Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 31
Baldvin og Sigfríði, þar er alltaf tekið vel á móti gestum og af góðum hug. Baldvin mun hafa stundað sjó og landvinnu jöfnum höndum og sem fleiri hafði hann smábúskap með til að drýgja matarforða heimilis- ins, og seinast í sumar vann Bald- vin fullam vinnudag. Þó að aldur- inn færist nú yfir Baldvin er hann þó hress og kátur og kann að gleðjast í góðum hópi. Ég man það er ég sá hann í fyrsta sinn til að vita hver hann var, er við hjónin tókum á okkur Framhald af bls. 32. kom, og andaðist hún árið 1942. Eftir lát móður sinnar dvaldist Þrá inn oft langdvölum á heimili okk- ar í Reykholti, og varð okkur ekki ■síður kær en eigin börn. Árið 1944 kvæntist sr. Kristinn frændkonu sinni, Dagbjörtu Jóns- dótíur, áður skólastjóra Hús- mæðraskólans að Laugalandi. Er frú Dagbjört frá Tungu í Fljótum. Eignaðist hann enn mikið fyrir- myndarheimili, því frú Dagbjört er óvenjulega myndarleg og góð kona. Er ekki einasta að hún hafi búið manni sínum óvenju gott heunili, heldur hefur hún reynzt stjúpbörnum sínum svo vel að frá- bæri má teljast. Er ég sérstaklega vel dómbær um þetta, því eftir að við fluttum til Reykjavíkur árið 1947, myndaðist óvenju traust vin- átta milii heimila okkar. Hygg ég ekki ofmæR, að hin mikla starfs- orka sr. Kristins, sem lítillega skal minnzt á hér á eftir, eigi að tölu- verðu leyti rætur að rekja til heim iiis hans. Þau Dagbjört og sr. Kristinn hafa eignazt tvö börn, Guðrúnu og Stefán Reyni, og eru þau, eins og börn hans af fyrra hjónabandi, miklum mannkostum búin. Þrátt fyrir margra ára samveru okkar sr. Kristins í Reykholti, gerði ég mér fyrst ljóst eftir að hann flutti til Reykjavíkur, hver hamhleypa hann var við andleg störf. í Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu vann hann frá 1940—1958, en það ár var hann skipaður áfengis Varnaráðunautur ríkisins og því starfi gegnir hann enn. 1946— 1966, eða um 20 ára skeið, var hann prestur Fríkirkjusafnaðarins ÍSLENDINGAÞÆTTIR rögg og heimsóttum Ólafsfjörð, þegar leiðin opnaðist fyrir Ólafs- fjarðarmúlann. Og er til Ólafs- fjarðar kom og við höfðum loks f-undið hús Baldvins stóð hann á hlaðinu hress og rátur og bauð til stofu. Ekki veit ég, hvort Baldvin, vinur minn er hrifinn af því, sem ég hef hér að ofan párað um hans merka áfanga á ævibrautinni, því að það mun ekki að skapi hans að láta bera á sér eða því er hann hefnr starfað. Ævi hans mun lík ævi þeirra í Ha/narfirði og reyndist þar sem annars staðar afburða vinsæli. Er hann talinn með allra fremstu ræðumönnum i prestastétt. En samhliða þessum föstu störfum, sem nefnd hafa verið, komst hann ekki hjá að taka þátt í ýmiss konar félagsstarfsemi. Hann var t.d. stórtemplar í Stórstúku ís- lands frá 1941—1952 og síðan í framkvæmdanefnd hennar. Os sök um starfa sinna að bindindismál- um hér heima hefur hann verið fuIRrúi á miklum fjölda ráðstefna erlendis, sem um slík mál hafa fjallað. Margt fleira mætti nefna um störf sr. Kristins, sem sanna hver afkastamaður hann hefur verið, skal þó aðeins minna-st á mikinn fjölda blaðagreina, bæði um bind- indismál og kirkjuleg málefni. En þótt störfin séu mikil fin-nst mér mest um vert, af hve mikilli trú- mennsku ha-nn hefur unnið þau. Að síðustu vi-1 ég færa honum mínar persónule-gu þakkir fyrir mikla vináttu á liðnum árum. Sr. Kristni, konu hams og börnum óska ég innilega til hamingju með þessi merku tímamót í lífi hans. Þorgils Guðmundsson. Þegar gömul skólasystir mín sagði mér frá því, að séra Kriist- inn Stefánsson fyrrv. skólastjóri í Reykholti ætti það merkisafmæli, þegar þjónar hins opinbera h-afa lokið starfsævi sinini, þá kom mér tl hugar sá prestur, sem kannski verðu-r einna langlífastur hér á lándi, séra Jón Prímus. ' Við þessi tvö, sem um séra Krist inn ræddum, erum úr þeim hópi nokkur hundruð nemenda, sem nám stundaði 1 Reyklholti á þeim manna er stritað hafa fyrir sér og sínum, til sjós eða lands í smábæj- um og þorpum þessa lands, þessir hljóðlátu dugnaðarmenn, er hafa byggt upp og búið 1 haginn fyrir komandi kynslóðir. Vonandi eigið þið hjónin að Kirkjuvegi 17, eftir að dveljast lengi enn hér meðal jkkar, svo vin ir ykkar, sem koma til Ólafsfjarð- ar megi enn lengi eiga von á góðum kaffibolla í litla eldhús- inu ykkar. Þ. Hailfreðsson árum, er Kristinn var þar skóla- stjóri. Það hefur alltaf verið vanda verk að s-tjórna heimavistarskólum hér á landi, og misjafnt hefur ver- ið setinn bekkurinn i því starfi. Kristinn var skólamaður af guðs náð Hann var ekki einræðisherr- ann, sem allir verða að lúta, og hlýða hans lögum vegna þess að það eru hans iög. Nemendur fundu, að þau boðorð sem hann ætlaðist til að haldin væru, voru þær reglur, sem óumflýjanlegar eru í sæmilegu samfélagi manna. Skólastjórinn var svo siálfsagður aðili þessa samfélags ' Reykholti, að það hvarf í skuggann í hugum nemendanna, að hann var nú samt sem áður stjórnarherrann á heim ilinu, er hafði alla tauma í hendi sér. Það er aðall allra góðra verka, hvort sem það eru hugsanir færð- ar í búning orða og skráðar á bók, verk gerð af 9teini eða tré. eða sönn menntun borin fram milli- liðalaust, að þetta virðist allt hafa verið gert áreynslulaust. En þessu er að jafnaði öfugt farið. Heflun og fágun góðra hluta kostar mikið starf. Kristinn Stefánsson var ekki heilsuhraustur maður, og það var skaði okkar skólamálum að hann hvarf þar frá. Ég hef ekki fylgzt með störfum Kristins siðan hann lét af því að stjórna héraðsskóla. En ég þykist vita, að hann hafi unnið að þeim störfum er við tóku, af alúð og vandvirkni hins lítilláta manns. Ég veit að hann hefur verið jafn sjálf- sagður í sínum hópi, á sínu starfs- sviði, eins og séra Jón Prímius var forðum undir Jökli. Megi séra Kristni StefánJsyni end ast aldur og heilsa sem lemgst í þessum sundurleita heimi. Grímisey, 13. nóv. 1970. Magnús Gestsson. 3! Séra Kristinn Stefánsson . . .

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.