Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 9
Kristján Júlíus Kristjánsson Fæddur 12. júlí 1896. Dáinn 9. október 1970. „Vórt líf er elska, elskan líf, vort æ'ðsta hnoss. vor bezta hlíf“. Þessar ljóðlínur eru skráðar fag- urri rithönd Júlíusar, en svo var hann jafnan nefndur, framan í eintak af ljó'ðmælum Jónasar Hall- grímssonar, er hann gaf foreldrum mínum í brúðargjöf fyrir tæp- um fimmtíu árum. Réttum þrem árum siðar gekk hann að eiga móðursystur mína Dagbjörtu og ekki liðu nema rúm fimm ár, er hann ásamt Samúel móðurbróður minum var meðal þeirra síðustu er kvöddu þá bræður Harald og föður minn, er þeir lögðu í sína hinztu för frá Vestmannaeyjum. Július fæddist að Grundum í Kollsvík í Rauðasandshreppi 12. júlí 1896, sonur hjónanna Kristjáns frænda síns. Þegar þau mæðginin, Guðrún og Haukur seinna fluttust til Akureyrar og byggðu þar hús sitt á Einiiolti 7, var gert ráð fyrir herbergi handa „Nonna frænda“ ef hann skyldi þurfa þess með. Önnur börn systkina Jóns dvöld ust einnig um lengri O'g skemmri tíma á Mjóafelli, og mun Kalla frænka hans hafa verið honum handgengnust, og var hann henni eins og bezti faðir, Hún var ráðs- ko>na hjá honum síðasta sumarið, sem hann bjó á Mjóafelli Nú er Mjóafell komið í eyði og Nonni fluttur alfarinn til áður horf inna ástvina sinna, en það má lengi ylja sér við minninguna um þennan trygglynda heiðursmann. Með honum var gott að gleðjast — og hryggjast. Megi guð blessa iregferð Nonna frá Mjóafelli. F.B. Ásbjörnssonar bónda þar og konu hans Guðbjargar Halldórsdóttur bónda og méðhjálpara á Grundum. Um Halldór og Guðbjart bróður hans, bónda í Kollsvík, segir svo í Kollsvíkurætt: „Ætt þeirra má rekja í beinan karllegg til Arn- grims lærða. Einnig þekkist ætt þeirra til Evjólfs Jónssonar á Hjalla i Ölfusi en hann var kvænt- ur Ásdisi systur Ögmundar bisk- ups Pálssonar." Systkinin frá Grundum voru 11 talsins og eru nú aðeins 4 á lífi. íbúar í Víkum vestur hafa alla tíð háð erfiða lífsbaráttu en þar hefir aldrei svo vitað sé orðið bjargarskortur. Auk venjulegs sveitabúskapar er fanga jöfnum höndum aflað úr greipum Ægis, og hengiflugi Látrabjargs. Júlíus vandist ungur öllum þess- um störfum. Kollsvíkurver var á þessum tíma mikil útgerðarstöð, sem sótt var langt austan úr sýslu. Þar var því margmenni og fé- lagslíf og ýmislegt sér til gamans gert, er veður hömluðu sjóferðum. Minnist ég frá bernsku margra sagna og kviðlinga, er þar munu hafa orðið tiL Júlíus var um langan tíma sig- maður og fyglingUir þeirra Kolls- víkinga ásamt Jóni mági sínum, er farið var á Bjarg. Er aðstæður leyfðu hélt Júlíus frá annríki hversdagsleikans til Hvitárbakka til að afla sér mennt- unar og víðsýni. Þar lagði hann grundvöllinn að því starfi, sem vafalaust veitti honum hvað mesta ánægju og var honum hjartfólgn- ast á lífsleiðinni, en um áratuga- skeið var hann kennari í sveit sinni og munu m.a. hafa leyst kennaraskórt á drengjaheimilinu í Breiðavík fyrir fáum árum. Júlíus kvæntist árið 1924 eftir- lifandi konu sinni Dagbjörtu Torfa- dóttur frá Kollsví'k. Bjuggu bau um tíma á Grundum og Mel í Kolls vík en síðan 1939 hafa þau búið í Efri-Tungu í Cirlygshöfn. Börn þeirra eru. Kristján sjó- maður á Patreksfirði kvæntur Önnur Einarsdóttur, Friðgeir húsa smíðameistari, Hvoli, Ölfusi, kvæntur Jórunni Gottskálksdóttur, Marinó ýtustjóri, Efri-Tungu, Hall- dór, bóndi í Efri-Tungu og Ás- gerður Emma ljósmóðir. Auk þess að ala upp sín eigin börn, hafa þau jafnan haft á heim- ili sínu ýmist til sumardvalar eða Iengri tíma börn og unglinga, er notið hafa ástríkis þeirra og um- hyggju. Veit ég að ég má fyrir munn þeirra flytja þakkir og kveðjur, endá er ég sjálfur og tvö börn okkar hjóna í þsim hópi. Júlíus hafði um nokkurra ára- skeið kennt hjartasjúkdóms er hindraði að hann gæti tekið þátt í daglegum störfum og mun honum ekki hafa fallið það létt. Hann tók þátt í bændaför til Norðurlanda fyrir nokkrum árum. Naut hann fararinnar í ríkum rnæli, og svo vel hafði Hvítár- bakkadvölin reynzt honum fyrir hálfri öld, að auðvelt átti hann með samræður við stéttarbræður sína þar. Við ferðalok í Oslo fékk hann hjartaáfall og varð að dvelja um hríð á sjúkrahúsi ytra. Upp frá því mun hann lítt hafa mátt á sig reyna ef ekki átti út af að bregða. Hann lézt á Landspítalan- um 9. október s.l. stundu áður en framkvæma skyldi aðgerð, er von- ir stóðu til að bætt gæti líðan hans. Er ég sem barn handlék ljóða bók þá, er getið var upphafi, skorti mig skilning á merkingu hinna tilvitnuðu ljóðlína. Fátt hefir betur opnað aug'u mín fyrir sannleiks- gildi þeirra en kynni mín af heim- ilinu að Efri-Tungu. Megi það verða ykkur, ástvin- um hans, huggun í harmi. að í anda þessara orða var tíf hans og starf. Gunnar B. Guðmundsson. fSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.