Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 15
austur á Mjóafjörð hjóhin i Einholti, Jón Brynjólfsson og Stefania Sigurð- ardóttir. Stefania var móðursystir JTiin, og það voru foreldrar minir, sem tóku jörðina við brottför þeirra. Þau fluttu að Einholti um fardagana, eins og lög gerðu ráð fyrir, með sinn tiu barna hóp. Þá var hin fjölskyldan farin, en beið eftir skipsferð. Börnin voru sex, fimm dætur og einn sonur. bað dróst um viku, að skipsferðin félli, og þann tima hélt fjölskyldan kyrru fyrir i Einholti. Ekki man ég nú, hvernig öllum þessum mannfjölda var komið fyrir i baðstofunni, en hitt man ég greinilega, að þá voru dýr-legir dagar, en mikill tómleik-, þegar þessi leiksystkinahópur var allur á bak og burt. Og þótt við brottför þeirra þetta vor væri að fullu lokið persónulegum samskiptum við þennan frændsyst- kinahóp, þá var þessi hópur okkur systkinunum nánari en aðrir hópar okkar nánasta frændliðs. Einhver bréfaskipti munu hafa verið milli þeirra systranna, ogvið )»ylgdumst gerla með högum þessa frændfólks i fjarlægðinni. Aldamótaárið barst okk- ur fregn um það.'að enn hefði ein dótt- irin bæzt i hópinn, og þá fannst mér hún vera komin i hóp leiksystkin-"- anna, sem maður átti i minningunni frá vordögunum fyrir tveimur árum. Þessi litla stúlka hét Guðrún, og það er minningin um hana, sem fær mig nú til að stinga niður penna. Siðast liðið sumar lagði það rétt lauslega i eyru mér, að þessi frænka min væri látin. Þá var ég önnum kafinn við störf i sambandi við æskubyggðina, sögu hennar og byggjendur. Það var ekki fyrr en seinna, að ég fann til þess, að enn hafði verið höggvið áberandi skarð i hóp náinna samferðamanna. Guðrún heitin fæddist að Dölum i Mjóafirði 15. september 1900. Þegar þau hjónin fóru frá Einholti, fluttu þau að Borg i Dalak álkinum, en fluttu fljótlega að Dölum og þaðan aftur ef tir litla hrið yfir fjörðinn að Krossi. Þau munu aldrei hafa haft mikinn bústofn, en farsæla afkomu, enda góð búdrýg- indi að sjófangi, en Jón hafði að forn- um hætti sinn bát, sem hann sótti sjó- inn á i hjáverkum frá bústörfum. A fyrstu árum aldarinnar var fiskisæld mikil fyrir Austfjörðum og hagur góð- ur i sjávarþorpum', mikil vinna og margt vel stæðra heimila, sem sótti eftir hjálp til þjónustustarfa. Systurn- ar sex á Krossi voru vel þeginn vinnu- kraftur á heimilum héraðsins, og aðr- ar leituðu lengra burt, þvi að ekki þurfti allra þessara handa við til þjón- ustustarfa heima fyrir. Fermingarár- ið sitt fór yngsta dóttirin, sú, sem minnzt er með þessum linum, að heiman. Hún fór vinnukona að Borgar- eyri þar i firðinum, en tveim árum sið- ar flyzt hún norður yfir fjöllin til Seyðisfjarðar og ræðst i vist til læknis- hjónanna Kristjáns Kristjánssonar og Kristinar Þórarinsdóttur. Á þeim ár- um var það ungum stúlkum girnileg braut að komast i vist á mennta- heimilum. Það var ekki aðeins ein eft- irsóknarverðasta atvinna, það mátti heita eina menntabrautin, sem um- komulitlum stúlkum var kostur á. Guðrún minntist þeirra læknishjón- anna og þeirra menningarrika heimilis með miklu þakklæti, enda er ekki að efa að auk þess lærdóms sem hefur hlotiö þar i aö móta snyrtilegan heimilisbrag, þá hafa einnig eflzt þar þau einkenni hennar, sem mörgum þeim, er henni kynntust, munu efst i minnum, en það'öryggi það, fágun og látleysi,sem hið hversdagslegasta fas hennar var mótað af. Um tvitugsaldur kveður Guðrún svo Austfirði, heldur til höfuðstaðarins og fer þar i vistír. Um það leyti gerast þau harmatiðindi á Mjóafirði, að faðir hennar og eldri bróðirinn, rúmlega tvitugur, farast i sjóróðri. Þá er brugðið búi á Krossi, fjölskyldan tvistrast, og Guðrún leitaði ekki síðan á þær slóðir. 1 Reykjavik kynntist hún væntanlegum lifsförunauti sinum, Marinó Sigurðssyni bakarameistara i Hafnarfirði. Þau giftu sig 15. marz 1923 og bjuggu fyrstu árin i Hafnar- firði, en skömmu siðar flytja þau til Akureyrar, þar sem Marinó tók við forstöðu brauðgerðarhúss i bænum. Þar bar fundum okkar frændsyst- kinanna fyrst saman og á þann hátt, sem okkur báðum varð minnisstætt. Þá var ég prestur frammi i Eyjafirði. Ég var i húsvitjunarleiðangri úti á Staðarbyggð. Þá er það, að Kristján bilstjóri Kristjánsson frá Birnings- stöðum rennir bil sinum i hlað á bæn- um, þar sem ég var staddur, og spyr eftir mér. Hann hafði farið fram i Saurbæ til að vitja min, en þar var ekkert hægt að fræða hann um ferðir minar annað en það, að ég myndi vera einhvers staðar á Staðarbyggðinni. Svo hafði hann ekið bæ frá bæ, ákveð- inn i að gefast ekki upp, fyrr en hann hefði upp á mér. Erindi hans var að fá mig með sér til Akureyrar, svo fljótt sem mögulegt væri, til að skira barn, sem búizt var við, að ætti skammt eft- ir. Mér var ekkert að vanbúnaði, og Kristján ók mér út á Oddeyri. Þar beið okkar ung kona með tvö ung börn, hið eldra eins eða tveggja ára, hið yngra á fyrsta ári, fárveikt. Það var barnið, sem beið skirnarinnar. Kristján hafði sagt mér, að fólk þetta væri fyrir stuttu flutt til Akureyrar, en konan væri ein heima um þessar mundir, þvi að maðurinn hefði farið til Hafnar- fjarðar til að sækja móður sina. Kon- an, sem heima var með veika barnið, var Guðrún Jónsdóttir frænka min. Ég mun ekki hafa haft langa viðdvöl að þvi sinni, en við þessi fyrstu kynni mótaðist i huga minum skýr mynd af henni, sem siðari kynni breyttu i engu. Hlýleiki hennar og látleysi, rósemi hennar og jafnvægi við þessar aðstæð- ur varð mér ógleymanlegt. Siðar átti ég eftir að kynnast heimili hennar við aðrar og bjartari aðstæður, og er mér ekki sizt i minni, þegar ég nokkrum árum siðar leit inn til þeirra hjóna á Húsavik. Þá varbarnahópurinn orðinn stærri, og enginn hafði helzt úr lest- inni, þótt eitt sinn liti skuggalega út. Og nú var maðurinn heima og greip um stund iharmónikkuna. Þarsat ég i hópi glaðra og þakklátra áheyrenda. Þau Marinó og Guðrún voru aðeins fjögur ár á Akureyri, en fluttu þá til Húsavikur, þar sem Marinó keypti brauðgerðarhús. Eftir 15 ára dvöl þar fluttu þau svo til Borgarness, og veitti Marinó þar forstöðu brauðgerðarhúsi Kaupfélags Borgfirðinga til ársins 1971, að hann hætti störfum fyrir ald- urs sakir og sjúkleika. Þeim hjónum varð fimm dætra auð- ið, og eru þær allar giftar og búsettar héryið Faxaflóa, Hanna og Halldóra i Borgarnesi, Unnur og Erna i Reykja- vik og Marý i Garðahreppi. Dætrabörn þeirra Guðrúnar og Marinós eru nú orðin 12. Guðrún gat sér hvarvetna vinsælda, hvar sem hún fór, hún var góð ná- grannakona, skapprúð og vingjarnleg, íslendingáþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.