Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 15
Bæðl voru þau fædd og uppal-
in í Strandasýslu. Brynjólfur faðir
Andrésar lézt erlendis þegar
Andrés var í frumbernsku og mun
hann látið eða ekkert hafa haft af
honum að segja.
Faðir Herdísar var Þorsteinn
smiður Þorleifsson í Kjörvogi,
mörgum að góðu kunnur. Andrés
faðir Sigríðar var talinn hygginn
búmaður og smiður góður, en Her
dís gæðakona, myndarleg i sjón
og reynd.
Systkini Sigríðar voru 5, Andrea
Steinþóra, Þorsteinn. Herdís, Ás-
geir og Helgi, sem öll éru nú lát-
in að ég held, nema Helgi, sem
enn er á lifi, háaldraður og á
heima í Grundarfirði.
Sigriður ólst upp í foreldrahús-
um og mun jafnan hafa dvalizt
þar til 1909, en þá giftist hún Jóni
Guðmundssvni frá Biarnastöðum,
mesta efnismanni og góðum dreng,
en hann fæddist 19. júní 1881.
Foreldrar Jóns voru Guðmundur
Stefánsson og kona hans Valgerð-
ur Rrandsdóttir, sem híðast bjuggu
á Níp og létust þar bæði.
Jón og Sigríður byrjuðu búskap
í Hvolsvelli og bjuggu þar i eitt
ár 1910—1911. Þá fluttust þau
vestur á Snæfellsnes og bjuggu á
Hellu í Beruvík, þar til Jón lézt á
bezta aldri 24. júní 1918. f Beru-
vík voru þá 4 býli, sem nú eru öll
komin í eyði. Jón var vel gefinn
gæðadrengur og stundaði um
'Skeið barnakennslu, bæði í Beru-
vik. Ólafsvík og Sandi og þótti góð
úr kennari. Þá var barnakennsla
illa launuð og auðgaðist hann því
ekki á henni. Þegar hann dvaldist
við kennslustörfin, kom því í hlut
Sigríðar að sjá um heimilið og
börnin, sem voru þá orðin 5, og
fórst henni það vel, þótt eigi væri
gnótt í búi. Börn þeirra voru:
Anna Herdís, Páll, Valgerður,
Kornelía og Guðmundur, sem öll
eru á lífi nema Kornelía, er lézt
í frumbernsku. Eru systkinin 4
sem á lífi eru mesta myndarfólk
og vel látin af öllum. Er Anna Her
dís, sem er þeirra elzt, búsett í
Hveragerði og ljósmóðir þar frá
1958, gift Guðmundi Pálssyni frá
Höskuldsey, góðum dreng og
mætum og eiga þau 4 börn á lífi.
Áður var Anna Herdís ljósmóðir
í Staðarsveit í meira en aldar-
fjórðung. Valgerður er i Vestur-
heimi, gift þarlendum manni, Guð
mundur býr í Ólafsvík, en hvar
Páll býr er mér ekki kunnugt,
held þó að hann eigi heirna í
Hafnarfirði eða Reykjavík. Um það
leyti sem Jón maður Sigriðar dó,
eða nokkru fyrr, réðist sem vinnu-
maður eða forsjá heimilisins til
Sigríðar, ungur maður að nafni
Jóhann Magnússon. Hann var sum-
part Snæfellingur, Dalamaður og
Strandamaður að ætterni, hæglát-
ur gæðadrengur. Honum giftist
svo Sigríður 1919 og bjuggu þau
eitthvað áfram í Helludal. Fluttust
svo þaðan að Fossi í Neshreppt ut-
an Ennis, sem nú er í eyði og
bjuggu þar í nokkur ár. Á Hjalla-
sandi áttu þau líka heima um hríð.
Þaðan lá svo leiðin að Barðastöð-
um í Staðarsveit, og þar bjuggu
þau lengst, eða meðan þeim var
samvista auðið, en Jóhann varð
ekki gamall maður og lézt á bezta
aldri 21. s eptember 1938, eftir
langvarandi kvalafulla sjúkdóms
legu, og varð þá Sigríður ekkja
í annað sinn. Börn þeirra Jóhanns
og Sigríðar eru fjögur og óll á
lífi, en þau heita: Helga, Magnús,
Jón og Ingibjörg, öll gift og eiga
börn. Helga, sem er þeirra elzt, er_
búsett í Vesturheimi. sift enskum
manni. Hin munu búa í Revkjavík
og Hafnarfirði, að ég held. Eftir
lát .Tóhanns manns síns bjó Sig-
ríður með börnum sínum um hrið
á Barðastöðum, en fluttist svo með
þeim til Hafnarfjarðar og dvaldist
þar ásamt þeim í nokkur ár. Öll
siðustu æviár sín var hún svo hjá
Önnu Herdísi ljósmóður elzta'
barni sínu i Hveragerði, og var þar
allt gert til þess að gjcra henni líf
ið sem ánægjulegast, og þar Iðzt
hún 12. jan. eins og fyrr er getið
Þegar hún hætti búskap á Barða-
stöðum fluttu þau Herdís og Guð-
mundur þangað og bjuggu þar um
alllangt skeið eða til 1958, er þau
fluttu austur í Hveragerði og hafa
átt þar heima síðan. Eins og sést
á þessu stutta yfirliti þá fór Sig-
ríður heitin eigi varhluta af mæðu
og andstreymi lífsins, en allt mót-
læti bar hún með þolinmæði og
bugaðist ei þótt böési móti.
Barðastaðir í Staðarsveit, jörðin
sem Sigríður bjó síðast á, er ríkis-
jörð og ekki stórt ábýli. Þar hefir
þó verið búið lengi og oft sæmi-
lega. Þegar Sigríður og Jóhann
fluttu þangað stóð bærinn i jaðri
Bláfeldarhrauns, langt frá alfara
vegi, en þar hafði bærinn staðið
frá fyrstu tið. Þar var lítið tún og
erfitt til ræktunar, en engiatekjur
voru allgóðar og sæmilegt til beit-
ar. Fáum árum eftir að bau fluttu
þangað, var bærinn fluttur niður
á melana skammt frá siónum og
þar reist myndarlest íbúðarhús.
Mun betra er þar til ræktunar og
svo var þióðvegurinn bar þá ör-
stutt frá ihúðarhúsinu. og síðast
en ekki sizt. að bar sást betur til
sanðfjár easnvart flæðihættu. en
hún er talsverð á Barðastöðum og
einn af ókostum iarðarinnar. Eftir
að bærinn var fluttur niður á mcl-
ana var bar oft gestkvæmt og
móti öllum tekið af hinni alkunnu
íslenzku gestrisni. Þá var verzlað
á Rúðum og lágu bví Piðir margva
Staðsveitunga um hlaðið á Barða-
stöðum.
Ég, sem línur þessar rita, minn-
ist margra góðra og glaðra stunda
á heimili þeirra hjóna, og margan
kaffisopann drakk ég hjá þeim og
svo síðar hjá Herdísi dóttur Sigríð
ar og manni hennar Guðmundi,
enda var góður kunningsskapur
okkar á miili.
Sigriður á Barðastöðum, eins
og hún var jafnan nefnd í Staðar-
sveit, var myndarkona í sjón, hæg
lát í fasi og hafði góða skapgerð.
Hún var óhlutdeilin um annarra
hagi og sameinaði flesta beztu
kosti íslenzkra sveithúsfreyja.
Vel var hún verki farin og vel
greind. Ilún fór aldrei mikið út
af heimili sínu, og var ekki fyrir
það að trana sér fram né fáta á
sér bera. Hún var öllum góð og
vann verk sín hljóð líkt og konan
Framhald á bls. 28.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
15