Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 3
Og nú er eg þá útlendingur, —enginn maður skilur þennan annarlega ferðalang, sem þrammar strætin breið með þynnkuskó á fótum og rökkurrimu þylur svo raunalega dýra, og biður einhvern vegfaranda að visa sér nú leið. Þvi eg er stundum villtur... Og þó eina átt ég þekki, — það er áttin, sem mitt barnalega hjarta visar á. Ég held ég kunni betur við torf og töðuflekki en tigulstein og beyki. ... Nú er fólkið heima i Laxárdalnum farið aðraka og slá. Og þegar ég er orðinn nógu þreyttur á að glima við þyngstu lifsins spurningar, við tilverunnar Glám, og finn, að ég er ónýtur við rannsókn rúms og tima, þá reyni ég að flýja með vindinum heim til Islands — að móður minnar knjám. (Samt mun ég vaka, 1935). Og þrjátiu og niu, er váin i annað sinn veittist að vesalings Jóa i Seli uppi i Kerlingarfjöllum, þá varðég svo hræddur, aðsólin varðsvörteinsogtjara, , — ég sat þar við læk og bað guð að hjálpa okkur öllum. Og ég segi það rétt eins og er, minir elskanlegu, að þá öfundaði ég smalana á Betlehemsvöllum. Og ég, sem átt hefði að duga til þess að drepa og drepast, rétt eins og aðrir mannanna synir, bið forláts á þvi, að ég fékk ekki kúlu i brjóstið og fúnaði niður i moldina eins og hinir. — Þvi kannski eru þessir,sem þraukuðu, fjendur minir, en þeir, sem féllu, minir einustu vinir. Liðssveitir Hitlers réðust inn i Rússlands viðáttur og æddu fyrst lengi vel sem logi yfir akra, en urðu stöðv- aðar og biðu loks algeran ósigur fyrir rauða hernum, sem hrakti Nazistana aftur heim eftir orustuna um Stalin- garð. Fyrir frumkvæði Rússa unnu þvi Bandamenn i raun réttri um siðir þennan mesta hildarleik veraldarsög- unnar, sem enn hefur verið háður. Gat þá nokkurn undrað, þótt hrifnæmar sálir eins og Jóhannes úr Kötlum yrðu að láta i ljós fögnuð sinn og gefa odd- vita helztu sigurvegaranna yfir Hitler, Jósef Stalin, dýpðina öðrum framar? Jóhannesi hefur oft verið álasað fyr- ir lof sitt um skósmiðssoninn frá Grúsiu, sem lagði út i heiminn ungur að árum með litinn geitarost, gefinn af móður sinni, en varð siðan örlagavald- ur hnattarins alls: Dagskipan Stalinsi Sól tér sortna. En kvæðið er skáldlegt. Og hvernig gat Jóhannes vitað, að Jósef Stalin yrði fyrr en flestir bjugg- ust við steypt af stalli goðsins? Fáir hafa hryggzt meir yfir þeim atburð- um, sem til þess lágu, en einmitt Jó- hannes skáld úr Kötlum. Um hernám Islands eða hervernd, hverju nafni sem nefnist, og urðu Jó- hannesi kveikir hinna ágætustu kvæða svo sem Sóleyjarkvæðis og Sjödægru, get ég verið fáorður, enda er nú hring- ur sá, er um greinarkorn þetta var sleginn i upphafi, bráðum lokaður. En fátt held ég, að Jóhannes úr Kötlum hafi tekið sárar en vita Sóley troðna hælum herja enn i dag meir en aldar- fjórðungi eftir að Evrópustriðinu mikla lauk, og það þvert ofan i áður gefin loforð um, að hér skyldi enginn her verða á friðartimum, enda þótt sveitirnar séu nefndar varnarlið. Fjóðða þáttinn i ljóðagerð Jóhannes- ar má kenna við alþjóðahyggju og sósialistiskt lifsviðhorf, sem fer þegar að gæta á fertugsaldri skáldsins. En þó situr ísland þar oftast i fyrirrúmi, saga þess og samtið. Ljóðabókin Samt mun ég vakahefst á samnefndu kvæði, og er fyrsta visan á þessa leið: Ég vildi svo guðsfeginn kveða kvæði um gróandi þjóðlif um fljúgandi framsókn skapandi menningar, ár- söngva yrkja um vorgiaðan klið hins upprisna Islands og rétta fram þjálfaöan arm til átaks i alheimsbaráttu öreiga lýðsins fyrir réttlæti, sannleika, — sósialisma. Þetta er ný stefnuskrá, allsendis ólik þeirri, sem skáldinu var blásin i brjóst af ungmennafélagsskap og aldamóta- kynslóð, enda breyttir timar: Kreppan hefur lagt hramm sinn yfir alþýðu og allt þjóðlif með ofurþunga sinum. Nazisminn læsir i allt frelsi sinum fantaklóm, leggur undir sig hvert landið af öðru, unz gerningaveðrið grimmdarlega skall á. Undir áhrifum af því yrkir Jóhannes bókina Sól tér sortna, sem út kom 1945. Inngangskvæði hennar heitir Æviágrip, þar sem höfundurinn, Jói i Seli (en foreldrar hans bjuggu lengst i Ljárskógaseli), gerir upp lif sitt til þess tima, og er ljóðið eins konar lykill að heimsmynd hans og örlögum, svo langt sem þau ná. Þá er Jóhannes skáld úr Kötlum fjárvörður á öræfum Islands, sem áður er að vikið. Og hon- um gefur sýn yfir farinn veg. Rúmið leyfir aðeins, að teknar séu hér upp tvær siðustu visur Æviágrips. En þó að Jóhannes úr Kötlum yrði fyrir mörgum sárum vonbrigöum i lif- inu við öll þau hörmulegu tiöindi, sem orðið hafa á þessari yndislegu, en blóði drifnu jörð, meðan hann lifði, væri ekki alltaf metinn að verðleikum af öllum, þótt hann ætti samt sjálfur við mikið böl að búa, einkum siðustu árin, þá var hann samt mikill gæfumaður um margt, átti stóran hóp einlægra að- dáenda og kærra vina, en einkum frá- bæra konu, þar sem Hróðný Einars- dóttir var. Hún fæddist að Hróðnýjar- stöðum i Laxárdal og var dóttir Einars Þorkelssonar bónda þar og Ingigerðar Hansdóttur konu hans, var þvi Dala- maður, og Laxdælingur eins og Jó- hannes. Þau gengu i hjónaband, þegar hún var rúmlega tvitug að aldri á Jónsmessu Alþingishátiðarárið 1930. Hróðný reyndist Jóhannesi sannarlega fylgjeengill allt frá æskudögum til hinztustundar.Og ég ætla rétt til getið, að við hana sé átt, þegar skáldið kveð- ur hið fagra og sanna kvæði sem nefnist: Nálægð þín Nálægð þin vakti bjartar sveiflur: andrúmsloft hetju með fagrahvel undir brámána sem skoraði sjálfa þjáninguna á hólm. Fingur þinir voru heitir iiknstafir er slævðu svaleggjar Dauðans i krafti þess æðruleysis sem helzt veitur buguðum styrk og fró. Nú glóir skyndilega ný fastastjarna i bládjúpi næturhiminsins: ástgjöf liðinna stunda sem geislar frá sér lifi minninga. (Ný og nið, bls. 41. ). islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.