Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 25

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 25
MINNINC HREIÐAR E. GEIRDAL Fæddur 4.1.1880. Dáinn 30.1. 1970. Brandur af brandi brennur unz brunninn er, funi kveikist af funa. (Hávamál). Hreiðar Geirdal var barnakenn- ari í Grímsey á árunum 1908— 1912. Einhvern tíma á þessum árum orti hann kvæðið Grímsey. Það er greinilegt, að Hreiðar hefur hrifizt af þessari „töfraey“. Er það ekki undarlegt, svo margt sem til þess ber. Með sæbröttum hamraveggj- um rís hún úr djúpinu á mörkum, þar sem sér eiga mót úrsvalar unn- ir norðan úr ríki Dumbs jötuns og hlýlegar sinnaðar systur þeirra, vermdar yllþrnngnum straumum Atlantsála úr suðurátt. Naumast munu í öllum heimi margir staðir, þar sem jafnmikill friður ríkir og frelsi og í Grímsey. Og vítt er þar til veggja. í tæru iofti norðursins má oft sjá þaðan um óravegu. Auðvitað mundi sjást þaðan enn víðar, væri eyjan hærri. En í staðinn fynr það sjást þaðan oft skemmtilegar hillingar, svo að eyjar og hólmar við strönd megin- íandsins sýnast sem komin nálega í kallfæri við Grímsey, fljótandi á sjónum. Og þótt Grímsey mætti 'ð sumu leyti virðast einangruð, þá skortir þ ar ekki fjölbreytni ot margbreytileika. Eyjan sjálf verð- ur flestum, er séð hafa, heillandi sýn og ekki auðgleymd, hvort sem hún íklæðist hreinum og svölum snæskrúða vetrarins eða baðast á löngum, heiðum sumardögum i skini vermandi sólar, sem aldrei lækkar svo göngu sína um margra vikna skeið, að hún verði nærri því áð hverfa við hafsbrún. Það vita allir, sem kynnt hafa sér sögu Grímseyiar, að þar skortir sjaldan björg í búi. Má heita, að fengsælar fiskileiðir séu aðeins snertispöl frá bæjardyrun* fólks- ÍSLENDINGAÞÆTTIR SKÁLD ins. Á vorin og sumrin er i björg- unum og allt í kring iðandi fugla- líf. En uppi á eyjunni „dreifir fén- aður sér um græna haga“. Þá er það hafið sjálft í öllum sin- um trölldómi og ördeyðu. Þetta haf veltir stundum í ógnþrungn- um hamóði hrikalegum sjóum upp að strönd eyjarinnar. Þar brotna þessi ferliki á klettunum með ægi- legum dyn og drynjandi gný og þeyta beljandi brimstrókum og löðri í háaloft, svo að tung'tr þess teyja sig sleikjandi upp eftir öll- um björgum. Á öðrum tímum er það kyrrt, svo að hvergi verður greind hreyfing við fjörusteina, enginn andvari ýfir hafflötinn. Það er einr og höfuðskepnurnar, sem hér ráv' annars ríkjum, haldi niðri í sér a~ ’mum. Á þe m stað fjölnægta og ynd- is, lifir r ’.k, sem sennilega hefur að ýmsu ’eyti lítið breytzt í hátt- um rinum og venjmn, frá því að Hre' ’ter Geirdal átti þar heima. Því á ég. sem þarna hef átt heimili samneytt heil tíú ár, ekki bágt með að íkilja hug Hreiðars til þessa litla eylands, bæði meðan hann átti þar heima og alla tíð síðan til ævi- loka. En ég hef það eftir Guð- nýju dóttur Hreiðars, að honum hafi verið hugljúfar minningar frá dvöl sinni í Grímsey og þótt gott um þær að tala. Ég ætla samt að það hafi ekki verið aðeins eyjan sjálf og um- hverfi hennar og kannski ekki einu sinni fyrst og fremst þetta allt, sem heillaði Hr^ðar, heldur þeir sem eyjuna byggðu. „Ungur var eg forðum fór eg einn saman þá varð eg villur vega. Auðugur þóttumk er eg annan fann maður er manns gaman“. Hreiðar Geirdal var ungur mað- ur, þegar þetta var, og hefur senni lega unað sér vel í hópi lífsglaðra unglinga og samlagazt lífi þeirra og venjum. Þau hjón, Barbara og Magnús Árnason, listmálarar, dvöldust einu sinni nokkrar vikur í Gríms- ey, þegar ég átti þar heima. Þá orti Magnús kvæði út af því, sem honum bar fyrir augu og eyru uppi á ey á Jónsmessunótt. Hann gaf mér kvæðið, ritað á blað. Ég hef það ekki við hendina hér. En ég treysti því, að ég kunni það rétt. Ég læt fylgja hér eitt erindi. Þar er brugðið upp mynd af ungu kyn- slóðinni í Grímsey, þegar hér var komið, þ.e. þegar ég kynntist þessu voru unglingarnir með því, sem lýst er í kvæðinu, að halda við lýði gamalli hefð. Vísan er á þessa leið: Miðnætursól yfir sænum skin, söngur fuglanna hljóðnar og dvín, Grímseyjaræskan með ærsl og grir ólma hringdansa stígur. Mér gleymist eigi sú glaða sýn né geisli frá sól, sem ei hnígur. 2j

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.