Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 21

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 21
MINNING Auðbjörg Magnúsdóttir Fædd 28.4. 1899. Dáin 4.4. 1970. Auðbjörg fæddist að Ásbjarnar- stöðum á Vatnsnesi í Vestur-IIúna- vatnssýslu 28. apríl 1899. Þar ólst hún upp og bjó þar framan af ævi með móður sinni. Um hríð dvaldist hún á Harastöðum í Vest- urhópi en þaðan fluttist hún að Tungukoti í.Hlíðardal á Vatnsnesi með eftirlifandi eigihmanni sínum Sigurbjarti Þorlákssyni en þau giftust árið 1944. Frá Tungukoti fluttust þau síðan að Græna- hvammi á Vatnsnesi og bjuggu þar er hún lézt. Þetta er í örfáum orðum ævi- ágrip Auðbjai'gar, konu sem hef- ur háð alla sína lífsbaráttu í sveit. Æviágrip sem er stutt og einfalt en segir okkur að sjálfsögðu m.jög lítið um þessa merku konu. Ég kynntist Auðbjörgu nokkr- um dögum eftir lýðveldishátíðina 1944 er ég var sendur til sumar- dvalar til hennar og Sigurbjarts frænda míns. Ég man glöggt eftir því er við heilsuðumst á hlaðinu á Tungukoti, en Bjartur frændi hafði komið til móts við mig á Hvammstanga og fórum við ríð- andi út í Tungukot. Við þessi fyrstu kynni kom Auðbjörg mér fyrir sjónir sem mjög hlédræg kona, kurteis og ströng, en um leið höfðingleg. Ég hafði ekki dval izt nema í örfáa daga í Tungukoti, er ég fann að mér hafði skjátlazt. Strangleiki og jafnvel dálítið kuldaleg framkoma, sem ég þótt- ist finna við þessi fyrstu kynni hvarf eins og dögg fyrir sólu, þeg- ar ég fór að kynnast henni betur. Ég hef fáum konum kynnzt, sem átt hafa þá hlýju og ástúð í við- móti til að bera við hvern er var, sem hún. Oft kom þetta bezt fram, þegar um var að ræða þá, sem voru lítils máttar og áttu hvergi athvarf. Hjálpsemi hennar og umburðarlyndi að þessu leyti var svo mikið, að mér þótti stund- um nóg um. Ég fann einnig brátt að Auðbjörgu var ekki um það gef ið að aga aðra, en aftur á móti átti hún til að bera sjálfsaga, sem var svo smitandi að það tók fiam öllum þeim aðferðum í uppeldis- fræði, sem ég hef nokkurn tímann haft kynni af. Tryggð Auðbjargar við það fólk, sam hún kynntist, var alveg ein- stök. Við vorum sex drengirnir, sem vorum svo heppnir að eiga þess kost að vera um skemmri eða lengri tíma í sumardvöl hjá henni og Bjarti. Veit ég, að ég mæli fyrir munn okkar allra, er ég segi, að tryggð hennar og um- hyggja fyrir okkar hag hefði ekki getað verið meiri, þótt hún hefði verið móðir okkar. Því miður áttu þau hrjónin engin börn. Þegar Auðbjörg var að alast upp voru möguleikar á því að afla sér menntunar mjög takmarkaðir. Hún átti því eins og flestir aðeins kost á barnafræöslu í nokkrar vik ur. Síðan átti hún þó því láni að fagna að geta dvalizt einn vetur á Kvennaskólanum á Blönduósi. Þrátt fyrir þessa takmörkuðu skólagöngu leit ég*alltaf á Auð- björgu sem menntaða konu. Hún var einstaklega vel gefin og hafði alla tíð mikinn áhuga á bókmennt um bæði bundnu og óbundnu máli. Ég er sannfærður um það, að hún var að mörgu leyiti betur lesin en margir, sem þó hafa langa skólagöngu að baki. Ég hef fáum kynnzt, er kunnu þau ógrynni af Ijóðum sem hún. Þær stundir eru óteljandi, sem hún veitti mér ánægju með því að miðla mér af þessum ffóðleik sínum. í viðræð- um var hún einstaklega skemmti- leg og uppörvandi. Hún var ákveð in í skoðunum, sem einkenndust af heilbrigðri skynsemi, auðugu og lifandi hugmyndaflugi. Hún hafði alveg sérs'takt lag á að tala við börn og gaf sér mik- inn tíma til þess, enda hændust þau fljótt að henni. Hafði maður það á tilfinningunni að hún talaði við þau eins og fullorðið fólk og jafningja. Gerði hún allt til þess, að þau ættu sem virkastan þátt 1 umræðum og fengju tækifæri til þess að gefa ímyndunaraflinu laus an tauminn og láta í ljós skoðan- ir sínar á skynsaman hátt. Hún kenndi þeim að elska og virða landið okkar og meta hina fögru og ósnortnu náttúru þess. Hún kenndi þeim að umgangast dýrin með nærgætni, enda var unaður að vera vitni að þeirri umhyggju og þeim tilfinningum, sem hún bar til þeirra. Er Auðbjörg lézt, hafði hún átt við vanheilsu að stríða í mörg ár. Hún kvartaði aldrei, og gekk til allrar vinnu, þótt hún væri oft sár þjáð. Hún var forkur dugleg og ósérhlífin í -starfi, sem gerði það að verkum að hún var orðin slit- in kona þegar hún andaðist. Hvað sem á gekk var hun alltaf jafn glaðlynd og æðrulaus. Ég votta Sigurbjarti eiginmanni hennar, systkinum og öllum ætt- ingjum hennar og vinum samúð mína. Ég þakka Auðbjörgu fyrir allt það, sem hún kenndi mér, og fyrir alla þá ástúð, sem hún sýndi mér og minni fjölskyldu. Að lok- um þakka ég fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vera einn af drengjunum sex, sem fengu að votta henni virðingu og þakklæti með því að bera hana síðasta spöl- inn frá kirkjunni á Tjörn á Vatns- nesi, kirkjunni í fæðingarsveit hennair. Sævar HalUlórsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.