Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 17
Sextugur: Stefán Traustason bann 29.mai varC einn af merkis- borgurum Reykjavikur sextugur: Stefán Traustason, yfirverkstjóri i Prentsmiðjunni EDDU. Stefán er fæddur i Hrisey, 29.mai 1912, sonur hjónanna Rósu Benedikts- dóttur og Trausta Eyjólfssonar, er þá sú, sem þau helzt munu kjósa. Bjarni hefur alltaf verið veitandi fremur en þiggjandi, þrátt fyrir að hann hefur ekki gengið heill til skógar. Eftir að hann hætti sjómennsku fyrir um það bil 20 áfum vann hann jöfnum höndum að bólstrun húsgagna og akstri, fyrst með vörubil, og siðan stundaði hann leiguakstur með fólksbil i nokkur ár. Þau hjónin fluttust suður fyrir 6-8 árum og bjuggu i Hveragerði. Þar keyptu þau litið hús, sem Bjarni stækkaði að meira en helming, og að auki byggði hann sér bilskúr og kom sér upp fögrum garði. Hann hefur mikinn áhuga á óllu, sem tilheyrir verndun landsins og uppbyggingu. Virkur skógræktarmaður hefur hann verið, og farið utan til Noregs i skipt- um fyrir Norðmenn, sem hingað komu til skógræktar. Annars væri fljótlegra að telja upp það, sem Bjarni hefur ekki áhuga á þvi að ef mál ber á góma þá tekur Bjarni óskipta afstöðu. Og nú á timum vernd- ar fornra minja, sem við eigum þvi miður ekki of mikið af, nema þá helzt bækur, sem eru óllu öðru gömlu dýr- mætara að minum dómi, þá hefur Bjarni aukið við svo um munar með bók sinni — Alltaf skrölti rokkurinn hjá Bjarna, — þar sem lýsir vel göml- um vinnubrögðum, aðbiinaði og bún- aðarháttum yfirleitt. Það er Is- lendingasaga, — saga Lónseyrar Bjarna. Og hér læt ég staðar numið i miðjum klíðum, þvi að margt er ósagt. Ég óska þeim hjónunum til ham- ingju með afmælið og bið þeim langra lifdaga i nýrri ibúð, sem þau hugsa sér að reisa nú i vor og sumar i húsi fóst- urdóttur sinnar Bergljótar Friðþjófs- dóttur og Guðjóns Torfasonar, manns hennar, suður i Vogum á Vatnsleysu- strönd. Vinur. yfirverkstjóri bjuggu. þar. Er Stefán af góðu bergi brotinn, eftir þvi sem mér er sagt. Stefán Traustason hefir ekki valsað mikið milli atvinnugreina, þvi 1929 — aðeins 17 ára að aldri — ræðst hann i prentnám til Prentsverks Odds B.jórnssonar á Akureyri og vinnur þar i 10 ár, unz hann flyzt til Reykjavikur, þar sem hann hélt áfram að stunda iðn sian. Vinnur Stefiía sér brátt það álit að verða ráðinn yfirverkstjóri i Prent- smiðjunni Eddu, starfs, sem hann gefir gengt i fjölda ára. Þeir sem gerst til þekkja, vita best, hversu mikið og óeigingjarnt starf Stefán hefir seint og snemma lagt af mörkum i Eddu frá fyrstu tið. Vist er, að hann hefir ekki staðið með úrið i höndunum til að mæla timann, heldur löngum verið einn að verki, þegar aðrir nutu hvildar. Ég hefi alimikið átt saman við Stefán Traustason að sælda, einkum hin siðari árin. En þar skemmst af að segja, að traustari, samvizkusamari og áreiðanlegri maður en hann verður vart fundinn. Hefir mér oft dottið i hug að segja mætti um hann það sama og Helgi Sæmundsson sagði svo eftir- minnilega i afmælisgrein um Olaf heitinn Hvanndal á sinum timaað hann legði ósjaldan nótt við dag til þess að efna loforð, sem hann hefði EKKI gefið! SJikir menn eru gulls igiJdi og eigum við alltaf of fáa þeirra lika. Stefán Traustason er þvi miður ó- kvæntur maður, en bjó með móður sinni til dauðadags hennar, fyrir ekki allJöngu. Varhann henni góður og um- hyggjusamur sonur, eins og að likum lætur. Ahugamaður er Stefán um iþróttir, einkum khattspyrnu. Við- förull er hann bæöi utanlands og innan — og er nú á sextugsafmælisdegi sinufn lengst úti í löndum. Þangað sendi ég Stefáni beztu framtiðaróskir um leið og ég þakka honum ógleyman- leg kynni — og fordæmi. Baldvin l>. Kristjánsson. Þeir, sem skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum, ef mögulegt er. islendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.