Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 4
MINNING ■ ( I < i Fæddur 8. apríl 1915 Dáinn 4. júlí 1970. ' Það hefur dregizt fyrir mér aS minnast Péturs Gunnarssonar, starfsmanns Tilraunastöðvarinn- ar á Skriðuklaustri, sem drukkn- aði í Jökulsá í Fljótsdal s.l. sum- ar. Við fráfall hans varð mér lík- ast og segir Hjóði Steins Steinarrs: „Hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir eða hinn, sem dó“. Ég veit, að minningu hans verð- ur þó bezt haldið á lofti með því að t-aka hann sjálfan til fyrirmynd- ar og ganga eins og ekkert hafi í skorizt og æðrulaust að hverju verki, sem kallar á úrlausn, rétta þeim hjálparhönd, sem hjálpar eru þurfi, án þess að það sé tíundað, í þeirri gömlu íslenzku hefð að iást að tengja nafn sitt við verk sín líkt og höfundar íslendinga- sagna ástunduðu. Pétur fæddist á Égilsstöðum í Fljótsdal, sonur hjónanna Berg- ljótar Stefánsdóttur og Gunnars Sigurðssonar, sem bjuggu þar lengi. Hann var einn fjórtán syst- kina, sem öll komust til fullorð- insára. Barn að aldri var hann sett ur í fóstur á Melum í sömu sveit, en strax og aldur og kraftar leyfðu fór hann að vinna fyrir sér. Skóla- 'gangan var aðeins farkennsla stutt an tíma í fáa vetur, eins og efna- litlir unglingar máttu sæta á þeim árum. Hin raunverulega skóla- ganga var sú, sem lífið og starfið bauð upp á og útheimti. Það var í stórum dráttum hinn sami skóli og íslenzk þjóð hefur gengið í í vþúsund ár, erfiður skóli, þar sem fóik hefur staðis.t próf og lifað af, þegar guð og gæfan leyfði eða fall- ið, þegar skólinn var strangastur. Úr þessum skóla hafði Pétur úr- valsvitnisburð, Hann . kunni þau fjöldamörgu handbrögð og tök, sem fylgja alhliða búskap. Hann bjó yfir alhliða verkþekkingu og staðþekkingu, sem fylgdi byggðar- lagi hans, eins og þeir sem bezt GUNNARSSON gerðu það- Eins og oft verður, þeg- ar menn ná tökum á verki, sem fyrir ókunnuga er óárennilegt, þá naut hann margs þess, sem búskap fylgdi, m.a. að vinna hörðum hönd um. Erfiði er nýyrði í sveit á ís- landi, segir Halldór Laxness. Ég minnist þess t.d., að eitt sinn fór Pétur gangandi alllanga ieið með varahlut úr bíl, sem hann átti til viðgerðar, þótt annar bíll stæði á hlaðinu til reiðu. Hestamennska var mesta tóm- stundagaman Péturs. Honum var hvíld að fara á hestbak og um- gengni hans við hesta var sem góðs föður við börn sín. Ég minn- ist þess einnig, að fyrir nokkrum árum týndist hestur frá Skriðu- klaustri. Pétur lagði þá land und- ir fót og gekk tugi kílómetra og var að heiman tvær nætur og kom aftur með hestinn. Fljótsdal fylgja miklar afréttir, svo miklar, að fjallskil á haustin eru ársverk fyrir einn mann. Pét- ur hafði smalað á öllum afréttum hreppsins og var ganguastjóri um tíma. Kunnugir vita, að gangna- menn eiga iðulega fátt sameigin- legt nema nafnið. Óvanur og ó- kunnugur gangnamaður skilar litlu verki og getur átt uóg með að skila sjálfum sér á áfangastað. í göngum og smalamennsku var Pétur í essinu sínu. Þar átti hann sér jafningja, en varla .færari menn, og á næturstað var hann boðinn og búinn til þjónustu. í afskekktum sveitum, þar sem nágrenni er gott, er mikil sam- hjálp manna. Leitað er til þeirra, sem kunna og geta betur en aðrir. ÞessU'fór Pétur ekki varhluta af. Hann var iðulega í frístundum sín- um að sinna kvabbi sveitunganna. Hann skrapp bæjarleið eða í kaup- ^tað með þá, sem vantaði far. Hann járnaði fyrir einn, bólusetti fé fyr- ir annan. Hann saltaði og reykti kjöt betur en margir. Hann eyddi litlu fyrir sjálfan sig, en studdi aðra beint og óbeint og hjálpaði, t.d. frænku sinni til náms. Hann var fyrstur manna kvaddur til und- irbúnings á þorrablótum og þvílík- um skemmtunum og að þeim af- loknum til uppgjörs og innheimtu, en sjálfur kaus hann að hverfa í fjöldann. Hann var mikið snyrti- menni að hverju, sem hann gekk, dulur og orðvar, trölltryggur vin- um sínum, en ekki viðhlæjandi allra. Pétur kunni austfirzkt tungutak dýpra en margur. Orðatiltækið: „Hann ætti skilið að fá dismiss og daríus og dink upp á rassinn“ væri ekki komið í Orðabók Háskólans án hans kunnugleika á því. Þegar útbreiðsla þess var könnuð, bár- ust spurnir af því með smávegis stafamun frá Breiðdal norður í Þingeyjarsýslur, en um uppruna þess er ókunnugt. Sá góði siður er iðkaður víða að veita verðlaun fyrir fegurstu og bezt hiriu skrúðgarðana. Mér finnst Pétur hafa átt sér á sinn hátt slíkan garð, þótt aldrei hlyti sá opinbera viðurkenningu. Garð- ur þessi var lífsstarf hans og sam- skipti við náungainn. Það sem var í valdi hans var fágað og fullkomn- að eins og kringumstæður leyfðu, jafnt hvort hann var að vinna fyr- ir sjálfan sig eða aðra. Þakkarskuld min við hann mun óbætt standa. Matthías Eggertsson. 4 ISLENDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.