Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 23
ari og varð þess valdandi að Matti varð að leita hingað til Reykjavík- urborgar með atvinnu. Á fyrsta eða öðru ári, sem Matti dvaldist hér syðra, vann hann á Keflavík- urflugvelli og hafði það ár allgóð- ar tekjur. En næstu árin á eftir var atvinna lítil og tekjur rýrar. En einmitt þá varð Matti að bera an mannlega skilning og drengi- legan þáít Gunnars Thorodd- sen var Matthías honum þakk- látur alla ævi. Já, hér var vissu- lega nóg að gert, þótt Reykjavík- urborg færi ekki að bæta pinkl- um á Skjónu. Á næstu árum hnign aði heilsa Matta svo, að hann varð að fara á Elliheimilið Grund. þá gleði, sem einkennir þroskaár- in. í tframkomu var hann hægur og fáskiptinn og leitaði lítt á aðra, en ef hann var ávarpaður, var hann þægilegur og viðræðugóður. Ef menn beindu gáskafullum orð- ,um til Matta, svo var hann oftast kallaður af kunnugiím, þá svaraði hann fljótt og vel þeim, er skeyt- ið sendi og varð sá himn sami feg- inn að þagna. Örvarnar hans Matta h-ittu jafnan í mark og gleymast ekki þeim er heyrðu. Eftir, að foreldrar Matthíasar og sysbkinanna dóu, bjó Matthías á jörðinni Fallandastöðum á móti Birni bróður sínum. Helga systir hans matreiddi, þjónaði honum og sá um heimilið. Búið var iítið en vel um það hirt og gaf því góðan arð. Alltaf átti Matti liðleg reið- hross og fóðraði þau og hirti at snilld og nákvæmni. Að loknum önnum dagsins lét Matti það oft eftir sér að bregða sér á hestbak, og á þessum stuttu reiðtúrum tamdi og þjálfaði hann hesta sína. Einn af beztu reiðhestum Matta var jarpur hestur, sem hann nefndi Ófeig. Myndin sem fylgir þessum línum, er af honum og Malta. Það sést glöggt af m.yndinni að samkomulagið miili hests og manns er gott, þar eiga sér ekki stað, átök eða sviftingar. Meðan Matti var heima, lagði hann mikla alúð í fóður og hirðingu á Ófeigi og það svo, að orð var á gert. Það voru ekki stjúpmóðpr hendur, sem struku um háls, bak og lend- ar Ófeigs í þá daga. Nei, það voru hlýjar hendur hans Matta, sem voru að votta gæðingnum þakk- læti hans fyrir ógleymanlegan sprett. Oft kom það fyrir, er Matt- hías var á ferðinni á Ófeigi, að hann tók lagið um leið og hest- urinn þaut á sprett. Lund knapans léttist í samskiptum við góðhest- inn og hann sjálfur verður stærri og betri maður. En nú eru þeir baðir horfnir og söngur Matthíasar og hófadynur Ófeigs þagnaður á reiðgötum Hrútafjarðar. Þegar mæðiveikin geysaði um sveitir landsins hjó hún stórt skarð í lítil og stór bú, varð þá margur þóndinn að leita sér atvinnu fjarri heimili sínu, um lengri eða skemmri tíma. Litla búið hans ^fatta á Fallandastöðum varð fyrir þuingum áföllum af fjáipest þess- ÍSLENDINGAÞÆTTIR há gjöld, hann var annar hæsti gjaldandi Staðarhrepps það ár, og ennfremur átti hann að greiða há- ar upphæðir til Reykjavíkurborg- ar. Þegar allar þessar kröfur dundu á Matta, tók einn kunningi hans að sér að fara til borgarstjórans, sem þá var Gunnar Thoroddsen, og skýra fjárhag Matta fyrir hon- um. Borgarstjórinn gaf verjanda Matta góða áheyrn. Og eftir að hafa hlustað á sögu hans og athug- að alla aðstæður, lét hann allar kröfur Reykjavíkurborgar á hend- ur Matthíasi miður falla. Fyrir þenn Á fyrstu árum Matta hér í borg- inni, bjó hann í litlu húsi, sem stóð við hliðina á Hallgrímskirkju. sem þá var að rísa af grunni. Þetta hús var svo lítið, að aðeins einn dívan komst undir hvora hlið og.ef set- ið var á þeim komu hné saman. En þótt húsið væri lítið var hjarta Matthíasar stórt og hlýtt. Þarna inni í litla húsinu á Skólavorðu- holtinu fékk margur mni hjá Matt- híasi um lenari eða skemmri tima án endurgjalds. Fyrstu árin sem Matthías dvaldi á Elliheimilinu Grund. var hann það hress, að hann gat farið um borgina og litið inn til kunningj- anna og var það föst venja hjá honum, að hann kom í þrjú hús. En það sem var merkilegt við þetta, var það, að þessi hús voru öll með götunúmerinu 14. Fvrst kom Matti á Grjótagötu 14 til Guðbjargar Ólafsdóttur. sem ávallt tók mjög vel á móti honum. Næst kom Matti á Kirkjuteig 14 til Helgu systur sinnar og svo á Óðinsgötu 14, sem þá var heimili mitt. Venju- lega hafði Matti ekki langa við- stöðu 1—2 klst. og ferðaðist gang- andi nema ef það bar við, að kunn- ugur tæki hann upp i bíl, er leið- ir lágu saman. Ég veit að allr íbúarnir á 14 hafa fundið það sam- eiginlega, er Matti var á ferð að þar gekk vinur í hlað, er hann bar að garði. En allt breytist og nú býr enginn af þessu fólki á 14. Heilsa Matta hnignaði og ferðir hans til kunningjanna fækkuðu og lögðust svo niður. En ef maður leit inn til Matta, þá mundi hann fólkið á 14 og bað mann að flytja því kveðju sína. Gott þykir mér að minnast þess, að hafa átt heima á 14 og heimsóknum Matta. Vinátta hans entist mér vel. í þann mund, sem heiðar voru smalaðar í haust, búsmalinn rek- inn til byggða og heiðarsvanurinn þagnaður, komu jarðneskar leifar Matthíasar heim í átthagana, eftir 30 ára útlegð. Hann bað Helgu syst 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.