Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 28
AFMÆLISKVEÐJA TIL HJÓNANNA í GRÆNUHLÍÐ Helgu Einarsdóttur og Kristmundar Stefánssonar Þeir sem akra yrkja, auka landsins gróður eðu í eðli tryggir ættjörð - sinni og móður. D.St. Þann 3. október s.l. áttu nágrann ar mínir, hjónin Helga Einarsdótt- ir og Kristmundur Stefánsson bóndi í Grænuhlíð í Torfalækjar- herppi A-Ifún., 25 ára hjúskapar- afmæli. Þennan sama dag var Kristmund- ur sextugur, þótt mér finnist það næsta ótrúlegt að hann eigi sextíu ár að baki jafn hress og ungur í anda og hann er heim að sækja. BúSkaparsaga hjónanna í Grænu- hlíð er athyglisvert dæmi um þraut seigju og dugnað og minnir á marg an hátt á þá forfeður okkar i bændastétt, sem voru forsjálir menn og bjuggu vel að sínu. Vorið 1947 hófu þau byggingu íbúðarhúss á litlum túnskika, sem Kristmundur hafði ræktað í landi Smyrlabergs, en hann átti Smyrla- berg að hálfu á móti Páli bróður sínum, og var það þá komið í eyði. Nefndu þau nýbýlið Grænuhlíð. Nú GUÐRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR Framhald af bls. 15. umhirðu hans, eftir að sá bróðir- inn hóf búskap á annarri iörð í sveitinni. Var henni það yndi, því að hún unni blómarækt alla tíð. Mér eru í barnsminni þær ánægju stundir, sem ég naut við að koma þarna í heimsókn, horfa á fram- andi gróður, þótt ekki væri teg- undafjöldi á við það, sem nú er í stærri görðum, og svo hins veg- þetta í sameiginlegum ferðum starfsfólks Tryggingastofnunar- innar. Hinu skal þó síður gleymt af þeim, sem áttu með honum ferð- ir í fámennum hópi, hversu ágæt- ur ferðafélagi hann var og fróð- ur. Haraldur naut sín fullkomlega, er hann drakk kaffi úr hitabrúsa Í áningu á langferðalagi og tókst þá hvað bezt upp að miðla sam- ferðamanni af fróðleik sínum, 23 ar að fá lánaðar bækur til lestrar. Urðum við Guðríður þá vinir og alla tíð síðan. Breyttar aðstæður við fráfall bróður hennar ollu því, að hún varð að flytjast frá Drumbodds- stöðum til Reykjavíkur og átti heima þar og í Kópavogi á seinni árum hjá fósturdótturdóttur sinni. Samt var hún með annan fótinn og allan hugann „fyrir austan“. Fyrir um aldarfjórðungi síðan gekkst Guðríður fyrir stofnun Fé- lags Biskupstungnamanna í Reykja vík og nágrannabyggðum. Starfaði það með miklum blóma um árabil, Starfsfólk Tryggingastofnun- ar ríkisins, sem samleið átti með Haraldi Guðmundssyni, minnist hans með virðingu og þökk. Við sendum konu hans, frú Mar- gréti Brandsdóttur, og börnum þeirra hjóna innilegar samúðar kveðjur í tilefni af fráfalli af- bragðsmanns og heimilisföður. Eyjólfur Jónsson. en ytri aðstæður hafa valdið því, að hlé hefur orðið á nú um sinn. Félagið gaf út þrjár bækur undir samheitinu „Inn til fjalla“. Var Guðríður aðalhvatamaður útgáf- unnar, dró að efni, skipulagði og ritaði auk þess mikið sjálf. Þegar við áttum tal saman í sumar sagði liún, að allmikið efni væri hjá sér í fjórðu bókina. Svo var hugurinn enn vakandi. Það er kunnugt, að rætur bjark anna geta lifað lengi í jörðu, undir lággróðrinum, eftir að skógurinn er horfinn. Mér er nær að halda, að svipað sé hægt að segja um Skálholtsskóla hinn forna. Áhrifa hans hefur lengf gætt, þótt dult sé, í menningu og menntaþrá um Biskupstungur. í þeirri sveit stóðu rætúr Guðríðar djúpt, þar mótað- ist hún fyrst og fremst, eins og fleiri merkar samtíðarkonur í sveitinni, þó að nám í Flensborg, vefnaðarnám o.fl. hafi gefið þeirri mótun aukinn þroska. Ævi merkrar konu er öll. Mennirnir hverfa. Minningin lif- ir. Gunnlaugur ólafsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.