Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 3
þeim úr minni, er einhver kynni höfðu af honum. Ég vil svo kveðja vin minn, Jón í Möðrudal með þessum orðum Hávamála: ek veit einn at aldrei deyr, dómr um dauðan hvern. Halldór Ásgrimsson. f Fæddur 22. felbrúar 1880. Dáinn 15. ágúst 1971. „Kallið er komið“. Laugardaginn 21. ágúst s.l. var jarðsettur í Möðrudal öldungurinn Jón Aðalsteinn Stefánsson við hlið konu sinnar, að viðstöddu fjöl- menni víðsvegar að. Séra Ágúst Sigurðsson prestur í Ólafsvík jarðsöng, en hann var um skeið sóknarprestur Jóns. Séra Ág- úst gerði þessa skilnaðarstund Jóns og vina hans að hátíðastund. Sköruleg framsögn hans í upphafi athafnar á kvæði Jóns Magnússon- ar skálds, „Möðrudal“, og fögur út- fararræða hjálpuðust að til.að gera þessa kveðjustund í Möðrudals- kirkju eftirminnilega. Söngmenn úr karlakór Mývatnssveitar önn- uðust söng og að aflokinni jarð- arför var öllum veitt af þeirri rausn, sem löngum hefur verið kunn í Möðrudal. Líf í dúr og moll. Jón A. Stefánsson fæddist 22. febrúar 1880 og var því á 92. ald- ursári er hann lézt þ. 15. ágúst á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru þau hjónin Stefán Einarsson frá Brú á Jökul- dal, lengi bóndi í Möðrudal, og Arn fríður Sigurðardóttir hreppstjóra að Ljósavatni, en þar fæddist Jón. Svo sem mörgum er kunnugt, var Möðrudalsheimilið í tíð þeirra Stefáns og Arnfríðar eitt mesta um svifa og efnaheimili landsins. Stef- án dó 1916 en Arnfríður 1917. Jón ólst upp í Möðrudal frá því að hann var á fyrsta ári, að þau foreldrar hans fluttust þangað. Tuttugu og þriggja ára, árið 1903, gekk hann að eiga Þórunni Vilhjálmsdóttur Oddsen, alþingis- manns á Hrappsstöðum í Vopna- firði. Sama ár hófu þau hjón bú- skap í Víðidal á Efra-Fjalli og síð- ar bjuggu þau á Rangalóni í Jök- uldalsheiði og Arnórsstöðum á Jök- uldal. Árið 1919 verða enn þáttaskipti 1 lífssögu þeirra Jóns og Þórunnar, en þá kaupir Jón Möðrudal af sam örfum sínum við verði er svaraði til andvirðis 5 þúsund lamba, að sögn. Bjuggu þau hjón í Möðrudal æ síðan, lengst af stórbúi. Þeim varð sjö barna auðið. Tvær dætur sínar misstu þau, hétu báðar Þór- laugar, aðra þriggja ára hina nítj- án. Önnur börn þeirra voru þessi: Jóhanna Arnfríður, f. 1907, Stefán Vilhjálmur f. 1908, Vilhjálmur Gunnlaugur, f. 1910 og Þórhallur Guðlaugur f. 1913. Dreng höfðu þau lijón misst 1904 skömmu eftir fæðingu. Auk barna sinna ólu þau upp Kristínu Oddsen, frændkonu húsfreyju. Sambúð þeirra Jóns og Þórunn- ar var með einstökum ágætum, taldi Jón ætíð síðan að hjónaband- ið væri mesta hamingja mannsins. Varð honum það því mikið áfall, er Þórunn lézt árið 1944. Svo virt- ist vinum Jóns, sem hann bæri ekki sitt barr eftir missi „vinunn- ar“, en svo kallaði Jón að jafnaði konu sína. Jón hafði ungur lært söðlasmíði og vann að þeirri iðn með búskapn um. Hann var hagleiksmaður við hvers konar smíði. Jón smíðaði sjálfur á eigin kostnað Möðrudals- kirkju, þá er nú sést lengst að, af öllum húsum í Möðrudal. Kirkjuna gerði hann 1949 og átti hún að vera til minningar um vinuna hans. Hef ég ekki séð hann reiðari í ann- an tíma, en þegar honum var fyrir skipað að höggva burt nöfn þeirra hjóna, ef hann vildi fá kirkjuna vígða, en nöfnin hafði hann letrað steinstöfum ofan við kirkjudyr. Höfðingsskap og örlæti þeirra hjóna var viðbrugðið og hús þeirra jafnan öllum opið, jafnt háum sem lágum, allra sem aðstoðar þurftu með, biðu útréttar hendur. Hús- freyjan hóglát og höfðingleg í fasi og húsbóndinn, öllu örari, hreinn og beinn, undirhyggjulaus, gjaf- mildur og greiðvikinn, hrjúfur en þó auðsæranlegur, ógleyminn jafnt á veglyndi sem mótgerðir. Alla ævi var Jón með afbrijðum heilsuhraustur, það var fyrs' hið síðasta ár, sem hann lifði, að heilás hans tók að bila. Reglumaður var hann og hafði megna óbeit og skömm á hvers konar óhófi. Fjallabóndinn. Alkunnug er sú staðreynd, hversu veður og veðurfar orkar á geð manna. Hiti, raki, sólskin og loftþrýstingur. — allt þetta hefur sín áhrif, hvert á sinn hátt og mót- ar skapgerðina þegar til lengdar lætur. Sá munur, sem talinn er vera á skaphöfn Norðlendinga og Sunnlendinga yrði vafalaust rak- inn til þessara orsaka. Til svipaðra raka má og rekja þann mun, er sumir þykjast finna á lyndiseink- unn þeirra, er í þéttbýli búa og svo hinna, sem ala aldur sinn í einangrun, eða ofan við dægurþras og ríg nábýlisins, þvingun þess og afkomuöryggi. Árni Vilhjálmsson, hinn ágæti læknir þeirra Vopnfirðinga um 35 ára skeið, kemur inn á reynslu sína af háfjallamanngerðinni í minningum, sem skráðar eru í bók inni „Leifturmyndir frá læknadög- um“. Meðan hann var læknir á Vopnafirði gegndi hann jafnframt læknisþjónustu í Möðrudal á Efra- Fjalli og í Jökuldalsheiðinni á með an hún var enn í byggð. Þennan kafla minninga sinna nefnir læknir inn „Á slóðum Bjarts í Sumarhús- um“, og farast honum svo orð: „Ég hef áður getið þess, að ferðir mín- ar upp í Möðrudal, inn í Jökuldal og Jökuldalsheiði, hafi orðið mér eftirminnilegar og háfjallatöfrarn- ir verkað djúpt í vitund mína. En þá var það ekki síður fólkið, sem þarna lifði og starfaði, sem laðaði mig til samþykkis. Áður var samfelld bæjaröð utan úr Hofsár- dal og fram að Brú á Jökuldal. Þá var einnig byggð í Tunguheiðinni. Þegar ég kom í Vopnafjörð (1924), var fátt eitt eftir af heiðarbýlun- um. Þó var ennþá búið á Arnar- vatni, í Sænautaseli, Veturhúsum og Ármótaseli. Veturhúsabóndinn var sá síðasti, sem yfireaf heiðina. Hann fluttist þaðan 1946. í bók sinni Frá Valdastöðum, til Veturhúsa hefur Björn Jóhann- esson. skólastjóri, lýst lífi heiða- bændanna á raunsannan hátt. En þó býlin á heiðinni væru að hverfa, þá stóð byggð í MöðrucW, Víðidal og á Jökuldal öllum, og ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.