Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Page 14
Sigríður Andrésdóttir
Fædd 22. október 1885
Dáin 12. janúar 1969.
Það er nú liðið nokkuð á annað
ár síðan Sigríður Andrésdóttir íyrr
um húsfreyja á Barðastöðum lézt,
en hún andaðist 12. jan. í Hvera-
gerði. Hennar hefi ég hvergi séð
minnzt í blöðum og finnst mér
frá Barðastöðum
hún því enn liggja óbætt hjá garði,
en með henni hné í valinn góð
kona og merk. Vil ég nú úr því
bæta og minnast hennar með
nokkrum orðum, þótt seint sé. Sig
ríður Ólöf, en svo hét hún fullu
nafni, fæddist á Fremri-Brekku í
Saurbæ í Dalasýslu 29. október
1886, og voru foreldrar hennar
Andrés Brynjólfsson bóndi þar,
og kona hans Herdís Þorsteinsdótt
ir, sem þar bjuggu lengi. Eitthvað
munu þau líka hafa búið í Bessa-
tungu í sama hreppi, en fluttust
vorið 1919 að Grund í Eyrarsveit
á Snæfellsnesi og létust þar bæði,
Andrés 1922, en Herdís 5 árum
síðar.
Faðir minn var bjargálnamaður
góður, frábær skytta, færamaður
annálaður. Sláttumaður var hann
og svo af bar. Sást hvergi gras-
toppur þar sem hann renndi ljá
sínum yfir. Hann Jengdi ljá allra
manna bezt og nutu grannarnir oft
góðs af. Hirðusemi hans í hey-
hlöðu er fræg og hefði mátt verð-
launast. Hann var fjárglöggur og
gat sagt til marka án þess að styðj-
ast við markaskrár. Ljóðelskur var
hann, kunr.i mörg kvæða Hannes-
ar Hafsteins og, Alþingsrímurnar
utanbókar.
Engin trúnaðarstörf voru hon-
um falin, utan deildarstjórnar í
kaupfélagi Stöðvfirðinga, en suð-
urbyggð Fáskrúðsfjarðar var sér
deild úr því kaupfélagi. Ekki var
það að faðir minn hefði ekki gáf-
ur né hann nyti ekki trausts sam-
ferðarmanna sinna. Hann var mað
ur hlédrægur og lítt gefinn fyrir
að trana sér frám.
Móðir mín og hann voru jafn-
ingjar að dugnaði og flestum kost
um, samhent og unnust vel, þó á
ýtraborðinu sæust þess ekki
merki.
Orð hans á sjúkrahúsinu, þá
minni hans var þrotið, þó með ör-
fáum upprofum, nokkm áður en
'hann var allur, bsra vitni þess, er
'hann spurði mig: Hvernig stendur
á því að ég sé aldrei mömmu þína?
Og ier ég reyndi í vanmætti mín-
Tttn að leiða þ'ánn til skilnings að
hún væri ekki lengur þessa heims,
sagði hann: Þá er ég dáinn líka.
Faðir minn og ég háðum marga
hildi, bæði á sjó og landi, ásamt
Höskuldi bróður hans, sem lengi
þreytti með honum róðra og er
aflasæld þeirra, skotfimi, fiskverk
un og heiðarleiki í viðskiptum víða
kunn. Ekki mátti sjást blettur á
saltfiski, og ef ugga varð á að sól-
stikna í þurrkum, sá ég þá tárfelia.
Mættu fiskverkunarmenn nútim
ans af læra.
Þau tvö sumur sem ég ásamt
Ármanni syni Höskuldar réri með
þeim báðum á bátnum Marz, fór
aðeins einn saltfiskpakki í númer
tvö, ekki uggi í þrjú af tvö hundr-
uð skippundum.
Seinna reri ég svo með föður
mínum tvö sumur á árabátum, það
fyrra á tveggjamannafari, seinna á
sexæringi ásamt Guðjóni mági mín
um. Bát þennan kölluðum við Tó-
baksjárnið vegna krankleika og
höggs í mótræði. Siðan á vélbáti
færeyskættuðum sexæringi, borð-
hækkuðum, Gæfunni, sem var
mikil happafleyta og endaði loks
ævi sína á áramótabrennu. Eftir
það tók ég við formennsku. En
það er önnur saga.
Faðir minn var berdreym-
inn. Það brást aldrei þá hann
dreymdi hann fargaði stórgrip, að
ekki skyti hann sel eða hnísu.
Hins vegar ef hann dreymdi hann
skyti sel, varð það ætíð fyrir gripa
missi.
Seinustu árin sem foreldrar mín
ir bjuggu í Hafnarnesi, fór að bera
á lasleika hjá föður mínum og
reyndar móður einnig, enda lang-
ur, strangur og tæknilaus vinnu-
dagur að baki. Fluttu þau síðan
með mér til Vestmannaeyja 1961.
Móðir mín tók búferlaskiptun-
um eins og sjálfsögðum hlut. Hafi
hún saknað átthaganna, duldi hún
það vel. Faðir minn var hins veg-
ar sem slitinn upp.með rótum, og
sannaðist þar hið forkveðna:
Römm er sú taug, sem rekka dreg-
ur föðurtúna til.
Að lokum vil ég svo þakka
nokkrum samferðamönnum for-
eldra rninna tryggð og vináttu.
Þar vil ég fyrst nefna hjónin Guð-
nýju og Friðbjöm Þorsteinsson í
Vík í Fáskrúðsfirði, Magnús Sig-
urðsson frænda hans í Hvammi,
Sigurð Karlsson og Kristínu konu
hans Fagurhóli Vestmannaeyjum,
Halldór Jónsson og Önnu Erlends
dóttur konu hans, Boðaslóð 16,
sem um hver jól færði þeim gjiíf-
ir, og síðast og ekki sízt þau hjón-
in Elísabet Sigurðardóttur og Ár-
mann Höskuldsson, sem ásamt
Höskuldi bróður föður míns, gáfu
krans á legstað þeirra. Fleiri nöfn
væri hægt að telja, en það yrði
of langt mál.
Magnús Jóhannsson.
frá Hafnarnesi.
14
ISLENDINGAÞÆTTIR