Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 1
ÍSLEIiroxnrGAÞÆTTIB
Timans
17. TÖLUBL. — 3. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. DES. 1970 NR. 49
Sigríður Stefánsdóttir
J frá Auðkúlu
Kveðja, hugsuð að heiman.
Þegar fjarandi Jífsorka berst
mánuðum saman við þrotlausar
þjáningar, þegar bjargráð um-
hverfisins eru öll þrotin, þegar
allir sem unna standa magnþrota
í ástúð sinni og ómælanlegri þrá
eftir að eiga hjálpandi hönd, verð-
ur dauðinn, þessi eilífi ógnvaki
hins heilbrigða lífs, að líknandi
engli, draumurinn um að sá eða
sú, er í stríðinu stendur, fái að
vaka heil með vinum, að þrá eftir
að fá að kveðja, að þrá eftir misk-
unn hvíldarinnar. Og þó geta þessi
mál snúizt svo að þar, sem flótt-
ans var að vænta, sé viðnámið
öruggast, styrkurinn vísastur, gleð
in björtust. Þetta kunna að þykja
ósættanlegar andstæður, en þann-
ig horfðu þessi mál við mér, þeg-
ar ég kom að sjúkrabeði Sigríðar
Stefánsdóttur. Þótt hún berðist þar
mánuð eftir mánuð við hinn ill-
víga meinvald, sigurvissan og misk
unnarlausan, virtist öryggið og
festan svo rík í fari hennar, að
hún var enn veitandinn, þótt á
annan veg færi en áður. Til henn-
ar sárþjáðrar gátum við, aðheil-
brigðir vinir hennar, sótt styrk og
gleði eins og svo oft áður. Þeim,
er svo gjöfulum styrk er gæddur,
er gott að mæta. Veltur þá oft á
furðu litlu hver eða hvar vegur-
inn er, mé hverra erinda farið er.
Sigríður fæddist á Auðkúlu í
Svínadal 27. nóv. 1903. Faðir henn
ar var Stefán Magnús, prestur á
Auðkúlu, Jónsson, verzlunarmanns
í Reykjavík Eiríkssonar. Móðir sr.
Stefáns var Hólmfríður Bjarnadótt
ir stúdents í Bæ í Hrútafirði Friðr-
ikssonar. Móðir Sigríðar var síðari
kona séra Stefáns Þóra Jónsdóttir
prests á Auðkúlu Þórðarsonar,
prests á Mosfelli Árnasonar. Móðir
Þóru var Sigríður Eiriksdóttir,
sýslumanns Sverrissonar. Þessar
ættir skulu ekki raktar hér lengra,
enda eru þær alþekktar. Sigríður
ólst upp á Auðkúlu til þroskaald-
urs. Það væri nokkurt viðfangs-
efni nútímafræðimennsku að svo
fjölmenntuð kona, sem hún var,
skyldi ekki setjast á skólabekk.
En framhjá því verður ekki kom-
izt, að þrátt fyrir þá staðhæfingu,
að þeir einir séu menntaðir, er
lærdóm sinn hafa sótt á skóla-
bekki, var hún óvenju gagnmennt-
uð kona. En því má ekki gleyma,
að hún dvaldi sinn æsku- og þroska
feril á fágætu menningar- og mann
ræktarheimili. Reynslan hefur
sýnt, að til slíkra heimila var, og
er líka sótt menntun — manngildi.
Sr. Gunnar Árnason vígðist til
Bergsstaðaprestakalls 1925. Hann
vakti þegar athygli, hraðstfgari en
almennast var, ekki aðeins á
göngu, heldur engu síður á and-
legum sviðum, víðförlari en al-
mennt þekktist og jafnframt víð-
skyg'gnari en svo, að skilið yrði að
fullu, þó það breytti í engu um
vinsældir hans. Þær vann hann
fljótt svo að ágætt reyndist. Þau
Sigríður felldu hugi saman og gift
ust 3. júní 1928. Settu þau bú
saman á Æsustöðum það vor og
bjuggu þar við rausn til 1952, er
sr. Gunnar fékk veitingu fyrir
Kópavogsprestakalli. Þar hafa þau
búið síðan við hliðstæðar vinsæld-
ir og áður, heimilið jafnþrungið
þeirri vinhlýju, sem mætti okkur
í fátækt frumbýlingsáranna.
Það er ekki að jafnaði svipmik-
il eða margþætt saga, sem gerist,
þó ung hjón reisi sér heimili, enda
gerist þar lítið annað en inngang-
ur að sögu. Það, sem þar veltur
á að jafnaði, er sagan sem heimil-
ið skapar, þáttur þess i sögu um-
hverfisins, gildi þess fyrir menn-
ingu samtíðarinnar. En það gildi
verður ekki sannað af gustinum,
sem um það blæs, né hávaðanum,
sem þaðan glymur, enn síður ef
þaðan streymir andvari einn, jafn-
vel þótt hlýr sé. Þetta sannaðist
óvíða betur en á Æsustöðum, en
þaðan var andvarinn ríkastur frá
háttum heimilisins, heiðríkjan
björtust.
Þau hjón settu ekki saman bú
MINNINC