Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 19
MINNING Tryggvi Jóhannsson, Ytra-Hvarfi Fæddur 11. aprll 1882. Dáinn 23. ágúst 1971. Tryggvi Jóhannsson, Ytrahvarfi í Svarfaðardal, áður bóndi þar and aðist í Landspítalanum í Reykjavík 23. ágúst s.l. Andlát hans kom engum, sem til þekkti á óvart, þar eð liann var búinn að vera sjúklingur um eins árs skeið. Hann veiktist þá af slagi og var síðan oft sárþjáður og gat lítt gert sig skiljanlegan, en var svo hressari á milli. Tryggvi fæddist að Ytrahvarfi 11. apríl 1882 og átti þar heima alla ævi. Foreldrar hans voru hjón in Jóhann bóndi og hreppstjóri Jónsson og Sólveig Jónsdóttir. Jó- hann var sonur Jóns bónda á Ytra- hvarfi, Þórðarsonar bónda á Hnjúki Jónssonar. Kona Jóns á Hvarfi og móðir Jóþanns, var Þóra Sigurðardóttir, bónda á Þverá í Skíðdal, Hallgrímssonar. Faðir Sólveigar móður Tryggva var Jón bóndi á Þverá og Gísli Sigurðsson, frá Brekku. En kona Jóns og móðir Sólveigar, var Oddný Sig- fúsdóttir bónda á Þorleifsstöðum Sigfússonar. Af þessari upptalningu, þó stutt sé, sést að Tryggvi var í báðar ætt- ir kominn af góðum bændaættum hér í Svarfaðardal. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Ytrahvarfi og hlaut ágætt uppeldi og naut meiri menntunar í æsku en þá var títt í sveitum. Heimilið á Ytrahvarfi var um margt á undan sinni samtíð. Fað- ir hans gegndi lengi öllum helztu trúnaðarstörfum í sveitinni. Var hreppstjóri, sýslunefndarmaður, oddviti, formaður Búnaðarfélags Svarfdæla, og frumkvöðull flestra framfaramála sem þá voru á dof- inni í sveitinni. Það léku því ótrú- lega margir menningarstraumar um heimilið utan frá. Og í þessu andrúmslofti ólst Tryggvi upp. Hann var yngstur sinna systkina og naut því umönnunar og frelsis í ríkara mæli en þau eldri. Heim- iliskennari var þar og hvern vet- ur, sem kenndi börnum þeirra hjóna — og ýmsum fleiri. Hann var því óvenju vel þroskaður and- lega, þegar hann innritaðist í Hóla skóla haustið 1902 og lauk þar námi vorið 1904 með gróðri eink- unn. Sama haust og Tryggvi kom í skólann tók þar við skólastjórn Sigurður Sigurðsson (síðar búnað- armálastjóri). Tryggvi var einn af þeim nemendum Sigurðar, sem hann mat mest, og mun svo hafa verið umtalað milli þeirra að Tryggvi starfaði á vegum hans og byggi sig betur undir framhalds- nám, en orðið var. Atvikin höguðu þessu þó á ann- an veg. Jóhann bróðir hans, sem tekið hafði við búi á Hvarfi að föð- ur þeirra látnum, hætti búskap og flutti burt og móðir þeirra var með öllu ófáanleg til að selja jörð- ina. Þetta varð til þess, að Tryggvi hugði ekki á frekara nám og gerð- ist bóndi á Hvarfi, vorið 1905. Árið eftir, þann 17. maí, kvænt- ist hann Soffíu Stefánsdóttur, heimasætu frá Sandá og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi í nær 57 ár. Hún fæddist 12. júlí 1885 — dáin 9. janúar 1963. Soffía var kona mikillar gerðar, fríð sýnum og höfðingleg, stjórn- söm, víkingur til vinnu, hög í hönd um og góð húsmóðir. Þau eignuð- ust 6 börn, elzta barnið Jóhann misstu þau 6. ára. Hin eru þessi: 1. Friðrik Jakob kirkjuorganisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Kvæntur Unni Tryggva- dóttur. 2. Lilja húsfreyja búsett á Dalvík. Gift Antoni Baldvinssyni. 3. Jóhann hljómsveitarstjóri og músíkkennari í London. Kvæntur Klöru Símonsen. 4. Stefán bókhaldari Akureyri. Kvæntur Þóru Aðalsteinsdóttur. 5. Ólafur bóndi og organisti Ytra- hvarfi. Kvæntur Friðriku Haralds- dóttur. Tryggvi var tæplega meðalmað- ur á hæð, kvikur á fæti og frjáls- mannlegur í fasi, hressilegur og glaður jafnan. Tilbúinn ætíð í kappræður við hvern sem var og um hvað sem var, og hélt alla jafna sínum hlut. Og þó í nokk- urn odda skærist, leyndust aldrei nein sárindi út af því. Hann var fölskvalaus unnandi tónlistar og lék sjálfur á fiðlu, eink um á yngri árum. Hann var stétt- vís bóndi og vildi hag og heiður* bændastéttarinnar í hvívetna. Góð- ur samvinnumaður og skipaði sér ætíð í sveit með þeim sem vildu veg samvinnustefnunnar sem mest- an. Fulltrúi á aðalfundum K.E.A. í áratugi og fylgdist alltaf vel með málefnum, sem ofarlega voru á baugi hverju sinni. Listfengi var honum í blóð borin. Hagur á smíði og léku honum jafnan öll verk í högum höndum. Öll störf hans stór og smá einkenndust af sér- stakri snyrtimennsku. Hann bætti ættaróðal sitt mikið bæði að hús- um og ræktun og heimilisrafstöð byggðu þeir feðgar alllöngu áður en rafmagn var leitt um sveitina frá Laxá. Árið 1950 tók Ólafur sonur Tryggva við búinu á Hvarfi. Bú- skapur hans er með sama mynd- arbrag, byggingar hafa risið og ræktun aukizt, í stærri stíl en áð- ur og snyrtimennskan í engu síðri. Eins og vænta mátti gegndi Tryggvi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samtíð: Sat í hreppsnefnd í 12 ár og þar af odd- viti í 3 ár. Virðingamaður fyrir Brunabótafélagið í hálfan fjórða ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.