Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 12

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 12
greindnrkona, náin afkomandi Þorsteins Tól, þess mikla hagleiks manns og hagyrðings. Björg, móð- ir Jóhönnu var dóttir Sigríðar dótt- ur Þorsteins Tól. Björn var vel gerður maður, hægur og prúður í allri framkomu, hann var leogi oddviti í Suðursveit, og var það þegar hann lézt, á bezta aldri. Kom þá í hlut barnanna, sem enn voru ung, að taka að sér búið með nróður sinni. Með forsjá móðurinn- ar og dugnaði barnanna, tókst þeirn að halda búskapnum áfram, unz Jóhann sonur þeirra hjóna, tók við búi, en hann var urn ellefu ára, þegar faðir hans féll frá. Börn Björns og Jóhönnu voru: Björg, Sigríður, Jóhann og Jó- hanna Dagmar. Faðir Jóhönnu, konu Björns Klemenssonar, var Jóhann Magnússon prestur að Stað í Grindavík og síðar i Eyvindar- hólum, þar fæddist Jóhann. Kona séra Magnúsar Torfason- ar, móðir Jóhanns, hét Guðrún Ingvarsdóttir frá Skarði, ein af hin um svokölluðu Skarðssystrum, sem höfðu orð á sér fyrir dugnað og m.vndarskap. Á miðjum aldri andaðist séra Magnús. Fluttist Jóhann þá um fermingaraldur að Kálfafellsstað 1 Suðursveit til prestshjónanna þar, séra Þorsteins, þess mikla athafna- prests og frú Guðríðar, sem var föðursystir Jóhanns. Þar kvæntist hann Björgu Björnsdóttur frá Borgarhöfn. Á Kálfafellsstað eru þau fyrstu hjúskaparárin, og eign- ast þá fimm fyrstu börnin af ellefu sem þau áttu. Af þeim komust fimm til aldurs, fjórar dætur og einn sonur, sem lézt innan við þrítugsaldur, — mesti efnismaður. Dæturnar voru: Jóhanna, sem áður getur, Guðrún, giftist Sigfúsi Skúlas.yni, bróður frú Helgu, konu séra Péturs á Kálfafellsstað. Guð- ríður, gift Jóni Brynjólfssyni frá Ólafsvöllum, og Oddný, fluttist til Ameríku og gíftist þar. Á þessum- árum var kíghósti og barnaveiki skæður óvinur barnanna, munu börn Bjargar og Jóhanns hafa hnigið fyrir því ofurvaldi. Frá Kálfafellsstað fluttust þau hjónin, Björg oe Jóhann að Borg- arhöfn og bjuggu þar lengst af sinn búskap. Ungur mu.n Jóhann hafa gerzt formaður á útsjávar- báti hjá séra Þorsteini, sem á þeim árum hafði nokkuð úthald, ásamt fleiri úr Suðursveit í Bjarna- hraunssandi. Jóhann þótti góður formaður og var það af og til fram á efri ár., Árið 1952 eru þau Helga og Sig- fús búin að undirbúa nýbýlastofn- un úr Brunnalandi sem þau hjón- in Jóhann og Sigurborg létu af hendi til þeirra með samþykkí kirkjuyfirvalds, því að Brunnar er kirkjujörð. Þegar nýbýlið var stofnað voru þau Sigfús og Helga búin að byggja íbúðarhús og eitthvað af peningshúsum, og byrjuð að ræsa land til ræktunar. Nú voru komin tvö lögbýli á Brunnum, hét nýbýl- ið, eða heitir Brunnavellir, rétt- nefnt saman borið við landslag. Þau Sigfús og Helga eiga þrjú börn, tvo pilta og eina stúlku. Pilt- arnir heita, Björn og Jón, en stúlk- an Sigríður. Öll eru þau mjög vel gefin. Ekki var bústofninn stór sem Sigfús og Helga byrjuðu með, 20 ær og tvær kýr. Með árunum fjölgaði skepnunum, en alltaf eru frum- býlingsárin erfið þegar efnin eru lítil, en margt þarf að gera. Það er undravert hyað þessum hjó.n- um tókst að koma sér upp mynd- arlegu heimili og góðum búsrofn- á ekki lengri tíma, þar hafa börn- in hjálpað af heilum huga, eftir þau fóru að komast upp, ýmist hafa þau unnið heima að búskapn- um og þá einkum um annatímann, eða farið í vinnu og lagt kaup sitt í framkvæmdir á heimilinu, véla og bílakaup og fleira. Það er ánægjulegt fyrir foreldrana að eiga börn sem staðið hafa að bú- skapnum með þeim eins og Brunnavallabörnin hafa gert. Þegar Sigfús féll frá var aðstaða Brunnavallafjölskyldunnar orðin góð til búrekstu-rs, ræktan mikil, húsakostur góður, yfir fólk, fénað, hey og þar rekið blómlegt bú. Því marki var þá náð sem þau hjónin höfðu stefnt að frá önd- verðu í sínum búskap að eignast myndarlegt bú og gott heimili., Sigfús var mikill elju og starfs- maður, alltaf sívinnandi og tók líf- inu létt, jafnvel þó erfiðleikar voru framundan og heilsan ekki nógu sterk einkum er á æfina leið. ITann var léttur í lund og drengur góð- ur, h.ann hafði gaman af íþrótta- lífi og hlustaði með athygli á íþróttafréttir. Það var með Sigfús eins og fleiri einyrkja áður en börnin komust upp, hann varð að helga heimilinu störfin, önnur hugðar- mál urðu frekar að sitja á hakan- um. Hann vissi, að ef vel áttl að vera, Ieyfir búskapurlnn ekkl aé mörg járn séu höfð í sama elðin- um, ef glóðin á ekki að kulna, sem kynda þarf undir hagsæld búsins. Þegar Sigfús var ungur maður, fékk hann tilsögn í að spila á org el. Þetta kom sér vel þegar hann kom í Suðursveit, og organistinn sem spilaði í Kálfafellsstaðar- kirkju hvarf að heiman. Tók Sig- fús þá þetta starf að sér og gengdi því í 15 ár eða þar til heilsan bil- aði til fulls á síðasta ári. Um leið og ég Iýk þessum lín- um, dettur mér í hug hlýr og sól- ríkur hásumardagur fyrir fjörtíu og einu ári. Þá sat hreppsnefndin í Suðursveit á fundi, og þingaði um Ijósnióðurefni fyrir sveitina, því Ijósmóðirin sem var, lét af starfi aldurs vegna. Kom nefnd- inni saman um að biðja Helgu Björnsdóttur á Brunnum að taka að sér starfið.' Við þessari ósk varð hún. Fór hún þá fjlótlega til Ijós- móðurnáms, og-að því loknu gerð- ist hún Ijósmóðir í Suðursveit ár- ið 1929. Nú er mér sagt að hún sé búin að segja starfinu upp eftir vel heppnað starf í fjörtíu ár. Verður þetta þá síðasta Ijósmóðirin í Suð- ursveit. Svona veltur hjólið. Hreppsnefndarmennirnir sem réðu Helgu fyrir Ijósmóður, eru fallnir, utan sá er þetta ritar, og engin ljósmóðir í sveitinni. Um leið og ég flyt Helgu og börnum hennar og öðrum vanda- mönnum einlægar samúðarkveðj- ur, þá þakka ég þér Helga fyrir giftudrjúgt ljósmóðurstarf i þess- ari sveit í fjörtíu ár. ,Lifðu heill Sigfús minn á land- inu nýja. Ég þakka þér allt. Steinþór Þórðarson. t 12 ÍSLENDINGAÞÆTTíR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.