár. Þar kynntist hann heima- sætu úr Suðursveit, Helgu Björns- dóttur Ijósmóður í sinni heima- sveit, sem þá dvaldist i þetta sinn i Reykjavik um stundar sakir. Þessi kynni leiddu til þess, að þau gengu i hjónaband um miðjan júní 1943. Það ár hófu þau bú- skap á Brunnum í Suðursveit, móti Jóhanni bróður Helgu, og Siviirborgu Gísladóttur konu hans Á Brunnum. hafði Helga átt heimili frá æsku. Foreldrar Heigu voru Björn Klemensson frá Geir- biarnarstöðum í Köldukinn, oí Jó- hanna Jóhannsdóttir, fædd og upp alin í Suðursveit, myndar og 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.