Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 26
Og enn var þa-ð fleira, sem HreiC
ar hafði að minnast frá dvöl sinni
í Grímsey. Þegar hann var þar,
höfðu Grímseyingar eignazt mikið
og vandað bókasafn, sem Willard
Fiske, amerískur vísinda- og fræði-
maður, hafði gefið þeim, ásamt
gildum fjársjóði í peningum o.fl.
Má nærri geta, hvílíkt yndi hon-
um hefur verið, Hreiðari, að eiga
frjálsan aðgang að safninu, geta
sökkt sér þar niður í margs konar
fræði og listir og svalað þekking-
arþrá sinni, og þetta því fremur
sem bókakostur almennings var um
þessar mundir minni en =iðar varð.
Grímsey, kvæði Hreiðars Geir-
dals, hefur verið Grímseyingum
alla tíð frá þvi það var ort til
þeirra ára, sem nú eru að líða,
hið sama og okkur íslending-
um var öllum um langan aldur
„Eldgamla ísafold'1 — „Ágætust
auðnan þér upp iyfti, biðjum
vér“ sungum við í gamla daga og
endurtókum þetta hvað eftir ann-
að, og ekki sízt ef einhverjir sem
með voru, höfðu bergt ögn á guða-
veigum þeim, er lífga sálaryl og
leysa tllfinningar úr læðingi.
Þetta stóð nú hvergi í kvæði
Hreiðars. En mér er nær að halda,
aS Grímseyingum hafi stundum
verið eitthvað álíka innanbrjósts,
þegar þeir fóru með það.
Og naumast get ég trúað þvi, að
til séu margir fslendingar, sem
meira halda í heiðri þjóðsöng Matt-
híasar, „Ó. guð vors lands“ fog er
þá langt til jafnað) en Grímsey-
Ingar hafa haldið söng Hreiðars
Geirdals. Og það þori ég að full-
yrða, að ekki var til í Grímsey.
þegar ég átti þar heima, eitt ein-
asta barn, sem ekki kunni að
minnsta kosti fyrsta erindi þessa
kvæðis, væri það komið á þann
aldur, að það gæti talað nokkurn
veginn mælt mál.
Við hvert einasta hátíðlegt tæki-
fæ.ri sem Grímseyingar héldu upp
á, og á hverri gleðisamkomu, er
haldin var í eyjunni, meðan ég áttj
þar heima, var söngur einna fyrir-
ferðamestur liður á dagskránni.
Þar sungu ekki aðeins fáeinir út-
valdir. Þarna sungu allir, ungir og
gamlir. Flestir sungu aðeins sömu
rödd. Þá voru í eyjunni tveir
á-gætir bassamenn og kunnu bassa
við flest lög, sem sungin vorU. Veir
drógu sig aldrei í hlé, þó að báðir
væru orðnir nokkuð við aldur.
- Ég mun aldrei hafa séð í Gríms-
ey svo samstillta geislandi gleði
26
stafa af hverju andliti'sem á Fisks-
afmæli, þegar söngur var hafinn
með fyrsta erindi af kvæði Hreiðars
Geirdals. Og hef ég þó oft séð
Grímseyingar með gleðibragði.
(Grímseyingar halda upp á afmælis
dag Willards Fiskes á hverju ári.
Sennilega hefur kvæði Hreiðars ver
ið sungið í fyrsta skipti við það
tækifæri.)
Þegar hér var komið, hafði kvæð
ið Grímsey verið sungið sem eins
konar þjóðsöngur þessa fámenna,
Iit-la eylands, hátt í hálfa öld.
Brandur af brandi
brennur unz brunninn er,
funi kveikist af funa.
Auðyitað er kvæðið Grímsey
naumast meira en sem ein stein-
vala i dálitlu steinasafni móts við
allt annað, sem hann Hreiðar hefur
ort, og ekki einu sinni víst, að það
sé meðal þess, sem hann hefur kveð
ið bezt. En ég efast um, að nokk-
urt annað kvæða hans hafi í svo
ríkum mæli hrifið hugi þeirra,
sem með þau fóru, og það.
Er ekki óhugsandi, að minning-
in um höfundinn, sem enn lifði
með fólki í eyjunni, hafi valdið
nokkru um áhrif söngsins og vin-
sældir.
Kvæðið Grímsey er fjögur
erindi. Það hefst á þessum orðum:
Þú varst fyrr af mönnum metin
meira en eyðisker.
Er ég átti heima í Grímsey og
(má telja víst) frá upphafi, var
það sungið með sama lagi og
Reykjavíkurminni Steingríms „Yfir
fornum frægðarströndum“. Seinna
gerði Sigursveinn D. Kristinsson,
með samþykki og vilja höfundar,
nýtt lag við kvæðið. Það kom út í
ljóðasafni með nótum „fslandsljóð-
um“, sem þeir söfnuðu til í félági,
Sigursveinn og Hallgrímur Jakobs-
son, en Alþýðusamband íslands
gaf út 1948.
Hreiðar Geirdal fæddist 4. jan.
1880 að Gilsfjarðarmúla í Austur-
Barðastrandarsýslu. Foreldrar
hans voru Eyjólfur bóndi Bjarna-
son, prests í Garpsdal, Eggertsson-
ar Bjarnasonar, Pálssonar land-
læknis og Jóhanna Halldórsdóttir,
prests í Tröllatungu, Jónssonar.
ííreiðar var bróðir hinna þjóð-
kunnu og margdáðu systkina, Guð
mundar E: Geirdals skálds og Höllu
skáldkonu Eyjólfsdóttur á Lauga-
bólí. Og hann var föðurbróðir þoss
mikilhæfa öðlingsmann*, Sigujf
karls Stefánssonar kennara frá
Kleifum í Gilsfirði.
Hann stundaði nám í unglinga-
skóla að Heydalsá í Steingríms-
firði 1897—1898. Síðan var hann
við nám hjá séra Jónasi Jónassyni
á Hrafnagili 1904—1905.
Jónas varð einn af allra kærustu
vinum hans. Hreiðar dáði hann síð-
an allá ævi. (Orð Guðnýjar Hreið-
arsdóttur.)
Hjá Jónasi lærði Hreiðar meðal
annars að lesa ensku og þýzku og
dönsku. Má nærri geta, hvílíkur
andans fjársjóður sá lærdómur hef-
ur orðið honum, öðrum eins bóka-
manni.
Sumarið 1909 var Hreiðar
á kennaranámskeiði (í Kennara-
skóla íslands?). Hefur það þá ver-
ið á fyrsta starfsári skólans. Hann
var stofnaður 1908.
Á Húsavík í S.-Þingeyjarsýslu
lærði hann söðlasmíði og stundaði
þá iðn þar um skeið. Þetta var á
árunum 1901—1908, þó ekki óslit-
ið, því að það var einnig á þessum
tíma, sem hann var við nám hjá
séra Jónasi á Hrafnagili.
Seinna stundaði Ilreiðar söðla-
smíði á fsafirði (á árunum 1912—
1914).
Hann var barnakennari í Geira-
dalshreppi 1898—1899.
f Grímsey var hann barnakenn-
ari 1908—1912, eins og áður segir
Á fsafirði stundaði Hreiðar verzl
unarstörf lengst af frá 1914, þar til
hann lét af starfi fyrir aldurssakir.
Hann var mörg ár verzlunarstióri
verzlunar, sem hann átti ekki
sjálfur.
Þá fluttist hann til Guðnvjar
dóttur sinnar, sem þá var orðin
ekkja. og þoldi með henni „súrt
og sætt“, sagði Guðný en aðal-
lega sætt“ hafði gamli maðiu'inn
sagt, það sem eftir var ævinnar.
En það urðu tæp fjórtán ár.
Ég veit um mann, sem þekkti
Hreiðar vel, búinn að vera sam-
starfsmaður hans svo að mörgum
árum skipti. Eftir honum hef ég,
að hvert starf hans, Hreiðars, hafi
einkennzt af drengskan og trú-
mennsku, jafnt í stóru sem smáu.
Ég hef það einnig eftir honum,
að það hafi verið föst venja Hreið-
ars að fara langar gönguferðir
daglega að loknu dagsverki. Þeirri
venju hélt hann áfram eftir að
hann kom til Guðnýjar dóttur
sinnar.
Kvæði Hreiðars Geirdals hafa
ÍSLEND1NGAÞÆTTIR