Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 19
MINNING
ANDRÉS ANDRÉSSON
KLÆÐSKERI
Andrés Andrésson klæðskeri
fæddist 7. júní 1887 að Hemlu,
Vestur-Landeyjum. Foreldrar hans
Voru Andrés Andrésson bóndi þar
og kona hans Hólmfríður Magnús-
dóttir.
Andrés var mjög góður vinur
fjölskyldu minnar og voru þau vin
áttubönd knýtt löngu áður en ég
kom í heiminn, því að Andrés
hafði starfað hjá Jóni Þórðarsyni,
afa mínum. Jón fékk miklar mæt-
Ur á Andrési og gerði honum ýms-
an greiða meðan hann var að koma
Upp fyrirtæki sínu. Fannst And-
rési hann aldrei getað fullþakkað,
hvorki afa minum né öllu hans
fólki, svo að jafnvel ég, sú yngsta,
naut góðs af.
Það áttu margir umkomulitlir
Unglingar athvarf hjá þessum
nafni, ættaðri frá Feios í Sogni.
Er það sunnan megin fjarðarins
og allinnarlega, en nokkru utar og
norðan fjarðar mun vera fræg
ferðamannamiðstöð, þ.e. Bala-
strönd (Balestrand). Byggðirnar
umhverfis Sognsæ nefndust að
fornu Sygnafylki og þeir Sygnir,
er þar bjuggu. Ýmsir hinna helztu
fandnámsmanna vorra munu vera
þaðan ættaðir.
Þau Margit og Árni, eignuðust
Þrjá syni, er svo heita: Erling Val-
ur, f. 7. júni 1934. Hann er ókvænt
Ur og dvelur erlendis. Einar
Eóbert, f. 1. október 1937. Hann
er loftskeytamaður að atvinnu, bú-
settur í Reykjavík, kvæmtur Mar-
gréti Guðmundsdóttur og eiga þau
tvær dætur barna. Ingi Rúnar, f.
13. febrúar 1942. Hann er loft-
skeytamaður að atvinnu, eins og
Eóbert bróðir hans og búsettur í
heykjavik. Hann mun enn vera
ókvæntur, en heitbundinn Hildi
The«>dársdóttur. Allir eru þeir
hræður menn vel gefnir og dug-
öú'kiir, eins og þeir eiga kyn til.
Þau ár sem ég átti heima í Súða-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
sæmdarhjónum, Jóni og Þor-
björgu, en fáir hafa haldið því
eins á loft og með eins þakklát-
um huga og Andrés Andrésson.
Hann kom oft heim til foreldra
minna. Það fylgdi honum heillandi
kraftur og góðvild til allra. Hann
sagði skemmtilega frá, bæði því
jarðneska og ekki síður því, sem
venjuiegu, jarðnesku fólki er hul-
ið. Varðveiti ég margar lærdóms-
rikar sögur í minningunni frá slík
um samverustundum.
Þegar komið var saman á gleð-
innar stund, var hann hrókur alls
fagnaðar. Hann dansaði við okkur
unga fólkið eins og væri hann sjálf
ur ungur. Hann var alltaf ungur í
anda, frjálsmannlegur heiðursmað
ur, en á stundu sorgarinnar var
hann mesti huggarinn, því að hann
víkurþorpi kynntumst við Árni all
vel, eins og gjarnan verður meðal
manna í litlu samfélagi. Vegna ým
issa starfa minna þar, þurfti ég og
að hafa margvísleg samskipti við
fólk, meðal annars innheimtu á
sérgjöldum sjómanna og útgerðar-
manna. Ávallt var þá Árni manna
fyrstur að gera hreint borð, að því
er snerti bát hans Valinn, sem og
allt annað er honurn bar að greiða.
Eftir að hingað kom í höfuð-
borgina, fyrir hálfum öðrum ára-
tug eða svo, urðum við nágrannnr
í sama húsi, og hélzt því kunningi-
skapur okkar sem áður. Þá reyndi
ég enn betur en fyrr drenglund
Árna og greiðasemi, því að fyrstu
árin gekk mér ekki sérlega vel að
standa undir íbúðarkaupum og
öðrum kostnaði, sem af búferla-
flutningi leiddi.
Láti guð honum nú raun lofi
betri. Eftirlifandi konu Árna, son-
um þeirra og öðrum vandamönn-
um votta óg samúð mína.
21. nóv. 1970.
Jóhann Hjaltason.
tók þátt í sorginni, og enginn stóð
einn með hann nálægt sér. Hon-
um voru gefnar miklar guðsgjafir
og hann notaði þær veíöðru fólki
til hjálpar og blessunar Hann
starfaði undir því merki, sem göf-
ugast er: „Allt, sem þér gjörið,
skal í kærleika gjört“ Sjálf get ég
vitnað um lækningu, sem ég fékk
hjá honum. þegar ég ung lá lengi
í rúminu og læknar töldu litla von
um bata. Móðir mín kallaði þá á
Andrés heim. Hann sat lengi og
hélt í hönd mína. Upp frá því fór
mér að batna, unz ég varð albata
ekki löngu síðar. Fyrir slíka hjálp
er ég þakklát. Og hann gerði
meira, hann sendi^ mér gjafir að
sjúkrabeði mínum.Ég veít, að marg
ir hafa svipaða sögu að segja. Þeg-
ar óg svo fluttist austur yfir heið-
ar, fylgdu mér blessunarorð And-
résar, þau hafa reynzt haldgóð.
Fyrir þau er ég þakklát.
Andrés var hamingjumaður.
Hann varð þó fyrir þeirri sorg að
missa konu sína Halldóru Þórar-
insdóttur árið 1940. Var hún glæsi-
leg kona og gerði þeim fallegt
heknili. Börn þeirra eru Þórarinn
kvæntur Kristínu Hinriksdóttur og
19