Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 20
Suðurlandsbraut 2, þar sem bráð-
lega verður tekið í notkun hið
nýja Hótel Esja. Jón var mikill
þrekma’ur og ósérhlífinn. Vann
hann að iðn sinni fram á áttræðis-
aldur, hin síðari ár í samstarfi við
son sinn. Var Jón mikiU gæfumað-
ur í öllum sínum störfum bæði er
varðaði þá sem hann vann fyrir,
svo og þá sem unnu undir hans
stjórn. Skyldurækni og samvizku-
semi voru mjög ríkir þættir í fari
hans og með fordæmi sínu var
honum einkar lagið að fá starfs-
menn sína til að sýna hið sama.
Minnist ég þess ekki að hafa heyrt,
að hann hafi orðið fyrir neinum
óhöppum á hinum langa starfs-
aldri.
í einkalífinu var Jón einnig mik
ill auðnumaður. Árið 1921 byggðu
Jón og Kristín sér hús að Urðar-
stíg 15 og bjuggu þau þar allt þar
til á síðasta ári, er Kristín lézt
hinn 1. september. Vantaði hana
þá þrjá daga í að verða níræð.
Hafði sambúð þeirra þá staðið í
rúm 60 ár. Síðustu ár ævi sinnar
hafði Kristín verið rúmliggjandi
o,g kom þá ekki hvað sízt fram,
hve traustur og umhyggjusamur
Jón var. Var sambúð þeirra einkar
kær og eftir andlát hennar mátti
glögglega sjá að þar fór ekki sami
maður og áður. Jón og Kristín
eignuðust fimm börn, en þau eru:
Elín gift Sigurði Bjarnasyni, Guð-
rún gift Guðlaugi Þorsteinssyni,
Aðalheiður gift Kristjáni Thorlací-
us, Sigurlaug gift Aðalsteini Egiis-
syni og Eiríkur kvæntur Sjöfn
Jónsdóttur.
Jón og Kristín voru mjög bók-
hneigðar manneskjur og á Urðar-
stíg 15 var mikið og gott bóka-
safn. Það var ein bezta dægrastytt-
ing þeirra hin síðari ár eftir að
Kristín hafði misst sjónina, þegar
Jón las fyrir hana og þá helzt um
eiitthvað er minnti á líf þeirra i
sveitinni áður fyrr.
Jón var mikill unnandi íslenzkr-
ar náttúru og naut hann helzt
hvíldar frá daglegum önnum er
hann í góðu veðri gat rennt fyrir
silung eða lax. Hann hafði óbilandi
trú á landinu og gæðum þess.
Einn ríkasti þáttur í fari Jóns
og það er að okkur barnabörnum
hans og síðar barnabarnabörnum
snéri var, hversu sérstaklega barn-
góður hann var. Átti þetta við
bæði um okku-r skyldmenni hans
sem og önnur börn. Minnumst við
hans með mikilli virðingu og þakk
MINNING
Sesselja Guðmundsdóttir
frá Búð í Þykkvabæ, fyrrum húsfreyja
á Bryggjum í Austur-Landeyjum
Fædd 11. júní 1888.
Dáin 16. júní 1970.
Værð nú hlauztu víst og
friðinn.
Virðist tíminn nokkuð iðinn
bleik að gera blóm á engi,
breyta ævisumri í haust.
Klukka dauðans kallar mengi,
köld er hennar þunga raust.
Hinztu ár á hækjum varstu,
hugprúð elll og sjúkleik
barstu.
Lifði vonin ljúf í brjósti,
lágt þó skini ævisól.
Veraldar í vosi og gjósti
veitti trúin öruggt skjól.
,K.yrrðin æ þig kringum ríkti,
kvöldin vetrar iðja mýkti.
Hannyrðir til halds og prýði
heimilinu gáfu svip.
Þú varst hetja í þínu stríði,
þú kunnir hin réttu grip.
Þjóðleg fræði þekktir.
kunnir.
Þykkvabænum sífellt unnir.
læti fyrir atlæti hans í öllu okkar
lífi. Því er það, að þeim er vel
borgið förunautunum litlu, er
verða honum samferða á þeirri
ferð, sem nú er að hefjast.
Sá tími ársins, sem færir okkur
birtu og yl fer 1 hönd. Er það
táknrænt fyrir ævi Jóns að kveðja
á þessum tíma, þegar svo bjart er
yfir öllu. Við sem eftir ilfum sætt-
um okkur við vilja Hans, er öllu
ræður því:
Sé það svo. Nú hvílist hann.
Hægist treginn ólmi.
Það er gott fyrir gamlan mann
Guði að falla á hólmi.
M.J.
Vertu sæll. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þorsteinn Guðlaugsson.
Oft ég hlýddi á þig segja
ýmsum liðnum stundum frá.
Fannst mér sjálfum, að ég
eygja
ævaforna tímann þá.
Kvödd ert þú af kærum
vinum,
komin burt frá jarðlífshrinum.
Hábæjar und helgum sverði,
við hlið þíns góða eiginmanns,
hvílan hinzta vær þér verði.
Vefur minning bjartan kranz.
Auðunn Bragi Sveinsson.
20
ISLENDINGAÞÆrTIR