Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 28
SEXTUGUR: Þórarinn Guðjónsson bifreiðastjóri, í Asgarði Þórarinn Guðjónsson, bóndi og bifreiðarstjóri í Ásgarði varð sex- tugur 9. nóvember s.l. Hann er Vestur-Eyfeliingur að ætt og upp- runa. fæddist að Syðri-Kvíhólma þar í sveit. Foreldrar hans eru Guðjón Jónsson og Steinunn Sig- urðardóttir, sem enn er skrifuð fyrir búinu að Svðri-Kvíhólma. há- öldruð merkiskona. Þórarinn og hans ágæta eigin- kona. Þómý Sveinbjarnardóttir frá Yzta-Skála, hófu búskap í Vest- mannaeyjum á seinni árum kreppu áranna, og bjuggu þar í nokkur ár, en haustið 1942 fluttust þau aftur upp til landsins þar sem ræt- urnar lágu og gerðist nú Þórarinn mjólkurbílstjóri hjá Kaupfélagi Hallgeirseyjar og ók mörg ár mjólk úr Fljótshlíðinni að Sel- fólk hefur í ríkum mæii notið þess í 50—60 ár hér, þar sem hún hef- ur verið kennari alveg til þessa. Þess er vert að minnast af tilefni afmælisdagsins, tímamarka, sem kalia má, ekki sízt hér á meðal vor, því að mörgu barni er hún búin að klappa hlý'.t á vanga. ?8 fossi, seinna úr öðrum sveitum og þá á vegum nærfellf þrjá áratugi af einstakri farsæld og við fádæma vinsældir. Meðan enn voru eigi komnar fullkomnar matvöruverzlanir í kauptúnin hér í sýslu og banka- útibúin voru eigi að heldur komin voru erindin mörg, sem Þórarinn í Ásgarði rak fyrir Rangæinga: Víxlar komnir að falli, vélarhlut- ir bilaðir, húsfreyjur vantaði í matinn og kaupfélögin hér austan Rangánna og Sýsluskrifstofan þurftu að koma peningum í Sel- fossbanka. Það skiptir raunar ekki máli hvert erindið er eða hver biður hann Þórarin, hann hefur aldrei orð um að gera öðrum greiða, möglar ekki eða kvartar um að þetta eða hitt sé erfitt. í sinum heimaranni, á Framnesi. hefur hún notið þeirrar gæfu að eiga jafnan kost, hvort heldur að hlýða á hjartaslöig samtímans og njóta bliks hraðfleygra stunda sem koma og fara svo, eða hlera hinn þunga slátt sögunnar þar sem mannfólkið bjó sér örlög að lifa við, deyja frá, og endast síðan í Goðdölum minning- anna. Stóð þar við húsið blóma- garður lengi vel, vel varinn móti norðri en vermdur ylgeislum sólar að sunnan. og að hlúðu fríðum vaxandi gróðri hendur þeirra systra beggja, Guðlaugar og Jómi. Norð-auStur af er flóinn opinn og útsýn til skipa. Það er veglegt hlutverk í líf- inu að hjálpa ungri veru til að vara, hvort sem er blóm eða barn, ekki sízt ef verkið er rækt af innri þörf og skilningi á því, hve eitt bros getur valdið miklu um vöxt- inn og gæfuna, eitt handarvik orð- ið örlagaríkt. Einmitt þetéa hlut- verk hefur Jóna farið með í lífinu. Fyrir það ber henni sæmd og þökk. Valtýr Guðjónsson. Segir ekki hátt já, brosir og held- ur sína götu. Allir fulltreysta þessum skapfestumanni og hann bregzt engum. Það er eins og erindin séu kom- in í vandað bankahólf þegar þau eru komin í hendurnar á honum Þórarni. Býlið þeirra hjóna, Ásgarður stendur vestam í Moshvolsásnum skammt austan við kauptúnið í Hvolsvelli. Það mun raunar réttu nafni heita „Tjaldhóiar“, þar var áningarstaður áður meðan ferðazt var á hestum, enda er þar skjól gofcf fyrir austanáttinni og vin-a- legt heima að líta. Þau hjónin eiga tvö uppkomin börn, sem erft hafa greinilega hina góðu kosti for- eldra sinna. í Ásgarði hefur verið rekinn mokkur búskapur á undanförnum árum, en bæði hafa þau hjónin einstakt yndi af búfénaði sínum og hafa að honum búið eítir því. Nú á þessum tímamótum eru j. honum Þórarni færðar hugheilar afmælisóskir og þakkir fyrir góð kynni og þann ósvikna yl, sem frá honum streymir til okkar sveitunga hans og samferðamanna. P.E. ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.