Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 18
Úrvalsmaður sjötugur Friðþjófur Pálsson fyrrv. póst- og simstjóri á Húsavik Eru ævistundir manna misfljótar að liða? Ekki mun það viðurkennt af klukkunni. — Hinsvegar eru þær það gagnvart tilfinningu nágrannanna. Leiðinlegur maður lengir stundirnar, en skemmtilegur maður styttir okkur þær. Það er þessi staðreynd, sem gerir það að verkum, að mér fannst undar- legt. að Friðþjófur Pálsson átti sjötugsafmæli 13. april s.l. Gat þetta átt sér stað? Hafði klukkan segið svona oft og talið honum svona mörg ár, meðan hann var að stytta mér og öðrum samferðamönnum stundirnar með nærgætinni og skemmtilegri framkomu? Hvernig sem heppilegast er að skil- greina þetta þá er virkileiki, að það fylgir Friöþjófi Pálssyni. að hann ork- ar a mann sem yngri maður en hann er skráður. Friðþjófur Pálsson er Þingeyingur aö ættum og uppruna. Að öðrum hér- uðum ólöstuðum, tel ég þetta siður en svo ókost á manninum. Hann er fæddur á Húsavik 13. april 1902 i torfbæ, Kviabekk, sem enn er við lvði að nokkru leyti. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson og Aðalheiður Jóhannesdóttir, — innflutt þangað fyr- ur stuttu og bjuggu i ..heiðursfátækt," þegar Friðþjófur fæddist. Sigurður faðir Páls var Guðmunds son, bónda að Litluströnd við Mývatn, Pálssonar bónda að Brúnagerði I Fnjóskadal. Er sú sætt nefnd Brúna- gerðisætt. Sigurður var annálað hraustmenni og þolsmaður, svaka- fenginn nokkuð við drykkju, en drengur góður talinn. Hann var land- námsmaður að gerð. Bjó um skeið á heiðarbýlum svo sem: Þeistareykjum og Hliðarhaga. Dugði með ágætum i harðræðum. Lifði fram á 96. aldurs- ár.Páll Sigurðsson f. 9. sept. 1863 var svipmikill maöur og gjörvilegur. Hann komst fljótlega úr tölu þeirra á Húsa- vik, sem kallaðir voru fátækir. Hann varð fyrsti simstöðvarstjóri á Húsa- vik. Gegndi þvi starfi óslitið frá 1908 til 1934. Hann var einn af kaupendum eins af fyrstu vélabátunum, sem til Húsa- vikur var fenginn og þátttakandi i út- gerð hans. Páll var deildarstjóri lengi i Kaup- félagi Þingeyinga og félagshyggju- maður. Hann var framarlega um skeið i framfara-félagi (Fundafélagi Húsavikur). sem starfaði á Húsavik frá 1894 til 1927, og sést i gjörðabókum þess. að hann átti þar frumkvæði að ýmsum framfaramálum. Aðalheiður f. 27. april 1863 móðir Friðþjófs. var dóttir Jóhannesar bónda á Dálksstöðum á Svalbarðs- strönd. Sigurðssonar bónda á Hróa- stöðum i Fnjóskadal. Sigurðssonar bónda þar Árnasonar. Aðalheiður var gáfuð kona, mjög bókhneigð og hagmælt vel. en fór dult með hagmælskuna. Sumar visur henn- ar komust þó á flot, svo sem visa, sem hún gerði. þegar Jón Norland læknir fluttist frá Húsavik 1918: Mjög hefir brugðizt meyja von, maðurinn festi ei rætur. Jón er farinn Jóhannesson — Jerúsalem grætur. Tólf ára fór Friðþjófur að vinna á vegum Kaupfélags Þingeyinga á sumrin. Sextán ára réðist hann sem fastur maður hjá þvi. Fyrst vann hann sem afgreiðslumaður. siðan sem bók- haldari. Alls vann hann hjá K.Þ. i tvo áratugi. að frádregnum tima þeim, sem hann var við nám i Samvinnu- skólanum frá nýári til vors 1925. Árið 1934. þann 15. des. tók Friðþjóf- ur við simstjórastarfi föður sins og hætti samtimis störfum hjá K.Þ. Faðir hans var þá kominn yfir sjötugt og far- ínn að finna til heilsubilunar. Hann 18 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.