Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 15
H m u
THYRA LOFTSSON
TANNLÆKNIR
Fædd 7. febrúar 1901.
Dáin 23. október 1970.
Tíminn líður og samferðafólk
hverfur af sviði hins þekkta jarð-
lífs.
Nýlátin er frú Thyra Loftsson
tannlæknir, sem ég hafði þekkt
frá því hún giftist Pálma Lofts-
syni fyrirrennara mínum í stöðu
forstjóra Skipaútgerðar ríkisins,
en hann lézt árið 1953.
Andlát Thyru bar að höndum,
er ég dvaldi erlendis og þótti mér
leitt að geta ekki verið við útför-
ina, sem þegar hafði farið fram,
er ég kom heim.
Ég vil ekki láta hjá líða að
minnast Thyru með þakklæti fyr-
ir mikla vinsemd hennar í minn
garð allt frá fyrstu kynnum. Var
ég jafnan tíðuf gestur á heimili
hennar og kynntist gerla,. hversu
mörgum góðum kostum hún var
búin.
Hún hafði mikinn áhuga á mál-
efnum stéttarfélags síns, Tann-
læknafélagsins, og tók alla tíð virk
an þátt í starfi þess og félagslífi.
Voru stéttarsystkinin og venzla-
fólk þeirra tíðir gestir á heimili
hennar og nutu þau rausnar og vin-
semdar, eins og blóðbandasystkini
væru.
Lík var ræktarsemi Thyru gagn-
vart skólasystkinum sínum frá
námsárunum. Sumir skólabræður
hennar frá menntaskólaárum urðu
síðar aðnjótandi mikils opinbers
trúnaðar og valda hér á landi, án
þess allir gætu verið sammála um,
að slíkt væri í öllum tilvikum verð
skuldað, en um þá hlið hentaði
lítt að ræða við Thyru. Hún stóð
fast með skólabræðrunum. „Þetta
voru góðir strákar í skóla, og
hlutu að vera það enn“. Meira
skyldi ekki um það rætt.
Sumpart vegna stóriyndis Thyra
kom það stundum tyrir. að náin
samskipti hennar við frændfólk
eða kunningja rofnuðu, en á það
virtist hún nánast líta sem óhapp
eða slys, sem ekki bæri að ræða.
Þetta var að vísu kafli í bók lífs-
ins, en honum skyldi lokað, og
ekki í honum blaðað með vitund
eða vilja Thyru.
í daglegu lífi var Thyra yfirleitt
mjög sparsöm, en einnig hafði hún
mikla ánægju af að gera sér daga-
mun, og skyldi þá ekkert til spar-
að að vel tækist. Voru þau hjón-
in Pálmi og hún samhent um
þetta, meðan Pálmi lifði, og eftir
það hélt hún sömu venju um
rausnarleg gestaboð á ákveðnúm
minnisverðum dögum, og það
eftir að heilsu hennar var svo kom
ið, að allir kunnugir undruðust
þann kjark og venjufestu, sem í
þessu fólst.
í gestaboðum sínum var Thyra
jafnan hrókur alls fagnaðar og
vildi að allir væru kátir og óþving-
aðir. Persónuleg hófsemi af henn-
ar hálfu í þessu sambandi brást þó
aldrei.
Mörg hins síðari ár ævinnar átti
Thyra við mikla vanheilsu að búa,
en þessu tók hún án víls. Hún
gerði að vísu ráðstafanir, eins og
dauðinn væri á næsta leiti, en ekki
gaf hún til kynna í orði eða verki
að hún kviði komu þess gests.
Virtist hugsa sér að mæta honum
með ávarpi sálmaskáldsins: —
„Komdu sæll, þegar þú vilt“, og
vafalaust var dauðinn velkominn,
er hann vitjaði Thyru hinn 23. f.
m. Þá hafði hún „háð sitt stríð,
og jióg var lifað“.
Ég þakka Thyru og Pálma mjög
vinsamlega samfylgd á lífsleiðinni
og bið vinum þeirra og venzlafólki
blessunar. Guðjón F. Teitsson.
Já, einmitt þetta, nafna mín —
ástina og lífið — hvar sem var“.
er ég einnig viss um, að þú hafir
fyrirhitt þarna fyrir handan álinn.
Ingibjörg Þorgeirsdóttir
frá Höllustöðum.
f
Vor hugur klökkur kveður þig
með kærri þökk og trega.
Þú gebkst á lífi góðan stig,
svo göfug ævinlega.
Þú varst stundum hörð og
hrjúf,
er hug þinn mönnum tjáðir.
Við vissum, hvað þín lund var
ljúf,
þú lífsins ástúð þráðir.
Þitt lán var mest á lífsins stíg
að létta öðrum byrði.
Þín ástúð snerist oft um mig,
það er mér mikils virði.
Nú hugsa ég um öll þau ár,
sem ást þín dug mér veitti.
í lífsins önn, er lá ég sár,
þíin líknsemd raunum breytti.
Nú gistir þú í himnahöll
með hjörð á drottins vegum.
Við börn þín megum muna öll
hvað móðir kæra tregum.
Um föla vanga falla tár.
Hver fögur minning vaki.
Hann pabbi þakkar öll þau ár,
sem eigið þið að baki.
Er blessuð sumarsólin skín
og sveipast skrúði jörðin,
ég veit, að svífur sólin þín
þá sæl um Breiðaf jörðinin.
B.E.
Kveðja frá eiginmanni og börn-
um.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
15