Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 10
Jakobína Guðríöur Bjarnadóttir
Hinn 22. sept. var til moldar
borin Jakobína Guðríður Bjarna-
dóttir. Hún lézt í Borgarspítalan-
um aðfaranótt 16. p.m. Hún var
ástrík eiginkona og móðir, kær
systir og mágkona. Hugljúfur og
traustur vinur hefur fallið fyrir
aldur fram.
Jakobína fæddist í Reykjavík 19.
apríl 1918. Hún var dóttir hjón-
anna Ragnheiðar Magnúsdóttur og
Bjarna ívarssonar, bókbindara,
Jónatanssonar, útvegsbónda að
Litla-Seli í Reykjavík. Ragnheiður
var dóttir Magnúsar Blöndals
Jónssonar, prests að Vallanesi,
og fyrri konu lians, Ingi-
bjargar Eggerz, dótfur Péturs Egg
erz, kaupmanns á Borðeyri, en
bræður séra Magnúsar voru þeir
Bjarni frá Vogi og Helgi Jónsson,
grasaíræðingur. Jakobína var því
af sterkum stoðum komin í báðar
ættir og við, sem kynntumst henni,
máttum vel greina það.
Leiðir okkar Jakobinu lágu fyrst
saman fyrir allt að 30 árum, og
finn ég það, ekki sízt nú, að það
er mér mikil gæfa ao hafa kynnzt
henni.' Hún var mjög hlédræg
kona, og ekkert var henni fjær
skapi en að ota sjálfri sér fram.
Hún var svo tillitssöm, mild og
hleypidómalaus, að hún mátti
aldrei heyra neinum hallmælt —
né til þess vita, að illt tal-um aðra
ætti sér stað. Ilugur iiennar var sá
að særa aldrei tilfinningar ann-
arra. Jakobína átti fegurðarskyn í
ríkum mæli, kunni svo vel að finna
samræmi hluta, láta það smáa falla
að hinu stóra — skapa því eina
heild, svo að til varð form fegurð-
ar og gleði, því að allt, sem er fag-
urt, ber gleði og birtu í sjálfu sér.
Lund Jakobínu og eiginleikar
voru slíkir, að það hlaut að laða
fram það bezta í fari annarra, er
voru henni samvistum. Þannig er
unnt að bæta, gera annan betri,
án orða, án hávaða, og það var
Jakobínu einmitt lagið með sínu
stillta skapi og ljúfa viðmóti, sem
voru svo sterkir þættir í skapgerð
hennar. Ilún sannaði líka þessa
kosti sína þegar á reyndi. Ekkert
verður manninum þyngra en
þekkja sinn örlagadóm. Jakobina
kenndi lasleika fyrir rúmu ári
og brátt varð henni Ijóst, að
hverju stefndi, þótt leitað væri
allra ráða. Hún háði með sjálfri
sér hina miklu baráttu við dauð-
ann, sem hún fann að nálgaðist og
tók honum með þeirri reisn, sem
aðeins fáum einum er fært. Þann-
ig var hún í innsta eðli sínu, þol-
inmóð, þrautseig og sterk í skap-
höfn sinni, vildi ekki valda öðrum
áhyggjum né ónæði. Hún mátti
ekki til þess vita, að aðrir fengju
vitneskju um sitt-dauðastríð. Hún
sinnti gestum sínum og vinum
eins og ekkert væri og var veit-
andi til hinztu stundar, og því viss-
um við ekki að hverju fór. En þeg-
ar ég hugsa um skaphöfn Jakobínu
nú, þá finnst mér að einmitt svona
hlyti hún að taka sínu helstríði,
því svona var hún nærfærin og
tillitsrík við alla sem henni kynnt-
ust.
Ung að árum eða 19. febrúar
1938 giftist hún Eyþóri Dalberg
lækni og eignuðust þau einn son,
Marinó Eið Dalberg. Hann hefur
alizt upp hjá föðurfólki sínu. Þau
hjón slitu samvistir eftir stutta
sambúð.
Eftirlifandi manni sínum, Illyni
Sigtryggssyni, veðurstofustjóra,
giftist Jakobína 7. júlí 1949. Það
var þeim mikið hamingjuspor. Þvi
lengur sem menn lifa, því betur
verður þeim ljóst, að vinur manns
er hans hálfa líf. Á heimili þeirra
hjóna rikti gleði og ást, svo að
hver sem þangað kom hlaut að sjá
og skilja, að þau tvö kunnu að
vinna saman, finna þarflir
hvors annars, og þannig óx
líf. þeirra og dafnaði. Það
var ást og friður. — Segja má,
að Jakobína hafi verið kölluð á
brott í blóma lífs síns, einmitt þeg-
ar hún gat farið að líta urn öxl
og sjá árangur starfs síns. Nú gat
hún fundið öryggi eftir það erfiði,
sem alltaf hlýtur að fylgja ungu
fólki, sem reisa þarf nýtt heimili
og læra að vinna saman til þess
að hamingjan geti þróazt. Þannig
lilýtur söknuðurinn nú að verða
sár.
Þau hjón, Jakobína og Hlynur,
eignuðust eina dóttur, Ragnheiði
Ingibjörgu, sem nú er við nám í
Menntaskóla.
Við vinir Jakobínu þökkum
henni fyrir góða viðkynningp og
ég bið góðan guð að styrkja börn
og eiginmann í þeirra djúpu sorg
og ég votta ástvinum hennar öll-
um mína dýpstu samúð.
Aðalheiður Jónsdóttir
(sign)
f
10
ÍSLENDINGAÞÆTflR