Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 17
MINNING SIGURÐUR MAGNÚSSON FRÁ VALBRAUT í GARÐI Með fáeinum orðum vii ég minn ast hér látins vinar mins, Sigurðar Magnússonar frá Val- braut í Garði, en hann andaðist 7. júní í vor, rúmlega 92 ára. Guðjón Sigurður hét hann fullu nafni og fæddist 10. maí 1878, að Heiði í Gönguskörðum. Hann ólst upp að Beingarði í Hegranesi og vann þar við venjuleg sveitastörf til 17 ára aldurs, en fluttist þá hingað suður í Garð, þar sem hann dvaldist æ síðan, meðan hann gat séð um sig sjálfur. Ungur kvæntist Sigurður Ástríði Jónsdóttur frá Steinastöðum í Garði. Bjuggu þau fyrst á Eiði, em fluttust að Valbraut í kringum 1920, þar sem þau bjuggu um 19 ára skeið, eða þar til Ástríður and- aðist 1939. Þau eignuðusÞeina dótt ur, Stefaníu, sem er starfskona á Hrafnistu í Reykjavík. Auk þess ólst upp hjá þeim Tryggvi Einars- son, sem er búsettur í Garðinum. Framan af stundaði Sigurður sjó inn. eins og aðrir Garðbúar gerðu í þá daga. En eftir að aldur færð- ist yfir Sigurð og honum tók nokk- uð að förlast sýn, hætti hann sjó- mennskunni Oig fór að vinna í komst oft mjög skemmtilega að orði. Samlíf þeirra hjóna var ástúð- iegt og skilningsríkt. Var PáR stjúpbörnum sínum góður og til- litssamur. Mun hann hafa gengið einu þeirra, Soffíu, í föðurstað í þess orðs beztu merkingu. Eins og áður segir urðu kynni okkar ekki löng. Maðurinn með ljáinn stóð feti nær en okkur varði. Páll lagð- ist banaleguna í marz og lá heima fyrstu 10 vikurnar, oftast þungt haldinn. Annaðist kona hans hann af miikilli umhyggju og fórnfýsi. Gekk hún sjálf engan veginn heil ti'l' skógar en lét það iítt á sig landi við ýmis léttari störf, t.d. var honum falið að sjá um róðraljós- mehki bátanna, sem var all þýðing- armikið ábyrgðarstarf. Gegndi hann þessu starfi unz það var lagt niður í þess upphaflegu mynd. Samhliða eftirlitsstörfum hafði Sigurður um langt skeið á hendi útsöiu og dreifingu blaða og tíma- rita i Garði og Leiru, þar á meðal ganga. Bar hún hvoru tveggja með aðdáunarverðum hetjuskap. Páli var ekkert illa gefið, en margt vei. Og þrátt fyrir eitt og annað mótdrægt og sárt, var hann lánsamur. En mesta 'án hans hygg ég hafi verið að hann var kailaður yfir landamærin á undan konu sinni. Ég veit hann bíður þar í óþreyju með farkost handa báð- um. Ég vii svo að endingu votta Auð- björgu og börnum hans samúð mína. Guðmundur Halldórsson, frá Bergsstöðum. Faxa. Rækti hann það starf, af sinni alkunnu skyldurækni, sem var honum eðlislæg og í blóð bor- in. Hagmæltur var Sigurður, eins og hann átti kyn til, bæði í Skagafirði og Húnaþingi, en í báðum þessum sýslum átti hann ættmenni. Sig- urður hafði lika mikið vndi af ljóð- um og lausavísum og orti talsvert sjálfur um ýmislegt það sem lífið færði honum broslegt eða athygl- isvert upp í hendurnar. Sumt af þessum kveðskap Sigurðar, sem hann orti eftir að við kynntumst, komst inn á síður Faxa og mun um ókomin ár geyma þar nafn og minningu þessa hrekklausa og elskulega manns. Sigurður var lengi virkur félags maður í Kvæðamannafélagi Hafn- arfjarðar, þar sem hann fékk út- rás fyrir vísnagerð sína og naut í rikum mæli skilnings og vináttu góðra manna. Hafði kvæðamanna- félagið fyrir löngu gert hann að heiðursfélaga sínum og i því til- efni heimsótt hann og fært hon- um innrammað heiðursskjal þar að lútandi, sem gladdi hann mik- - ið. Meðan Sigurður var útsölumað- ur Faxa kom hann oft á heimili mitt, ávallt glaður og hress í anda og þá venjulega með nýja vísu eðá vísur á vörum. Eftir að hann missti alveg sjónina og var kominn til vistar á Elliheimilið Hlévang í Keflavík, þar sem hann var til síð- ustu stundar, gafst mér kostur á að endurgjalda að nokkru heim- sóknir hans, enda stutt að fara. Færði ég honum þá ætíð nýjasta Faxablað, sem gladdi gamla mann- inn. Fór þar tvennt saman, að frá því hann annaðist útsölu þess, fannst .honum það hluti af sjálf- um sér og svo vildi hann geyma blaðið og gefa það dóttur sinni, ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.