Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 18
MINNING
ÁRNI GUÐMUNDSSON
FRÁ SÚÐAVÍK
Fæddur 10. júlí 1900.
Dáinn 24. okfcóber 1970.
Á fyrsta vetrardag hinn 24. okt.
s.l. lézt í Vífilsstaðahæli, eftir
langa sjúkdómslegu, Árni Guð-
mundsson, fyrrum skipstjóri og út
gerðarmaður frá Súðavík í Álfta-
firði vestra. Árni fæddist 10. júlí
árið 1900 á Melum í Árneshreppi
í Strandasýslu, sonur hjónanna
Guðmundar Guðmundssonar
bónda þar og konu hans, Elísabet-
ar Guðmundsdóttur. Guðmundur,
faðir Árna, var sonur Guðmundar
JónsSonar bónda á Melum og konu
hans, Sigríðar Árnadóttur frá
Kambi, sem bjuggu á Melum í full
fjörutíu ár Hafa langfeðgar Árna
búið á MQlum mann fram af manni
nær óslitið tvær aldir, allt frá því
um 1790. Og enn h.ygg ég að búi
þar bróðir Árna, Guðmundur Pét-
ur og kona hans. Ragnheiður Jóns-
dóttir frá Broddadalsá.
Elísabet. móðir Árna, var dóttir
hins nafnkunna sveitarhöfðingja
og sjósóknara, Guðmundur Péturs
sonar í Óf»iesfirði og fyrri konu
hans, Elísabetar Þorkelsdóttur.
Voru þær systur tvær, er til ald
urs komust, þin var Tensína. kona
þegar hún kæmi að heimsækja
hann.
Síðustu árin bættist það við sjón
leysið, að heyrnin bilaði líka, og
eftir það komu heimsókriir honum
að litlum notum. Þó tókst mér
ætíð að láta hann skilia hver ég
var, og þá — eins og þegar blás-
ið er í kulnandi glóð — hýrnaði
svipur gamla mannsins og hlýtt og
innilegt handtakið sagði mér hvað
inni fyrir bjó.
Já, nú er þessi góði og grand-
vari maður horfinn af sjónarsvið-
inu, en minningin um hann mun
ætíð ylja mér og öðrum þeim,
sem af honum höfðu nánust kynni.
H.Th.B.
Sigurgeirs Ásgeirssonar bónda og
kaupmanns á Óspakseyri, er fyrst-
ur stjórnaði unglingaskólanum á
I-Ieydalsá, sem stofnaður var laust
fyrir síðast liðin aldamót. Guð-
mundur Pétursson mun hafa stund
að sjósókn um fjörufíu ára skeið,
jafnhliða bústörfum, og lét smíða
hið fræga hákarlaskip Ófeig, þeg-
ar hann rúmlega tvítugur að aldri
hóf búskap í Ófeigsfirði, árið 1873.
Svo vel hefur til tekizt, að Ófeig-
ur, sem senn er nú hundrað ára,
er varðveittur í Byggðasafni Hún-
vetninga og Strandamanna. á
Reykium í Hrútafirði.
Guðmundur Á Melum, faðir
Árna, reri margar hákarlavertíðir
á Ófeigi hjá tengdaföður sínum,
þar eð fjölskyldan á Melum varð
brátt stór og mun bóndi hafa þurft
öllu til að kosta, að sjá henni far-
borða, því að alls urðu börnin tólf.
Þó hygg ég að eftir aldamót hafi
þessi atvinnuvegur, hákarlaveið-
in, ekki fært jafnmikla björg í bú
osr alloft fyrr á árum.
Árni Guðmundsson, sem var
annað barnið í aldursröð sinna
mörgu systkina, ólst ekki upp hjá
foreldrum sínum utan þrjú fyrstu
æviárin, en var þá tekinn í fóstur
af föðursystur sinni, Guðrúnu Indí
önu og manni hennar, Einari Þor-
steinssyni. Nokkru síðar fluttu þau
að norðan vestur að Djúpi. Bjuggu
þau fyrstu árin vestra í Hlið í Álfta
firði, þar sem Mýrakot heitir, en
fluttust síðar út að Tröð í Súðavík-
urþorpi.
Sautján ára gamall varð Ánni
formaður á fimm tonna vélbáti
hjá hinum kunna útgerðarmanni
Grími Jónssyni i Súðavík. Þótt
Árni væri óvenjulega ungur að
aldri af formanni að vera. munu
Grími þá þegar ekki hafa dulizt
sjómennsku- og formannshæfileik-
ar hans, sem þó komu betur í ljós
sjðar á langri sjómannsævi. Kapp
Árna við sjósóknina var jaínan
mikið, samfara vakandi athygli, ár
vekni og gætni, sem enginn góður
sjómaður má án vera- Þá var og
orðlögð snyrtimennska hans og
umsjá öll, með skipi og veiðarfær-
um. Þeir Grímur og Árni áttu
lengi saman vélbátinn Val, 14—15
tonna bát, er mun hafa verið kevpt
ur frá Akranesi um eða lausf fvr-
ir 1930. Valurinn reyndist mikið
afla- og happaskip í höndum Árna,
sem stýrði honum alla ævi síðan,
á meðan hann stundaði sjó. Árni
var vinsæll og vel látinn af skip-
verjum sínum, og einkum nærgæt
inn og góður unglingum, sem hjá
honum voru. Er mér það persónu-
lega vel kunnugt, því að einn sona
minna, þá 16—17 ára að aldri var
háseti hjá honum á Valnum haust-
ið og veturinn 1949—50. Ég er
ekki viss um að menn almennt
geri sér grein fyrir því og eðlilega
sízt þeir, sem aldrei hafa stundað
sjóróðra sem atvinnu, hvens virði
það er lítt hörðnuðum ungmenn-
um, að mega hefja sjómennsku í
hópi góðra félaga, undir s'tjórn
nærgætins og öruggs yfirmanns.
Sjósókn í vestfirzkum vetrarveðr-
um, niður á opið Norðuríshafið, á
14—15 tonna vélbátum, er sannar
lega enginn barnaleikur.
Haustið 1933 kvæntist Ámi
norskri konu, Margit Borlaug að
18
ISLENDINGAÞÆTTIR