Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Page 32

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Page 32
SJOTUGUR: Séra Kristinn Stefánsson Sr. Krisiinn Stefánsson fæddist á Brúnastöðum í Fljótum 22. nóv. árið 1900. Foreldrar hans voru Guðrún Hafliðadóttir og Stefán Pét ursson. Hann brauzt til náms í Gagn- fræðaskóla Akurej:< ar, mest af eig in rammleik, því roreldrar hans voru lítt efnum búin. Varð hann gagnfræðingur árið 1921. Stúdent fra M.R. várð hann 1924. en lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1928. Veturinn 1924—‘30 dvaldist hann í Þýzkalandi við framhalds- nám. með styrk úr Sáttmálas.jóð.i Haustið 1929 bar fundum okkar sr Kristins fyrst saman. Við urð- um samskipa á Gullfossi, sem síð- ar var kallaður „gamli Gullfoss1,. Var ég einnig á útleið til fram- haldsnáms, með það í huga að ger ast að því loknu kennari við hinn nýja héraðsskóla Borgfirðinsa sem þá var ákveðið að risi í Reykholti. Kynntumst við sr. Kristinn tölu- vert á þessum fáu dögum, sem Gulifoss var á leiðinni irá Revkja- vík til Kaupmannahafnar, með við komu í Englandi. Það sem mest stuðlaði að þessum kvnnum var það, að skipstjórinn, Sigurður Pét- ursson. sem var hrókur alls fagn- aðar um borð. safnaði til sín nokkr um farþegum til ýmissa skemmt- ana. m.a. smá brauta, sem allir skemmtu sér ávætleva við og skip- stjórinn ekki sízt. Að ég komst í þennan hóp mun hafa stafað af því. að við Sigurður vorum mál- kunnugir áður, en hann var kvænt- ur Ingibjörgu móðursystur konu minnar. Eftir að sr. Kristinn kom heim frá framhaldsnámi sínu, réðst hann kennari við Héraðsskólann að Laugarvatni veturinn 1930—31. Kom hann svo í heimsókn að Reyk holti sumarið 1931, en þá var ég orðinn bóndi þar. Var þá búið að auglýsa skólastjórastöðuna við Reykholtsskóla, og sr. Kristinn einn af umsækjendunum. Hlaut hann stöðuna og fluttist því að Reykholti þá um haustið. Svo sem margir vita var Reyk- holtsskóli arftaki Alþýðuskólans á Hvítárbakka, og fluttust þeir nem- endur úr yngri deild þess síðar- nefnda því í efri deild Revkholts- skóla. Það var ekki vandalaust að taka við skólastjórn af hinum kunna skólamanni Lúðvík Guð- mundssyni, en hann hafði verið skólastjóri Hvítárbakkaskólans undanfarin ár, og höfðu nemend- ur miklar mætur á honum. En sr. Kristinn stóðst þann vanda með mikilli prýði, enda vel undir hann búinn sökum mikilla meðfæddra mannkosta og mikils náms. Vil ég í þessu sambandi minna á það sem fyrr er sagt, að veturinn áður hafði hann verið kennari á Laug- arvatni og vann þar undii stjórn hins landskunna skólamanns Bjarna Bjarnasonar. Veit ég að sá vetur var sr. Kristni ekki síður nám en starf, og mótaði mjög skólastjórn hans hinn fyrsta vetur í Reykholti. Það sem og styrkti mjög skólastjórn sr. Kristins strax í upphafi voru kennsluhæfileikar hans. En það veit ég með sannind- um, að hann var afburða íslenzku- kennari, en það var einmitt aðal- kennslugrein hans. Og íslenzku vildu flestir læra vel. Vorið 1932 kvæntist sr. Krist- inn Sigríði Pálsdóttur frá Akur- eyri, og flufctist hún að ReykhoPi þá um sumarið. Sigríður var glæsi leg kona og eignuðust þau hjón heimili í Reykholti, sem var til mikillar fyrirmyndar. Setti þetta heimiili sinn sérstaka svip á Reyik- holtsstað, ekki sízt vegna margra gesta, er að garði bar. En heima- mönnum í Reykholti. og þá ekki sízt okkur kennurunum, var það einnig mikils virði. En samstarf þeirra skólastjórahjóna við okkur kennarana var alla tíð hið ánægju- iegasta. Þau hjón eignuðust þrjú börn, Þráin, Þóru Björk, og Kristin, sem öll fæddust í Reykholti. Sumarið 1933 bætti sr. Krist- inn enn við nám sitt, en þá ferð- aðist hann um Norðurlönd og kynnti sér unglingafræðslu þar. Þótt skólastjórn í Reykholts- skóla, svo sem í öHum fjölmenn- um heimavistarskólum væri mikið starf, komst sr. Kristinn ekki hjá því að bæta á sig störfum í þágu félagsmála, þótt það yrði enn meira síðar á ævi hans. Hann var t.d. kosinn formaður í Útgáfunefnd Héraðssögu Borgar- fjarðar I-III, og starfaði sem slík- ur frá 1935—1939, og sama árabil var hann formaður í Félagi hér- aðs- og alþýðuskólakennara. Næg- ir þetta tvennt sem ég nú hefi nefnt, til að sýna traust það er þeir menn, sem þekktu hann bezt, báru 4il hans. Því miður fékk Reykholtsskóli ekki að njóta starfskrafta þeirra hjóna lengur en til ársins 1939, en þá lét sr. Kristinn af skólastjórn og þau f'luttust til Reykjavíkur. Þessi ráðabreytni þeirra hjóna mun aðallega hafa byggzt á því, að þau gengu hvorugt heil'til skóg ar. Þrátt fyrir burtför þeirra skóla- stjórahjóna, hélzt áfram sú vin- átta, sem hafði myndazt milli heim ila okkar í Reykholti. Stuðlaði elzta barn þeirra, Þráinn, mjög að því. Hann var það gamalll, er foreldr- ar hans fluttust burt frá Reykholti, að hann var búinn að taka ást- fóstri við þann stað og vildi gjarn- an vera þar áfram. Hann dvaldi því oft á sumrin á heimili o'kkar hjóna, en hjá foreldrum sínum á vetrum. En sjúkdómur móður hans ágerðist eftir að til Reykjavíkur Framhald á bls. 31. 32 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.