Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 16

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 16
MINNING KRISTJÁN GUÐNASON BÓNDI, STÓRA SANDFELLI, SKRIÐDAL Pað er siður í landi hér, að heim sækja frændur, vim og góða granna, á ýmsum tíinamótum í lífi þeirra, einkum þá líðar á ævina, þrýsta hönd, þakka störf, góð kynni og óska þeim veifarnaðar á ófarinni leið. Einn af góðbændum þessarar sveitar, Kristján Guðnason, í St. Sandfelli, átti sjötugs aímæli þann 18. marz s.l. Ekki lá það fyrir. að heimsækja Kristján þann dag, sem þó hefði verið gert, undir venju- legum kringumstæðum. Hann hafði farið sem sjúklingur til Ak- ureyrar, þá fyrir fáutn dögum og þær fréttir bárust, afmælisdaginn, að hann væri þungt haldinn og mætti við öllu búast. Það var eins og iortið yrði ailt í einu þungt og „dagurinn héldi niðri í sér andanum". Menn von- uðu þó, að færum læknum og góðri hjúkrun, tækist að bægja hinni „köldu hönd“ til hliðar, því öllum fannst, að Kristján mætti ekki að svo stöddu, hverfa úr fjöl- skyldu sinni og fámennri bænda- röð sveitar sinnar. Það fór þó á annan veg. Kristján lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. april og var jarðsunginn í fögru veðri í heimagrafreit á St. Sand- felli, laugardaginn 18. s.m. réttuni mánuði betur en sjötugur. Margt fólk var viðstatt útförina og sumt langt að komið, er vildi votta hon- um að leiðarlokum, virðingu sína og hlýlhug. Kristján íæddist að Þorvalds- stöðum í Skriðdal 18. marz árið 1900. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Björnsson, og Vilborg Krist jánsdóttir, er þá höfðu nokkur jarðarafnot á Þorvaldsstöðum, hjá Benedikt Eyjólfssyni, hreppstjóra. En þeir Benedikt og Guðni voru bæði frændur og vinir og aldir upp hlið við hlið sitt á hvorn Sand- fellinu, Stóra og Litla. f ágætri útfararæðu, er sóknar- presturinn, séra Ágúst Sigurðsson, í Vallanesi, flutti yfir Kristiáni, rekur hann ættir hans á þessa leið’ .Vilborg, f. 5. marz 1869, d. í St. Sandfelli 9. ág. 1959, Kristjánsdótt ir, bónda í Grófargerði á Völlum, Jónssonar á Víkingsstöðum, Þórð- arsonar, bónda, síðast í Eyjólfs- stöðum, Eyjólfssónar. Guðni, f. í St. Sandfelli 5. febr. 1862, dáinn í Sandfelli 8. júlí 1944 Björnsson, bónda í Sandfelli, Árna sonar Schevings, bónda í Húsey og Kóreksstöðum, Stefánssonar, prests á Presthólum, Schevings, Lárussonar, klausturhaldara (um- boðsmanns) á Munkaþverá Schev- ings, Hannessonar, sýslumanns Schevings Lárussonar, klaustur haldara Schevings á Möðruvöllum. Er Lárus ættfaðir Schevinganna hér á landi, danskur maður, dá- inn 1722 á Möðruvöllum. — Fyrri kona hans var Þórunn Þorleifsdótt ir, lögmanns, Kortssonar, og var hún móðir Hannesar, sýslumanns. Hún lézt á Möðruvöllum 1696. Kristján í St. SandfeUi var því í 7. lið frá Lárusi Scheving og Þór- unni“. Af þessari ættrakningu sézt, að sterkir stofnar stóðu að Kristjáni, bæði í embættis- og bændastétt. Upp úr aldamótunum síðustu hóf Guðni búskap í St. Sandfelli á hluta úr jörðinni, sem var eign föður hans. En hún hafði á sínum tíma skipzt á milli ættaraðila, sem ekki verður rakið hér. St. Sandfell er yzti bær í daln- um, austan Grímsár og liggur á mörkum Valla og Skriðdalshrepps. Ákaflega víðáttumikið og fallegt sauðland er í St. Sandfelli. Sand- fellið, sem jörðin dregur nafn sitt af, er eins og rismikill o,g vinaleg- ur bakvörður, með skógiklæddar hlíðar allt til miðs, en fíngerðar líparítblandaðar skriður skreyta hið efra. Annars er þar skógur meiri en í fjallahlíðum, má scgja að hann sé að „húsinu heim“ og allt niður undir Grímsá. Á velgengisárum Ungmennafé- lags Skriðdæla, voru stundum haldnar vel heppnaðar sumarsam- komur í Sandfellsskógi, enda um- hverfið vinalegt og útsýnið fagurt, vestur yfir Grímsána, með útlín- um Fella og Fljótsdalsheiða. Þótt St. Sandfell sé mikil jörð og falleg og lengi hafi verið þar tvíbýli og allir unað sér þar vel, var hún hvorki engjamikil né tún- stór, um það leyti, er þau Guðni og Vilborg hófu þar búskap, því var þar eins og víðast hvar. ærið verkefni fyrir hendi, er hið nýja landnám hófst, á fyrstu áratugum aldarinnar. ,Þau Guðni o,g VUborg bjuggu í St. Sandfelli allan sinn búskao, við fremur þröngan fiárhag, ........M almennrar virðingar, enda af traustum rótum runnin, sem greinilega hefur komið fram í börnum þeirra. Sambúð og sam- starf þeirra hjóna var með ágæt- um gott. Bæði voru þau viður- kennd fyrir dugnað og hirðuseini 16 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.