Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 18
heldur. Öllum, sem bar aS garði í Hólum var vel tekið. Á heimilinu ríkti góður heimilisbragur, gest- risni og glaðværð. Gestir voru því oft margir í Hólum, bæði til skemmri eða lengri dvalar. Sér- staklega var það á sumrum, sem margt fólk var í Hólum. Á þetta menningarheimili var eftirsótt að koma börnum og ungmennum til sumardvalar, því áhrif húsráðenda og hins myndarlega systkinahóps í Hólum voru holl og þá ekki sízt unglingum á þroskaskeiði. Hjalti var með afbrigðum fróð- ur, minnugur, vel lesinn og gaman samur þegar vel við átti og hag- yrðingur góður. Eftirsótt var að hlýða á Hjalta segja frá. Þegar hann kom í heimsókn á heimili okkar hjónanna var honum vel fagnað og þá ekki síður vel þeginn gestur af börnum okkar og lýsir það manninum vel, um það þarf ekki fleiri orð og ekki dró það úr ánægjunni, þegar Anna gat komið með Hjalta og miðlaði af sínum fróðleik með sinni glöðu og léttu lund. Hjalti Jónsson var mikill sam- vinnumaður. Hann var kjörinn að- almaður í stjórn Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga árið 1949 og átti þar sæti til ársins 1970, er hann baðst undan stjórnarstörfum, vegna vanheilsu. Hjalti var ritari á fundum stjórnarinnar, enda kunni hann þá list að rita glöggar fundargerðir með sinni stílhreinu rithönd, ekki þurfti að efa með- ferð máls og stíl, þar sem Hjalti hélt á penna. Með Hjalta var gott að starfa, enda var hann eftirsótt- ur samstarfsmaður og félagi, traustur, hygginn og hollráður, vildi leysa vandamálin á sem far- sælastan hátt hverju sinni. Hann vildi veita þeim lið, sem efnalega máttu sín minna, gera þeim kleift að auka framfarir, sækja þannig fram til betri afkomu. Fyrir hönd stjórnar og framkvæmdastjóra Kaupfélags Austur-Skaftfellinga þ ikka ég Hjalta fyrir traust og gott sr mstarf. Anna Þorleifsdóttir lézt 7. júní s.t og Iljalti Jónss~u 21. júlí s.l. Síðnstu árin þurftu þau mikla um- hygvju og hjúkrun, sem þeim var veitt með ástríki og nærfærni af °yni og tengdadóttur í Hólum, svo og fjölskyldunni allri. Hér í héraðinu voru hjónin í Hól um vel metin. Afkomendur þeirra eru dugmikið mannkostafólk, sem mun halda uppi meríd þeirra. Ég og mín fjölskylda erum þakklát fyrir að hafa kynnzt þessum góðu hjónum og átt með þeim góðar stundir og gott samstarf. Óskar Helgasön. t Hög var hönd og hagur andi, hógvær lund og reglubundin, varla mun á voru landi verður betri drengur fundinn. G. Th. Manngildi einstaklingsins mótast af þremur þáttum: hæfileikum, sem hann hlýtur í vöggugjöf, upp- eldi, sem miðar að hollri þjálfun hæfileikanna og framkomu hans og árangri á vettvangi starfsins. Hjalti Jónsson hreppstjóri í Hól- um sýndi glöggt með löngu ævi- starfi og farsælu, að hann var bú- inn miklum hæfiíeikum og fjölhæf um. Með heimanámi á æskuárum aflaði hann sér góðrar menntunar og jók stöðugt þekkingu sína, svo að hann var þess albúinn í skóla lífs og starfs að leysa af hendi með ágætum viðfangsefni í mörgum greinum. Hagleik hans og verklagni var viðbrugðið, hvort sem efnivið- urinn var tré eða járn. Þjóðlegur fróðleikur var honum hugleikið við fangsefni. Hann miðlaði orðaforða fræðimönnum, sem starfa á veg- um Háskóla íslands. Hagmælsku hans brá fyrir til upplyftingar í önn dagsins, þannig að varpað var fram lausavísu við sérstakt tæki- færi eða bundin í ljóð hugnæm lofgjörð um ættjörðina. Reglusemi trúmennska og drengskapur voru í senn góður vitnisburður um manninn sjálfan og gáfu ævistarfi hans aukið gildi. Hann sýndi betur en margir aðrir, að iðjusemi er fóstra annarra dyggða og felur í sér sjálfri launin — rósemi hugar og ánægju. Ævisaga Hjalta er bundin við tvö heimili, Hoffell og Hóla. í Hof- felli stóð vagga hans, þar ólst hann upp og starfaði fram á fertugs ald ur. Bróðir Hjalta lét birta á prenti þá umsögn, að heimilið í Hoffelli hafi misst mikið, þegar Hjalti fór þaðan. í Hólum, heimili Þorleifs alþing- ismanns, var jafnan mikið mann- val. Eigi að síður má hiklaust telja, að Hólaheimilið hafi hlotið mikið, þegar Hjalti fluttist þangað, en hann kvæntist önnu Þorleifsdótt- ur 1922 og fluttist að Hólum tveim ur árum síðar. Bjuggu þau hjónin í Hólum æ síðan meðan starfsþrek þeirra entist og dvöldu þar einnig ævikvöldið og nutu ágætrar um- önnunar vandamanna. Hólaheimilið hefur löngum kom ið mikið við sögu héraðsins. Þor- leifur í Hólum var þingmaður Aust ur-Skaftfellinga fullan aldarfjórð- ung. Þorbergur sonur hans var og þingmaður þess kjördæmis um fimm ára skeið. Þetta ásamt mörg um öðrum störfum krafðist mikilla umsvifa og langra fjarvista þeirra feðga frá heimili. Því fremur féll það í hlut Hjalta að láta sannast í verki, að bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Og ekki lét hús- freyjan. Anna Þorleifsdóttir, sinn hlut eftir liggja. Hugsjónir ungmennafélaganna hrifu Hjalta ungan. Hann var sam- vinnumaður og vildi vinna að fram förum og umbótum, ekki sízt í bún aði. Stefna Framsóknarflokksins í landsmálum hlaut því að falla hon um vel í geð. Hann var og óhvik- ull stuðningsmaður Framsóknar- flokksins og sat stundum á flokks- þingum hans. Því er svipað farið um hérað og ríkisheild. Þeim mun fámennara sem það er, því meira er undir því komið að livert rúm sé vel skipað. Hinn hógværi maður, Hjalti í Hól- um, hafði þann manndóm og hon- um fylgdi sú gifta, að mikið traust var borið til hans af sýslubúum og öðrum, sem honum kynntust. Heimilið, sem hann og kona hans veittu forstöðu var meðal hinna fremstu í héraðinu og því til efl- ingar. Hjalti vann og að ýmsum fé- lagsmáluni og lagði jafnan gott til mála. Eiga félágar hans nú margs góðs að minnast frá því samstarfi. Var yfirleitt ekki dregið í efa, að það rúm væri vel skipað, þay sem hann gekk til sætis. „Eru ævilok gldurmennis svipuð sólhvarfi er sumri hallar“. Æviár Hjalta voru að tölu komin hátt á níunda tug- inn. Ævistarfi hans var lokið fyrir nokkru og hann beið aðeins sólar- lags. SNama gildir um konu hans, en hún andaðist sex vikum fyrr en Hjalti, tæplega áttræð. Við leiðarlokin kveðja Austur- Skaftfellingar hjónin í Hólum, Hjalta og Önnu með djúpri virð- ingu og eru þakklátir fyrir að hafa notið góðra kynna við þau og átt samstarf með þeim. P. Þ. 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.