Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Blaðsíða 21
Guðlaug Hannesdóttir FRÁ SKIPUM Gu'ölaug Hannesdóttir frá Skip- um vi'ð Stokkseyri andaðist á Vífilsstöðum 23. október tæplega 87 ára að aldri. Hún fæddist að Skipum 27. nóv. 1883 og var af traustu bergi brotin. Voru for- eldrar hennar Hannes Hannesson bóndi þar, og kona bans, Sigur- björg Gísladóttir. í sögu Stokkseyringa eftir Guðna Jónsson segir svo um þau Skipa- hjón: Hannes Hannesson bjó fyrst í Eystri—Rauðarhól, f. 1843. d. á Skipum 1910, sonur Iiannesar Runólfssonar í Ranakoti efra. „Reglumaður var hann og snyrti- legur í framkomu, enda naut hann almenningshylli og virðingar. Hann mátti telja meðal hinna bet- Ur megandi manna í S4okkseyrar- inn inn að k ennarabústaðnum í Holti, en sjálf leiddi frú Þuríður okkur a'ð veiluborði, í hinu glæsi- iega íbúðarhúsi þeirra hjóna. Slik voru fyrstu persónuleg kynni mín og fjölskyldu minnar af frú Þuríði. Það gat engum dul- izt, jafnvel vi'ð fyrstu sýn, að þar fór mikil rausnarkona, sem hún var. Mér er nú að mestu úr rninni fallið hvað því olli, að hún hvarf bráðlega frá formennsku í skóla- nefndinni, en hins minnist ég glöggt, að á meðan hún enn gegndi því starfi, þá greiddi hún af skör- ungsskap úr erfiðleikum nokkr- um, sem upp komu í sambandi við kennaraíbúðina, að svo miklu leyti sem í hennar valdi stó'ð. Kynni mín við hana og mann hennar, Grím Jónsson útgerðarmann, urðu þó aldrei mikil, þar eð þau luttust suður til Reykjavíkur tæpum þremur árum síðar, sumari'ð 1951. Samt sem áður er mér fullkunn- ugt, að um áratugaskeið stýrði hún af reisn stóru og mannmörgu heim ili, þar sem einnig var gestanauð hin mesta. Þá hafði hún og lengi forgöngu í kvenfélagi byggðarlags- ÍSLENDINGAÞÆTTIR hreppi, meðal betri formanna og beztu húsbænda. Vinnusamur var Hannes, nýtinn og sparsamur“. Kona Hannesar var Sigurbjörg Gísladóttir hreppstjóra í Vatns- holti í Flóa, Heigasonar á Grafar- bakka, Einarssonar í Galtafeili, Ólafssonar í Galtafelli, Bjarnason- ar í Lúnansholti á Landi Jónsson- aj". „Hún var meðal hinna merkustu kvenna þar eystra, höfðingleg í sjón og reynd, björt yfirlitum, greind og góð kona“. Er mikil list- hneigð í sumum þessara ættgreina, og eru kvistir á þeim meiði menn eins og þeir Einar Jónsson mynd- höggvari og Ásgrímur Jónsson málari. Voru þau Guðlaug og Ás- grímur systrabörn. ins og vann þar mikið og fórnfúst starf, ásamt fleiri myndarkonum. Þau átta ár, sem ég var búsett- ur í Álftafir'ði, heyrði ég margan mann róma mannkosti frú Þui’íð- ar. Hjálpsemi hennar við lítil- magna og þá, sem einhverra hluta vegna fóru halloka í lífsbaráttunni, einnig skjót úrræði, þegar til henn ar var leitað í ýmsum vanda, sem a'ð höndfum bar. Hvort heldur um var að ræða sjúkdóma eða efnaleg áföll einstaklinga, var til hennar leitað, því að engan slíkan lét hún synjandi frá sér fara, enda mun maður hennar ekki hafa borið hana ráðum í þeim efnum. Frú Þur íður kom mér fyrir sjónir og ég hygg flestum öðrum, sem kona mikiliar gerðar, skjótráð og stór- huga. Alkunn- vísuorð, sem sögð hafa verið um einn helzta miðalda höfðingja Djúpsins, „bæði af hon- um gustur geðs og ger'ðarþokki stóð“, hafa mér löngum fundizt lýsa henni betur á margan hátt en löng ræða, þegar tillit er tekið til tímans, sem á rnilli liggur. 23. nóv. 1970. Jóhann Hjaltason. Skipa-heimilið var fjölmennt löngum, voru systkinin sex að tölu og Gu'ðlaug yngst þeirra. Hefur heimilið verið eitt af þessum frá- bæru alþý'ðu—menningarheimil um, og a'ð sjálfsögðu mótað hinum eldri stíl aftan úr öldum. Frú Guð- laug Iíannesdóttir lýsti þessu æsku- heimili sínu oft fyrir mér. og leyndi sér þá ekki hin djúpstæða virðing og ást sem hún bar i brjósti til þessa helgireits, Einkum dáði hún móður sína og vitnaði oft til orða hennar og athafna. Og af því að frú Guðlaug var allra manna skrumlausust og sannorðust hygg ég af frásögn, að rétt sé sú lýs- ing á móður hennar, að hún hafi verið hin mesta merkiskona, frá- bær húsmóðir og gáfaður upp- alandi, heimilið stjórnsamt og starf samt, hver hlutur á sínum stað, og aldrei geymt til morguns sem hægt var að gera í dag. En það hefir jafnframt verið glatt og bjart yfir þessu heimili, starfsgleði ríkjandi, mikið unnið, en þó án hörku, rnikið sungi'ð og mikið lært af kvæðum og sálmum, og með margt farið er vera skvldi til fróðleiks og skemmtunar. Og 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.