Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 6
Dóróthea Þórðardóttir Hún var ein af hinum gömlu sterku stofnum, sem ekki bognuðu, unz þeir brotnuðu i bylnum stóra. Ein af þeirri hetjukynslóð, sem gerði islenzku þjóð- inni kleift að verða sjálfstætt samfélag traustra þegna. Ein þeirra^sem fyrst gerði kröfur til sjálfrar sin, en siðan til annarra. Hún lézt á sjúkrahúsinu á Akureyri 23. april tæplega niræð og hélt likams- og sálarkröftum furðu- lega vel næstum þvi til hinztu stundar. Dóróthea Þórðardóttir fæddist 6. mai 1882 i Syðra-Garðshorni i Svarf- aðardal. Foreldrar hennar voru Guð- rún Björnsdóttir bónda þar, sem var annálaður dugnaðarmaður og Þóröur Jónsson, siðar bóndi á Steindyrum og Skáldalæk, „vaskur maður, árrisull og áhugasamur og svo þrifinn og hirðu- samur, að bragð var að”. Barn að aldri fluttist Dóróthea með foreldrum sinum að Steindyrum og ólst þar upp, elzt 10 systkina. Ung var hún opinberlega heitbundin vænum manni, Sveini Jónssyni frá Þverá i Skiðadal, en hann dó á bezta aldri, fáum dögum áður en þau ætluðu að hans, sem vert væri. Það verða þeir, sem mér eru kunnugri að gera. Siðustu tuttugu og tvö árin dvaldist Jóhann á heimili önnu dóttur sinnar og Magnús- ar manns hennar, sem búsett eru að Hliðargerði 5, hér i borg. Þar naut hann frábærrar umhyggju þeirra hjóna og barna þeirra, sem ég veit, að hann mundi vilja þakka þeim öllum. Jóhann naut þeirrar ánægju að sjá barnabörnin og langafabörnin vaxa að viti og þroska og þeim var hann alltaf hinn elskulegi afi, sem gott er að minnast. Jóhann var mikið lesinn og fróður um menn og málefni, glöggskyggn með næma kimnigáfu, sem aldrei var þó notuð öðrum til meins, heldur að- eins á góðlátlegan hátt. Hann var ákaflega orðvar maður. Trúmál ræddi hann sjaldan, en þó er ég viss um, að hann var trúaðri en margir, er ræða meira um þá hluti. Nú þegar Jóhann er lagður upp i sina siðustu siglingu, langar mig að þakka honum góða viðkynningu, og óska hon- um fararheilla. Aðstandendum votta ég samúð mina. Kagna S. Gunnarsdóttir 6 ganga i hjónaband. Bar hún hring hans alla ævi. Við lát Guðrúnar móður sinnar 1906 fór Dóróthea til föður sins og stóð fyrir búi með honum eitt ár og gekk raunar yngstu systkinum sinum i móður stað. Attu þau löngum hjá henni annað at- hvarf, eftir að hún stofnaði sitt eigið heimili. Hinn 2. april 1907 giftist Dóróthea Arna Jónssyni frá Sökku, elzta syni Elinar Arnadóttur og fyrra manns hennar, Jóns Gunnlaugssonar bónda þar og hákarlaskipstjóra. Voru þau fyrst skamman tima á Sökku, þá um eins árs skeið á Þóroddsstöðum i Ólafsfirði, en fóru að búa á Þverá i Urðasókn 1910 og stóð svo til 1924, er Árni dó, og hafði lengi verið heilsu- veill. Þeim varð auðið fjögurra barna: Lovisa húsfreyja á Akureyri, gift Daniel Guðjónssyni, Jón Magnús verksmiðjustjóri á Akureyri, dáinn 1962, átti Dagmar Sveinsdo'ttur, Elin húsfreyja á Isafirði, gift Guðbjarna Þorvaldssyni og Sigurveig húsfreyja á Akureyri, gift Jóni Oddssyni. Alls eru afkomendur Dórótheu orðnir 41. Eftir lát Arna manns sins bjó. Dóróthea enn á Þverá með börnum sinum um sex ára skeið, og má nærri geta, hve auðvelt það hefur verið á þeim tima ekkju með f jögur börn. Hún unni manni sinum heitt og tregaöi hann sárt, en helztu ráð, er hún hlaut i vandræðum sinum, eftir lát hans, voru þau, að sundra skyidi heimilinu og láta börnin frá sér fara, en það sagðist hún aldrei gera, meðan hún gæti á fótum staðið. Hún var mjög viijasterk og alla tið hraust, ól börn sin upp i skilyrðis- lausri sannsögli, kenndi þeim að standa við orð sin, vera ábyrg og bregðast aldrei skyldum sinum i lifinu, — og gera bágstöddum gott. Eftir búskap sjnn á Þvera' fluttist Dóróthea til Akureyrar og átti heima hjá börnum sinum frá 1940 nær óslitið á heimili Sigurveigar dóttur sinnar, þar sem hún naut þeirrar umhyggju sem bezt mátti verða. Dóróthea naut ekki skólagöngu i æsku fremur en þá var titt um dætur fátækra bænda, og fann hún sárt til þess. En hún bætti sér það upp með miklum bóklestri, enda stálgreind og minnug. Hún var mann- blendin og skemmtileg, hlakkaði til gestkomu, var ákaflega veitul og gest- risin, hafði yndi af hollum skemmtun- um og næmt fegurðar-skyn. Hún var á allan hátt óvenjulega vel gerð kona, þótti glæsileg á unga aldri, kunni vel að skarta sér, varð mikil húsmóðir, dugleg og þrifin með afbrigðum eins og hún átti ætt til, og hafði rikan áhuga á framförum öllum og framkvæmdum og fylgdist gaumgæfilega með sliku. Hún var barngóð og hjartahlý, og get ég og fleiri borið um það, að allt til hins siðasta var helzta áhugamál hennar að hjálpa öðrum, sem hún vissi, að voru hjálpar þurfi. Langaði hana jafnan til að gera miklu meira gott en hún hafði tök á, og ellistyrk sinn, eftir að hann kom til, gaf hún eins og hann lagði sig, en eyddi ekki þeim fjármunum á sjálfa sig. Sinnu og lifsvilja hélt hún fram i sjálfa banaleguna, en þegar sýnt var um úrslit þeirrar baráttu, mætti hún örlögum sinum með ró ög fullkomnu æðruleysi. Dóróthea Þórðardóttir fór aldrei dult nieð skoðanir sinar Hún var kona heil i fæð sinni eða vild. Sagði það, sem islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.