Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 30
80 ÁRA: SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, UÓSMÓÐIR FRÁ SKARÐI Á hún amma raunverulega átt- ræðisafmæli? Þótt þaS sé ótrúlegt, þá er það víst satt. Aldrei hef ég samt séð aldurinn færast yfir hana. Fyrir mér er hún alltaf sama glað- lynda, dugmikla konan og svo glæst í sjón og anda, að mörg ung konan mætti öfunda hana af. Að minnsta kosti væri ég stolt af þeirri æskuglóð, sem alltaf hýr í hlýjum augum hennar. Amma fæddist á Skeggjastöðum í Landeyjum, þann 4. október árið 1891 og var næst yngst af sjö börnum þeirra hjónanna Önnu Guðnadóttur frá Arnarhóli í Land- eyjum og Einars Hildibrandssonar bónda á Skeggjastöðum. Á þriðja ári flytzt hún með foreldrum sín- um að Berjanesi í Landeyjum, en varð þar á því ári fyrir mikilli sorg, þegar hún missti móður sína, en hún dó af barnsfarasótt. Þá var ekki sú aðstaða við fæðingar, sem nú tíðkast og ekkert held ég að hafi ráðið því frekar en þessi at- burður, að amma seinna lærði ljós móðurstörf. Heimilið flosnaði þó ekki upp, sem þó var títt á þeim tímum ef foreldri féll frá, því vinnukona sú, sem var á heimilinu, tók við húsmóðurstörfum, þannig, að barnahópurinn gat verið heima. Gefur þó að skilja, að móðurmiss- irinn var þungbær, enda var Anna frábær kona. Árið 1911 hélt amma svo til Reykjavíkur á fund Guðmundar Björnssonar landlæknis og Þórunn ar Björnsdóttir, ljósmóður og út- skrifaðist sem ljósmóðir árið eftir eða 1912. Sama ár var hún skipuð Ijósmóðir í Efri-Holtaþingum og stundaði þau störf til ársins 1930 frá bæjunum Raftholti og Haga, þar sem hún bjó meðan hún var í Holtunum. Ekki þarf að fjölyrða um starf ljósmóðurinnar á þessum árum, þegar engin ferð var farin nema gangandi eða á hestum og var þá ekki spurt um veður eða færð. Þrátt fyrir mikið álag og erf- iði í þessum ferðum, talar hún allt- af um þau börn, sem hún tók á móti, eins og þau væru náskyld henni. Amma átti margan hamingjudag í Holtunum og mikið talar hún um, að það sé fallegt í Raftholti. En alltaf ljómar hún mest, þegar hún minnist á giftingardaginn sinn, þann 21. maí 1919, þegar hún gift- ist afa, Kristni Guðnasyni frá Skarði á Landi. Ég vona, að það verði ekki tekið sem sjálfshól, þótt ég segi, að afi hafi verið með al- myndarlegustu mönnum sveitarinn ar og duglegur var hann eftir þvi. Ekki var honum heldur illa í ætt skotið, því tvær af mestu og glæsi- legustu ættum landsins stóðu að honum, þar sem var Víkingslækj- arætt að afa hans, Jóni hreppstjóra Árnasyni á Skarði og Reykjaætt úr Árnesþingi, að ömmu hans, Guð- rúnu Kolbeinsdóttur frá Hlemmi- skeiði á Skeiðum. Amma þurfti þó ekki, nema síð- ur væri, að kvarta undan sínum frændgarði, þótt hún oft með sínu kankvísa brosi segðist stundum vera komin af kraftaskáldum, blá- fátækum barnamönnum og fylli- röftum úr Þykkvabænum í föður- ætt, en prestum og próföstum í móðurætt. Við þessa yfirlýsingu skrapp nú einu sinni út úr Magn- úsi Á. Árnasyni listmálara. „Ja — þeir hafa nú líka getað drukkið brennivín, þótt þeir væru prestar og prófastar11. Faðir ömmu, var eins og ég sagði áðan, Einar bóndi á Berja- nesi, Hildibrandssonar bónda í Vesturholtum, Finnssonar bónda á sama stað, Hildibrandssonar bónda á sama stað, Finnssonar bónda á Snjallsteinshöfða á Landi, Þórðar- sonar prests í Villingaholti, en kona Þórðar var Guðríður Ás- mundsdóttir bónda á Tungufelli, bróður Sigurðar lögréttumanns í Ásgarði í Grímsnesi, en við hann er hin iræga Ásgarðsætt kennd, sem bæði ól Jón Sigurðsson for- seta og Tómas Sæmundsson, Fjöln- ismann. Móðir ömmu var Anna Guðna- dóttir, Daníelssonar bónda á Snotru í Landeyjum, Guðnasonar bónda á Arnarhóli í Landeyjum, Ögmundssonar bónda á Núpum í Fljótshverfi í Skaftárþingi, Ólafs- sonar, en af móðurætt Guðna á Arnarhóli er t.d. hin volduga Eng- eyjarætt komin. Kona Guðna Dan- íelssonar var aftur á móti Bjarg- hildur Guðmundsdóttir, Þorvalds- sonar, prófasts og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar Presta-Högnasonar og þarf þá ekki frekari vitnanna við með skyld- leikann við kennimennina. Og úr því að andinn er til umræðu, amipa mín, þá skaðar víst ekkert að klikkja út með því, að skáld allra sannra Rangæinga og sól- skríkja íslenzku þjóðarinnar, Þor- steinn Erlingsson, var bæði kom- inn af Presta-Högna og Ásgarðs- ættinni, enda hefur hann víst heyrzt sunginn á Skarði. — Um 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.